Hva á maður að halda áfram að skrifa??
Mér bárust ábendinga um að ekki væri nú líðanlegt að opna svona bloggsíðu og skrifa svo ekki neitt á hana. Málið er bara að þangað til ég fer til Frakklands gerist ekkert í lífi mínu!! Ég er samt núna þessa dagana að hlaupa um allt og leita uppi skjöl sem Franska sendiráðið vill fá svo ég geti fengið styrk til að fara út og læra. Svo bara fer ég í vinnuna og kem heim á fína fjallabílnum. Annars erum við orðnir svo góðir vinir að hann hefur ekki hent af sér rúðuþurrku eða sent reyk úr stýrinu nýlega. Ég held sem sé að hann sé orðinn sáttur við höfuðborgina og alla umferðina sem hér er.
Vona að þessi smápistill lækki aðeins mestu óánægjuraddirnar