Bergrún
þriðjudagur, júlí 15, 2003
 
Dagdraumar
Jæja gott fólk nú hefur ýmislegt á daga mína drifið (þrátt fyrir að ég sé ekki komin til Frakklands!!!). Síðasta fimmtudag arkaði ég á Keili og hafði bara gott og gaman af því. Á föstudaginn varð ég svo fræg að mæta í fyrsta grillklúbb sumarsins hjá Margréti og Jóni Má og svo örkuðum við niður í bæ að líta á menningunar/ómenninguna þar. Ég hef bara aldrei séð jafn fátt fólk í bænum og af þeim ástæðum varð lítið um ævintýr það kvöldið. Helgin fór svo að mestu í ekki neitt og svo kom bara ný vinnuvika. Þá er það komið frá. Nú get ég samviskulaust snúið mér að dagdraumunum. Eins og allir vita er ég að fara til Frakklands og í gærkvöldi fékk ég þessa líka geggjuðu hugmynd að fara bara með Norrænu og taka bíl með mér, þá þarf ég ekkert að vera að druslast með þúsund töskur og 5000 kg á milli flugstöðva og lestarstöðva! Væri þetta ekki geggjað? Það finns mér sko og þá gæti ég líka keyrt um allt Frakkland og jafnvel heimsótt nágrannalöndin líka þegar ég nenni ekki að læra! Mér finnst þetta gott plan. Þannig að ég er bara að hringja í tryggingarfélög og fá upplýsingar um hvernig það er að fara með bíla á milli landa og athuga hvort það er kannski bara sniðugra að hafa bílinn ekki á skrá hér heima heldur bara í France! Fullt af möguleikum sem þarf að skoða. Já svo þarf ég auðvitað líka að fara að skoða hvaða bíll er nógu sniðugur til að fara með mér í þessa ævintýraför! Sem sagt fullt af dagdraumum í gangi og bara gaman að vera til. og eitt að lokum, ég fæ að fara í felt á morgun!!! húrra jibbí jei
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com