Bergrún
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
 
Komin í siðmenninguna á ný
Jæja þá er nú orðið allt of langt síðan ég aulaðist til að hripa niður nokkur orð um mig og líf mitt hér á þessa síðu. Ég fer að hafa áhyggjur af því að hún Ólafía taki mig út af listanum sínum því hún var með e-r slíkar hótanir um daginn!!!

Annars hef ég fullgilda ástæðu fyrir því að hafa ekki skrifað síðustu vikuna því ég er búin að vera stödd svo langt frá allri siðmenningu að það hefur ekki einu sinni verðið símasamband já trúið mér ég er ekki að plata. Annars hef ég verið í vinnuferð á Kárahnúkasvæðinu (eða Kárahnjúka fyrir þá sem það vilja) og þar hefur sko eitt og annað tekið miklum breytingum síðasta árið. Þarna eru komnir stórir og feitir vegir í stað litlu fallegu holóttu slóðanna og svo eru risagröfur og trukkar um allt og skilti sem á stendur: "VARÚÐ sprengingar í gangi" og "Landsvirkjun byggir veg, víkið fyrir vinnuumferð" og fleira í þessum dúr! Hræðilegt að sjá hvernig farið er með svæðið. Svo eru skilti þar sem Landsvirkjun er að sína hvernig þetta verður allt og reynt að útskýra þetta allt með myndum en myndirnar eru teknar þannig að þær blekkja ótrúlega mikið og lónið virðist mun minna en það verður í rauninni. Svona látum við platast af sjónblekkingum! Ég verð bara sorgmædd af því að hugsa um þetta allt. Þegar maður keyrir um svæðið og sér hve mikið land fer undir vatn gerir maður sér grein fyrir hve ógnvænlegt þetta er og svo að sjá jökulsána sem verður bara flutt í burtu úr Jökuldalnum þá verð ég nú að segja að maðurinn er farinn að leifa sér fremur margt að mínu mati! Burtséð frá öllu þessu hef ég svo sem enga rökstudda skoðun á því hvort rétt sé að byggja þessa virkjun eður ei, nota bara mitt vanalega "mér bara finnst það!"

Nú þegar ég er komin aftur heim þá hellast yfir mig áhyggjurnar því nú styttist óðum í að ég fari til Frakklands og ég þarf víst að gera ýmislegt fyrir þann tíma. Á morgun er ég að fara með honum pabba gamla að skoða e-n bíl sem kemur til greina að kaupa og svo þarf ég að panta tíma til að tala við vin minn í sendiráðinu þannig að það verður nóg að gera næstu daga. Auk þess er planað að við Kvennóstelpurnar hittumst allar fimm og það er nú viðburður sem gerist ekki oft núorðið og ég hlakka SVAKALEGA til. Ofan á allt þetta er kanadíski vinur minn að koma til landsins og þá geri ég ráð fyrir að heimsókn í Bláa lónið sé á dagskrá næstu dagana.

Hafið það gott öll og ég er farin að sofa, góða nótt
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com