Bergrún
þriðjudagur, júlí 22, 2003
 
Veðrið
Jæja já. Þá er ég mætt til höfuðborgarinnar á ný eftir töluvert langa útiveru. Ég var svo heppin að fá að vera úti alla góðviðrisdagana í síðustu viku, að vísu brann ég á hinum ólíklegustu stöðum en svona er þetta bara, sólinni fylgja ókostir eins og öllu öðru. Ég var sem sé algjör pæja á miðvikudag og fimmtudag og þeyttist um Gilsárlón ,sem er uppistöðulón fyrir ofan Blönduvirkjun, á Zodiak. Ég lærði að koma honum í gang og stjórna honum og leggja að bryggju!!! Algjör gella! Svo lærði ég að binda pelastik hnút sem er mikill sómi í að kunna! Hver þarf að fara í skátana segi ég bara?!
Eftir þessa feltparadís fór ég í öðruvísi felt á föstudaginn, brunaði í Borgarfjörðinn og tók eitt jarðvegssnið ein og sjálf, enn eitt hetjuverk vikunnar! Á föstudagskvöldinu héldum við vinkonurnar ég og ladan heim á Klaustur og svo vorum við á ferðinni alla helgina, fórum inn á Álftaversafrétt og feltuðumst enn meir og í þetta sinn var ég að safna sýnum fyrir mig. Ótrúlega gaman að safna svona fyrir sjálfan sig. Nú eru þið líklegast búin að fá meira en nóg af þessu feltkjaftæði í mér en vá þetta er svo gaman. Og svona fyrir ykkur fáfróðu sem skiljið ekki orðið felt þá er það svona vettvangsferð þ.e. þegar farið er út í mörkina og sýnum safnað.
Já og svona að lokum þá er ekki alltaf jafn gaman að vera ég því nú er veðrið að stríða mér, það vill bara rigna og rigna enn meira fyrir austan þannig að ég kemst ekki til að klára ætlunarverkið, óþolandi þegar veðrið getur ekki ákveðið sig og látið veðurspárnar standast! Ég er vonandi að fara annað kvöld aftur að feltast en ef síðasta spá stenst þá er það til lítils, ég verð bara að biðja fallega í kvöld og sjá til hvað veðurguðirnir gera.
Hafið það sem allra best og njótið lífsins eins og ég er að gera þessa dagana
 
þriðjudagur, júlí 15, 2003
 
Dagdraumar
Jæja gott fólk nú hefur ýmislegt á daga mína drifið (þrátt fyrir að ég sé ekki komin til Frakklands!!!). Síðasta fimmtudag arkaði ég á Keili og hafði bara gott og gaman af því. Á föstudaginn varð ég svo fræg að mæta í fyrsta grillklúbb sumarsins hjá Margréti og Jóni Má og svo örkuðum við niður í bæ að líta á menningunar/ómenninguna þar. Ég hef bara aldrei séð jafn fátt fólk í bænum og af þeim ástæðum varð lítið um ævintýr það kvöldið. Helgin fór svo að mestu í ekki neitt og svo kom bara ný vinnuvika. Þá er það komið frá. Nú get ég samviskulaust snúið mér að dagdraumunum. Eins og allir vita er ég að fara til Frakklands og í gærkvöldi fékk ég þessa líka geggjuðu hugmynd að fara bara með Norrænu og taka bíl með mér, þá þarf ég ekkert að vera að druslast með þúsund töskur og 5000 kg á milli flugstöðva og lestarstöðva! Væri þetta ekki geggjað? Það finns mér sko og þá gæti ég líka keyrt um allt Frakkland og jafnvel heimsótt nágrannalöndin líka þegar ég nenni ekki að læra! Mér finnst þetta gott plan. Þannig að ég er bara að hringja í tryggingarfélög og fá upplýsingar um hvernig það er að fara með bíla á milli landa og athuga hvort það er kannski bara sniðugra að hafa bílinn ekki á skrá hér heima heldur bara í France! Fullt af möguleikum sem þarf að skoða. Já svo þarf ég auðvitað líka að fara að skoða hvaða bíll er nógu sniðugur til að fara með mér í þessa ævintýraför! Sem sagt fullt af dagdraumum í gangi og bara gaman að vera til. og eitt að lokum, ég fæ að fara í felt á morgun!!! húrra jibbí jei
 
fimmtudagur, júlí 10, 2003
 
Hva á maður að halda áfram að skrifa??
Mér bárust ábendinga um að ekki væri nú líðanlegt að opna svona bloggsíðu og skrifa svo ekki neitt á hana. Málið er bara að þangað til ég fer til Frakklands gerist ekkert í lífi mínu!! Ég er samt núna þessa dagana að hlaupa um allt og leita uppi skjöl sem Franska sendiráðið vill fá svo ég geti fengið styrk til að fara út og læra. Svo bara fer ég í vinnuna og kem heim á fína fjallabílnum. Annars erum við orðnir svo góðir vinir að hann hefur ekki hent af sér rúðuþurrku eða sent reyk úr stýrinu nýlega. Ég held sem sé að hann sé orðinn sáttur við höfuðborgina og alla umferðina sem hér er.
Vona að þessi smápistill lækki aðeins mestu óánægjuraddirnar
 
sunnudagur, júlí 06, 2003
 
ha þetta tókst bara vel!!
ég er svo aldeilis yfir mig hissa, greinilegt að þetta er aðgengilegt fyrir alla!!
En hvað ég er glöð
 
 
Æfing fyrir alvöruna
Góðan daginn gott fólk. Þar sem ég er á leiðinni til Frakklands í haust hef ég ákveðið að læra að blogga áður en ég fer svo þeir sem heima sitja geti nú fylgst með mér eins mikið og hver og einn vill. Þar sem tæknigenin í mér eru ekki neitt svo ríkjandi ákvað ég að byrja strax og þá eru smá líkur á því að ég geti sett inn eina og eina mynd í vetur og kannski skrifað smá sögur af sjálfri mér og öðrum. Nú held ég samt að þetta verði ekki lengra í þetta sinnið því líklegast strokast þetta hvort sem er út eins og allt sem ég geri í fyrsta skipti í svona tölvum.
Hafið það sem allra best og endilega gefið mér ábendingar um hvernig maður gerir bloggsíðuna sína fína og fallega.
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com