Bergrún
miðvikudagur, desember 31, 2008
 
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum fyrir samverustundir á árinu sem senn er á enda og hlakka til að hitta sem flest ykkar á nýju ári.

Ég geri ekki ráð fyrir að sjá marga fyrstu 4-5 mánuði ársins því nú er komið að lokakafla doktorsverkefnisins og ómögulegt er að fresta skrifum öllu lengur. Ég er því komin með kvíða og tilhlökkunarsting í magann og vona að ritstíflan fari að bresta.

Gleðilegt ár
 
föstudagur, desember 12, 2008
 
Já þá er kominn desember enn eina ferðina. Ég var að kvarta undan því hér fyrr í mánuðinum að ég skildi ekkert í því hvar skammdegið héldi sig, nú kvarta ég ekki lengur!

Ég er búin að vera mjög dugleg í jólastússi eða eins og ein lítil skvísa sagði um daginn: hvenær byrjum við í jólastuðinu..... mun betra orð en jólastress!

Jamm ég er búin að baka nokkru sinnum jólakökur, eyðilagði nokkrar þeirra með því að skella þeim í box sem varð fyrir því óhappi að gleymast í skólatösku með plokkfiskrestum og það varð sem sé úldiðfiskibragð af dýrindis jólakökunum mínum! Já svona getur komið fyrir hjá óreyndri húsmóður!!!!!!

Svo framkvæmdi ég annan vanhugsaðan verknað. Ég ákvað að þvo bílinn minn og til að gera mér dagamun ók ég í gegnum e-a þvottastöðina um daginn (skil ekkert í þessari framtakssemi minni). Um kvöldið fraus auðvitað og síðan hef ég mátt skríða inn í bílinn minn að aftanverðu þar sem allar skrár eru frosnar. Framtakssemin er ekki slík að ég nái að sprauta e-u í skrárnar þegar frostið sleppir tökum sínum á þeim!
 
fimmtudagur, október 23, 2008
 
Nú verður mér ekki orða bundist!



Ég hef passað mig á því að tjá mig ekkert um þessa blessuðu kreppu og allt það sem henni fylgir, gantaðist þó með það þegar ég yfirgaf klakann að ég vonaði að landi væri enn fljótandi svo flugvélin gæti lent í lok mánaðar þegar ég ætla mér að koma heim.



Hvað haldið þið svo að ég hafi heyrt hér rétt áðan? Jú, að form íslenska möttulstróksins sé svipað þeim strókum sem eru að hverfa!!! Já ekki nóg með það að fjármálaheimurinn sé hruninn þá virðist bara vera að möttulstrókurinn, sem heldur landinu jú ofansjávar, sé að kulna*! Ég held því að best sé að skuldsetja sig bara áfram í topp, komandi kynslóðir og bara allt sem mögulegt er að skuldsetja, landið er hvort sem er að sökkva og skuldirnar hljóta verða látnar niður falla ef landið sem slíkt er ekki lengur til.



Nú er mér allri lokið!



*Ritað án allrar ábyrgðar
 
þriðjudagur, október 14, 2008
 
Já gott fólk, þetta hefur verið ágætis pása

Að vísu geri ég ekki ráð fyrir að vera komin aftur í bloggheima en þar sem ég er komin til Frakklands enn eina ferðina þá bara verð ég að skrifa smá.

Sumarið var áhugavert. Ég hef nú oft komið meiru í verk en þetta sumarið og gert fleira, í rauninni einkenndist sumarið af framtaksleysi en ég hafði það samt bara fínt og er ekki svekt yfir fáum fjallaferðum og útilegum. Það er nefninlega þannig að það kemur sumar eftir þetta sumar :-)

Hér í Clermont er lífið að falla í sinn vanagang, vinna myrkranna á milli með hlaupum út í hádeginu til að reyna að verða sér úti um smá næringu. Ég sé ekki fram á pásu til að anda fyrr en eftir næstu viku! Já þetta er fínt, annað en hangandahátturinn yfir mbl síðustu daga!
 
fimmtudagur, júní 19, 2008
 
Eins og mér hefur verið bent á þá er orðið fremur langt síðan hér var síðast ritað. Margt hefur á daga mína drifið síðan þá, ég flutti úr frönsku íbúðinni, flaug til Kaupmannahafnar og dundaði mér þar í góðum félagsskap, dreif mig aftur til Parísar til að kveðja Frakkland og kom svo heim.

Ég geri ekki ráð fyrir að vera dugleg við skrif hér næstu vikur og jafnvel mánuði þar sem reynslan er sú að hér á Íslandi er ekki mikill bloggdugnaður í mér.

Óska ykkur því alls hins besta í íslenska sumrinu og læt heyra í mér þegar frá e-u verður að segja.
 
þriðjudagur, júní 03, 2008
 
Þannig fór um ísbjörn þann.

Sorgleg endalok fyrir vesalings hvítabjörninn (svo ég noti nú málvenjur þeirra sem til þekkja). Ég veit ekki alveg hvað skal segja eða hugsa. Segi bara frá viðbrögðum "samskrifstofunga" minna í staðinn en þeir áttu bara ekki til orð yfir ruddaskap Íslendinga að drepa friðað dýrið.

Ég held að þeim verði mikið létt þegar ég held aftur heim, það er ekki á friðsama Frakka leggjandi að deila skrifstofu með Íslendingi, við erum jú morðóð og virðumst drepa allt sem synt er (og jafnvel sitthvað fleira).

Annar þeirra er keppnismaður í sundi.

Þá að allt öðru. Ég fór að lesa bloggið mitt frá þeim tíma þegar ég var fjölmiðlafulltrúi Afríkufara. Enn hvað það var skemmtilegur tími, mig langar aftur í svona ferðalag! Ekkert endilega á sama staðinn en í svona ferðalag með fólki, skemmtilegu fólki :-) Það er nefninlega svo gaman að hafa e-a til að deila minningunum með. Og að skrifa um meðferðarmenn og skjóta aðeins á þá :-)

Já svo hélt ég áfram að lesa og í rauninni er skemmtilegast að lesa kommentin. Í þá daga var fólk duglegt að kommenta smá. Í kommentunum fann ég uppskrift að mannakjöti..... var búin að gleyma því og tek undir orð vinkonu sem kommentaði á eftir mannætunni, ekki vissi ég að ég þekkti mannætur.

Jæja best að fara heim og jappla á salatinu sem ég var að kaupa mér.
 
sunnudagur, júní 01, 2008
 
Langt síðan ég hef séð svona flottan og skemmtilegan handboltaleik. Til hamingju STRÁKAR :-) Jibbí jei...... húrra
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com