Æfing fyrir alvöruna
Góðan daginn gott fólk. Þar sem ég er á leiðinni til Frakklands í haust hef ég ákveðið að læra að blogga áður en ég fer svo þeir sem heima sitja geti nú fylgst með mér eins mikið og hver og einn vill. Þar sem tæknigenin í mér eru ekki neitt svo ríkjandi ákvað ég að byrja strax og þá eru smá líkur á því að ég geti sett inn eina og eina mynd í vetur og kannski skrifað smá sögur af sjálfri mér og öðrum. Nú held ég samt að þetta verði ekki lengra í þetta sinnið því líklegast strokast þetta hvort sem er út eins og allt sem ég geri í fyrsta skipti í svona tölvum.
Hafið það sem allra best og endilega gefið mér ábendingar um hvernig maður gerir bloggsíðuna sína fína og fallega.