Veðrið
Jæja já. Þá er ég mætt til höfuðborgarinnar á ný eftir töluvert langa útiveru. Ég var svo heppin að fá að vera úti alla góðviðrisdagana í síðustu viku, að vísu brann ég á hinum ólíklegustu stöðum en svona er þetta bara, sólinni fylgja ókostir eins og öllu öðru. Ég var sem sé algjör pæja á miðvikudag og fimmtudag og þeyttist um Gilsárlón ,sem er uppistöðulón fyrir ofan Blönduvirkjun, á Zodiak. Ég lærði að koma honum í gang og stjórna honum og leggja að bryggju!!! Algjör gella! Svo lærði ég að binda pelastik hnút sem er mikill sómi í að kunna! Hver þarf að fara í skátana segi ég bara?!
Eftir þessa feltparadís fór ég í öðruvísi felt á föstudaginn, brunaði í Borgarfjörðinn og tók eitt jarðvegssnið ein og sjálf, enn eitt hetjuverk vikunnar! Á föstudagskvöldinu héldum við vinkonurnar ég og ladan heim á Klaustur og svo vorum við á ferðinni alla helgina, fórum inn á Álftaversafrétt og feltuðumst enn meir og í þetta sinn var ég að safna sýnum fyrir mig. Ótrúlega gaman að safna svona fyrir sjálfan sig. Nú eru þið líklegast búin að fá meira en nóg af þessu feltkjaftæði í mér en vá þetta er svo gaman. Og svona fyrir ykkur fáfróðu sem skiljið ekki orðið felt þá er það svona vettvangsferð þ.e. þegar farið er út í mörkina og sýnum safnað.
Já og svona að lokum þá er ekki alltaf jafn gaman að vera ég því nú er veðrið að stríða mér, það vill bara rigna og rigna enn meira fyrir austan þannig að ég kemst ekki til að klára ætlunarverkið, óþolandi þegar veðrið getur ekki ákveðið sig og látið veðurspárnar standast! Ég er vonandi að fara annað kvöld aftur að feltast en ef síðasta spá stenst þá er það til lítils, ég verð bara að biðja fallega í kvöld og sjá til hvað veðurguðirnir gera.
Hafið það sem allra best og njótið lífsins eins og ég er að gera þessa dagana