Góðir hálsar
Nú er kominn laugardagur og ég heyrði í útvarpinu áðan eða svona um kl. 13.30 að Menninarnótt væri sett! Eiginlega fannst mér ekki við hæfi að hefja nóttina svona snemma en það er víst bara mín skoðun á málinu, ætli fólk verði ekki að fá að ákveða sjálft hvenær það er dagur og hvenær nótt?!!
Já ég er með erlenda gesti heima hjá mér og nú er sko mikið álag á mér að hafa ofanaf fyrir þeim, eins og flestir sem vita e-ð um mig vita þá er ég ekki besti gestgjafi heims og vil helst að fólkið hafi ofanaf fyrir sér sjálft. Ég er búin að sýna þeim ískápinn og hvar þau mega sofa og svo vil ég bara að þau reddi sér, glætan að ég nenni að fara að vera myndarleg allt í einu og elda og vakna hálftíma á undan þeim til að finna til morgunmat með óendanlegu úrvali eins og þau væru á e-u 5 stjörnu hóteli ó nei ég held ekki. Þau ykkar sem ætlið að koma í heimsókn til mín til France kannski leggið þetta á minnið hahahaha
Ég fór aðeins í gögutúr með Ólafíu áðan og við bara höfðum lítið fyrir því að ganga alla leiðina úr Breiðholtinu og yfir í Kópavoginn, geri aðrir betur!!! (að vísu er erfitt að sjá hvar skilur á milli en við komum samt auga á sterklega girðingu og tvö hús með svona varðmannaturnum og vorum því nokkuð vissar um að við værum á landamærunum)
Best að koma sér að því að skrifa þetta bréf sem ég ætlaði mér að skrifa þegar ég settist hér niður og svo þarf ég að setja í mig kraft og vinda mér í að klára súlurnar mínar (þetta eru öskulagasúlur bara svo þið þessi sem misskiljið allt farið ekki að hugsa of langt).