Bergrún
föstudagur, október 31, 2003
 
ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli sjálf ég á afmæli í dag
hæ allir nú er ég orðin formlega næstum því háöldruð! það er svakalegt að vera orðin 25, fann nýja hrukku og fyrsta gráa hárið!! neits auðvitað ekki það er svo heilsusamlegt lífernið hér í Frakklandi!
ég vaknaði í morgun við símhringingu frá Íslandi, Sara frænka að óska mér til hamingu og láta mig vita að ég get farið að hlakka til að fá pakka í bleikum pappír!! en hún mátti ekki segja hvað var í honum!! bara orðin stór stelpan og hætt að kjafta frá - en ég fékk nú samt að vita hvernig kort fylgir með!
Stuttu seinna hringdi svo gamla settið (má segja svoleiðis??) og þá ákvað ég að það væri bara kominn tími til að fara á fætur þetta slugs gengi nú ekki lengur. þar sem ég var búin að ákveða að læra lítið í dag ákvað ég að koma herberginu mínu í almennilegt stand sópa og svoleiðis því það hefur ekki farið mikið fyrir húsmóðurgeninu síðustu vikuna. eftir að hafa ruslað þessum þrifum af fór ég í skólann í smá tíma og þegar ég var rétt komin inn hringdi síminn aftur!! fleiri afmæliskveðjur frá Íslandi. ég nennti nu ekki að vera lengi í skólanum enda virtust allir vera að halda upp á daginn og þar var enginn!
ég fór bara í bíltúr og keypti lampa á borðið og fatahengi en þetta er samt ekki afmælisgjöfin frá mér til mín, þetta var bara dót sem mig vantaði. auðvitað villtist ég á leiðinni heim en það var bara gaman aðskoða ókunnar slóðir. svo fór ég að leita mér að afmælisgjöf en fann enga þannig að ég ætla bara að hafa opin augun næstu daga og kaupa mér e-ð fallegt!
á eftir er ég svo að fara að hitta krakkana og ég veit ekki hvað við gerum.
í heildina lítið viðburðarlítill en ánægjulegur afmælisdagur!
takk fyrir allar kveðjurnar
 
fimmtudagur, október 30, 2003
 
og enn aftur skrifa ég
ég ætlaði bara að láta vita að dagurinn í dag er sko minn dagur!! ég er búin að vinna báðar keppnirnar!! já það er nú svo þið sem hélduð með Regínu getið farið að syrgja!! ég ætla samt ekki að senda líkið hahahaha. ég var búin að fá margar hugdettur um hvernig ég gæti losnað við hana og var farin að hallast að því að best væri að fylla gatið hennar af kennaratyggjói. svo kom ég heim núna rétt áðan, sá hana, þreyf upp kínaskó og smass! litli heilinn hennar hefur ekki einu sinni fattað að hann var hættur að virka! best að hætta að skrifa um þessa sigurgleði mína ég held að hún sé fremur geðveikisleg :(
 
 
vá ég bara varð að skrifa aftur!!
ég er búin að vinna keppnina (ekki Regínu heldur fjölda heimsókna) ég hef greinilega ekki sett markið nógu hátt- verð að finna mér verðugri andstæðing!!
takk fyrir allir mínir dyggu lesendur (vá mér líður svona eins og the Post eða e-ð!!)
 
 
Hægðir (ef til vill ekki fyrir viðkvæmar sálir!! nei bara grín ekkert svakalegt)
Já þar sem ég er rétt að komast í tölu aldraðra þá má ég alveg fara að tala um hægðir er það ekki? allir sem eru gamlir tala um þær! ég ætla nú samt að byrja söguna á öðru. þannig er að ég er ekkert voðalega dugleg að hugsa um hvaða efni ég fæ úr hvaða mat og borða bara eiginlega aldrei kjöt og reyndar fátt annað en múslí og mjólkurvörur fyrir utan baguettið með sultunni (sem ég er reyndar að verða búin að fá leið á). til að koma í veg fyrir að ég komi heim væskill fór ég því út í apótek (og það er ekki erfitt að finna apótek í Frakklandi, þau eru á hverju horni einsog sjoppur á Íslandi) og keypi mér vítamín. þetta leit bara vel út og var glöð og kát og fór að líða miklu betur eftir fyrstu töfluna. svo liðu dagar og ég fór að hafa svona líka reglulega mjúkar og fínar hægðir!!! ég var nú ekkert að kvarta undan því og þetta háir mér ekkert bara gott að losa sig svona vel við umfram efnin!! svo einhverra hluta vegna tók ég upp miðann sem fylgid með vítamíninu mínu og fór að lesa (alltaf að æfa mig í frönskunni sko). ég skildi nú ekkert allt en eitt orð stakk mig svolítið: sorbitol! er það ekki hægðarlyf?? ég held það en hva ég er bara ánægð með vítamínið mitt samt, líklega þarf að setja hægðarlyf í vítamín Frakka því þeir borða svo mikið fransbrauð!!
já það er 5-0 fyrir Regínu og ég held að hún sé flutt - hún hefur áreiðanlega heila!! vona bara að hún flytji ekki í rúmið mitt, ég sem var alveg að sættast á að leyfa henni að fá yfirráð yfir horninu! ef hún kemur í rúmið mitt þá fer ég sko að sækja hamarinn!!
 
þriðjudagur, október 28, 2003
 
Hæ aftur
Ekki gat ég nú látið þennan leiðindapistil vera einu skrif dagsins - þig gætuð farið að halda að það væri ekki gaman í Frakklandi!! Og það væri nú mesti misskilningur. Já annars er það nú alveg satt að ég hef lítið gert síðustu daga. Ég ætlaði að fara í sund í dag því það er jú þriðjudagur og plandið var að fara í sund þriðjudaga miðvikudaga og föstudaga, ég fór samt ekki. þannig var að helv... greinin sem ég var að lesa (í annað skipti) tók bara frá mér allan tíma og á endanu var klukkan orðin svo mikið að ég var orðin glorhungruð og mundi ekki fyrr en núna rétt í þessu að ég átti eftir að fara í sund! bæti úr þessu á fimmtudaginn eða laugardaginn því ég verð að halda dampi!!
Já það er eitt núll fyrir köngulónni í keppninni okkar, ég er búin að nefna hana Regínu (vegna þess að þegar ég var að vinna í Skaftafelli þá bjó ég líka með könguló og hún hét Regína þannig að ég ætla bara að nefna þessa ættsystur gamla meðleigjandans sama nafni). Keppnin er þannig að ég reyni að drepa hana og ef það tekst þá vinn ég en ef hún sleppur þá fær hún stig. eiginlega er samt tvö núll fyrir henni því ég held að það verði að gefa henni tvö stig fyrir afrekið í dag! þannig var að ég sá hana þegar ég kom heim og hún var svo góð með sig að hún var búin að spinna nýjan vef - hefur aldeilis verið kokhraust (segir maður svoleiðis) í dag þegar ég var ekki heima, haldið bara að hún væri húsbóndinn!! Já ég sem sé kom heim og hélt ró minni, gekk með vörurnar inn í eldhús og undirbjó mig í leiðinni í huganum því ég var alveg ákveðiní að vinna keppnina. svo gekk ég ákveðnum skrefum að horninu hennar og færði skóna mína aðeins frá (og var mjög ánægð þegar ég sá að hún hafði ekki notað þá til að festa vefinn sinn!!) svo tók ég upp einn skóinn og ætlaði aldeilis að ná góðri sveiflu og drepa hana hratt og örugglega. ég var búin að gera svona frítt pláss svo ég næði örugglega góðri sveiflu og reiddi svo til höggs! það fór nú ekki betur en svo að mér tókst að bretta upp á nögl ( ekki spyrja hvernig ég skil það ekki sjálf) og við það dró aldeilis úr högginu, ég snerti vefinn (og eiðilagði svo hún hefur e-ð að gera á morgun) og hún slapp inn í vegginn þar sem hún á heima og er áreiðanlega að verpa eða hvað sem þær nú gera til að fjölga sér! þannig var það hún fékk sem sé aukastig fyrir að slasa mig í leiðinni!! bölvuð en ég ætla bara að taka hana á þolinmæðinni, nota bara herbragð köngulónna og sit um hana þar til hún fellur í gildruna mína.
þannig var nú dagurinn í dag. staðan eftir daginn 2-0 og heildarstaðan Regína 3 - Bergrún 0 (hún vann víst líka í gær!)
MINN TÍMI MUN KOMA
 
 
hae hae
ég hef nù svo sem ekkert ad segja ykkur nùna en nenni ekki ad lesa tessa leidinda grein sem ég à ad vera ad lesa. hvernig lyst ykkur annars à tessar flottu kommur minar sem snùa allar ofugt.
hmm held ad eg hafi tetta bara ekkert lengra tvi eins og eg sagdi ta hefur ekkert gerst hja mer i allan dag eda ju liklega get eg nu samt sagt ykkur eitt en tad er ad eg fer liklega ekkert i ferdalag i tessu frii minu kemst ekkert tar sem tad tekur mig 2 klst ad lesa 5 bls og tad bls a ensku! hef nu ekki mikid tilefni til ad verdlauna sjalfa mig fyrir slik afrek
bless i bili
 
mánudagur, október 27, 2003
 
Jæja þá er ég orðin 223 evrum fátækari
já það er nú bara ekkert ódýrara að láta gera við franskan bíl í Frakklandi!! þetta er bara svipað verð og mér var gefið upp á Íslandi. En.... þeir vildu bara skipta um fullt af dóti í viðbót, fannst hún Gréta greyið vera e-ð ryðguð!! veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það hvort ég hafi verið að kaupa köttinn í sekknum eða hvort Frökkum líki ekki eins vel við ryð og Íslendingum. ég afþakkaði nú bara að þeir myndu skipta um þetta ryðgaðadót þvi ég á ekkert pening fyrir því að borga aðrar 200 evrur fyrir það! kannski í febrúar!! sjáum til. já og svo er eitt svolítið merkilegt við hana Grétu mína því hún virðist leyna á sér. þannig er að það lekur alltaf úr einu dekkinu og það var bara orðið svo slæmt að ég þorði varla að keyra um á henni, ég bað auðvitað verkstæðismanninn að kíkja á þetta og laga ef hann gæti. maðurinn pumpaði í dekkið og skellti því á bólakaf í svona vatnsker en viti menn, það bara lekur ekki neitt!! merkilegt finnst mér. þannig að ég verð bara að vera dugleg að koma við á bensínstöðvum og mæla þrýstinginn og bæta í ef þörf er á!! já ég verð sko næstum orðin bifvélavirki þegar ég kem heim aftur!!
Já og svo var badminton dagur í dag ótrúlega gaman, ég er nú ekki alveg að standa mig eins og ég vonaðist til en hva það verður nú alltaf e-r að tapa er það ekki?? ég bara kenni frönskunni um eins og alltaf haha. nei annars held ég að ég sé ekkert svo slæm, það gekk allavegana mjög vel seinni helming tímans. en ég held að ég fari að fara í ullarfötum þangað því það er svo kalt í salnum, hann er auðvitað ekkert hitaður og þegar það er svona kalt þá bara verða hendurnar á manni eins og íspinnar út í loftið.
og annað sem kemur með kuldanum hér eða svo virðist vera - köngulær koma inn!! hmm ég veit ekki hvort ég vil nokkuð vera að hita herbergið mitt ef það hefur það í för með sér að það fyllist af köngulóm! en kannski ætti ég bara að bjóða þær velkomnar og fagna félagskapnum veit þó ekki alveg hvort ég er tilbúin til þess
hef þetta ekki lengra í þetta sinnið og hvet ykkur til að láta mig vita aðeins hvað þið eruð að gera, mér finnst þetta hálf ósanngjarnt það vita allir hvað ég er að gera en enginn segir mér af sér!!!
 
sunnudagur, október 26, 2003
 
Sunnudagurinn langi
já þetta er sko í alvörunni sunnudagurinn langi því það eru 25 klukkutímar í honum!! þannig var að í nótt klukkan 3 varð klukkan aftur 2!! skil nú ekki hvers vegna þetta gerist akkúrat á þessum tíma en ekki bara um miðnættið -jú kannski er erfiðara að fá allt í einu gærdaginn aftur!! veit ekki þarf að hugsa um þetta í næði!! Kannski er ég mjög fáfróð veit ekki en ég hafði ekki hugmynd um að það væri skipt um tíma hér (úr sumartíma í vetrartíma) á sama degi og fyrsti vetrardagur er heima! og kannski er þetta ekkert alltaf svona kannski hitti bara svona á núna veit ekki þarf að hugsa um þetta líka! ef e-r getur hjálpað mér og sagt mér svarið þá er það vel þegið því ég nenni ekki að hugsa svona mikið ein og sjálf og hjálparlaust. ég þarf nefninlega að nota heilann svo mikið í allt annað þessa dagana. ég þarf að hugsa hvað ég á að fá mér að borða og hvenær, hvort ég þurfi að fara í búðina og hvort ég eigi hrein föt til að fara í, hvenær ég eigi að vaska upp og hvort hugsanlega sé kominn tími til að fara að skúra og þrífa klósettið!! það er endalaust sem þarf að hugsa um núna þegar ég er ekki lengur á hótel systu!! já ég er aldeilis búin að gera mér grein fyrir því hvað hún var dugleg og er!! Takk fyrir mig systa!!
ég gerði nú lítið í gær fór ekki framúr fyrr en um hádegið því ég var svo niðursokkin í Tinna í Tíbet!! já ég er farin að lesa teiknimyndasögur á frönsku! það gengur bara svona líka vel ég skil sko alveg frönsku! eftir þessa lesningu fór ég á eitt frábært kaffihús sem er fullt af bókum eins og bókasafn bara og þar sat ég og skrifaði uppdrátt að öðrum kafla ferðasögunnar (á pappír ekki í tölvuna) og las svo um isótópa mjög merkileg lesning- já hafið þið ekki öll gaman af því að vita hvað ég er að gera í skólanum ha? svo ætlaði ég nú að koma mér heim en labbaði fram hjá bíóhúsinu á akkúrat réttum tíma þannig að ég bara datt inn og horfði á myndina Mystic river sem clint eastwood leikstýrði og fullt af leikurum léku í. hún var bara fín fannst mér svona morð og löggumynd kannski ekki skemmtilegasta efnið en hva mér finnst svona löggumyndir skemmtilegar. og svo var ég bara heima um kvöldið því það eru allir farnir úr bænum, farnir heim til sín eða til vina sinna eða bara e-ð. ég held að við séum þrjár hér og við erum allar útlendingar!!
í dag er ég svo búin að vera ótrúlega dugleg og gera heilan helling (enda ekki annað hægt þegar dagurinn er svona langur) ég er búin að læra og elda mér mat og fara í göngutúr og skrifa hér! ætla svo bara að halda áfram að læra því ég ætla að fara í heimsókn til kennaranna í vikunni og skjóta á þá fullt af spurningum og best að vera búin að undirbúa það vel og vandlega!!
Hvernig er það verð ég nú einum klukkutíma eldri en þið sem eruð heima og misstuð af þessum langa degi? já ég verð líklega einum klukkutíma eldri en þið þegar ég kem heim um jólin en svo yngist ég aftur þegar sumartíminn kemur aftur og þá verðum við aftur jöfn þegar ég kem heim í sumar!!!
 
föstudagur, október 24, 2003
 
Jæja föstudagur og það merkis föstudagur. það er komið vetrarfrí í skólanum og þar sem þetta var síðasti dagurinn þá ákvað veðrið að sýna að það er að koma vetur! Hér er orðið ótrúlega kalt eða allavegana þannig að maður þarf að fara að hugsa um að klæða sig í meira en eina peysu á morgnanna. ég fór til dæmis út á peysunni einni í morgun og aftur eftir hádegið og það var allt í lagi því ég er hálfa mínutu í skólann en svo eftir skóla fór ég í göngutúr og villtist og vá mér var svo kalt að ég gat ekki hreyft puttana. og ég held að ég sé ekki enn búin að ná mér!!
Já í gær var svona samkoma hjá jarðfræðingum í Clermont og það heppnaðist bara ágætlega. þegar allir voru búnir að sýna sig og sjá aðra þá buðum við "meistaraefnin" í party inn til okkar því við eigum sérstakt herbergi í husinu. þar var svo setið með rauðvín, romm og gítar til miðnættis. heppnaðist bara vel.
já ég ætla að reyna að vera dugleg að klára allt sem ég þarf að klára nuna um helgina og í byrjun næstu viku og fara með Grétu grænu í viðgerð. ef þetta tekst allt og e-r peningur verður eftir þá hugsa ég að ég fari í smá ferðalag seinni part vikunnar!
 
fimmtudagur, október 23, 2003
 
ég er sko eins og ikea farin að hugsa um jólin í endan október!!
þannig er að ég fór að athuga hvað það kostaði mig að kíkja heim um jólin og viti menn eins gott að vera tímalega í þessum athugunum því það er bara allt að verða upppantað. allavegana með iceland express!! og ekki skrítið ég ætlaði upphaflega frekar að fara með flugleiðum því mig langaði að eyða nokkrum dögum í parís áður en ég færi heim, kaupa jólagjafir og svona snatt en nei flugleiðir eru sko ekki með jólaskapið í lagi!! það hefði kostað mig heilar 49996 að fara heim með þeim!!!! já hvað finnst ykkur um það? ég bara slökkti pent á síðu flugleiða og fór að skoða aðrar leiðir og dreif mig bara í að panta. ég fer með flugi héðan frá Clermont til London 15 des og svo áfram heim um kvöldið. 9 janúar ætla ég svo að halda aftur af stað til útlanda en þann daginn passa flugin ekki nógu vel saman þannig að ég verð að gista í london og flýg svo london clermont daginn eftir. þetta heljarinnar ferðalag kostar mig litlar 22400 kr.!!! já hvort er svo sniðugra að styrkja einokunina eða litla félagið?? og mér er bara alveg sama um hvað öllum finnst um það hvað flugleiðir hafi gert mikið og hvað það er mikið falið á bak við verðið sem þeir gefa upp, tryggingar og hvað þeir gera fyrir mig ef e-ð kemur fyrir. ég skal bara sjá eftir því seinna að hafa ekki skipt við félagið helga ef e-ð kemur fyrir. skil heldur ekkert í mér að hafa haldið að flugleiðir myndu breytast e-ð þeir eru alltaf eins. best að halda bara áfram að reyna að komast hjá því að eiga við þá viðskipti hníhníhní já og hvers eiga svo stórar fjölskyldur að gjalda sem óvart vilja búa erlendis, þeim dettur ekki einu sinni til hugar að hafa fjölskyldu afslátt!!
já svona er nú dagurinn í dag, ég get sko verið ánægð með að hafa snúið á flugleiðir, þetta er samt ekki eins sætur sigur og þegar ég keypti ódýra miðann með Norrænu í sumar!! það verður líklega langt þangað til ég verð eins ánægð með mig og þá
jæja ég verð að fara að koma mér í tíma, vitiði hvað ég keypti mér bara svona hárband sem ég set yfir eyrun til að halda heilanum inni og nú líður mér miklu betur í tímum!!!!! hahaha drottning aulabrandaranna kveður að sinni
 
miðvikudagur, október 22, 2003
 
hmmm hugs hugs og spekúl
ákveðnir aðilar voru að reyna að smita mig af flensu í gegnum símann um helgina en við komumst að þeirri niðursöðu að það væru litlar lýkur á að það myndi heppnast því við vorum bæði í þráðlausum síma. í dag er ég farin að efast. það er allavegana farið að leka úr nefinu á mér og ég þakka bara fyrir að símarnir voru þráðlausir því annars væri ég líklega lögst í heljarinnar flensu!! ég held nú samt að ég verið að reyna að kenna e-u öðru um eða hvað haldið þið líffræðingar sem lesið þetta??
annars er mjög tíðindalítið héðan frá Clermont nema að einn kennarinn var veikur á mánudaginn og setti það alla vikuna úr skorðum (kannski hann þekki líka e-a á Íslandi sem smituðu hann í gegnum þráðlausan síma??). það var sem sé enginn skóli á mánudag og þriðjudag sem þýðir brjálað að gera núna miðvikudag, fimmtudag og föstudag!!! ég er bara svei mér þá að springa úr forvitni því það virðist vera svo merkilegt sem kennararnir segja og þeir tala svo mikið og hratt að ég bara trúi ekki að það geti verið leiðinlegt sem þeir eru að segja!! en.... það vantar textann á þá, er ekki hægt að panta svoleiðis, ég er jafnvel að hugsa um að prófa að mæta með svona videokameru í tíma og horfa svo þegar ég kem heim og athuga hvort það er ekki texti á myndinni! haldiði að þetta ráð mitt virki ekki bara vel? það er nú ekki fyrir venjulega íslendinga að sitja undir frönskum fyrirlestrum í sex klukkutíma á dag. mér líður eiginlega svona eins og þegar ég fer að hugsa um hvar heimurinn endar og hvað sé þá eiginlega þar fyrir utan úff hjálp, það er eins og heilinn vilji troða sér út um eyrun og ég verð bara að loka augunum og halda fyrir eyrun í smá tíma. það er nú samt ekkert voðalega vinsælt af kennurunum þegar ég tek upp á því hahaha nei ég er að grínast ég hem mig og geri það bara þegar ég kem heim uppgefin á kvöldin!!
já það hlýtur að vera gaman að lesa þennan uppörfandi pistil. annars er ég farin að hlakka til á morgun því eftir skóla þá er svona tja hvað skal segja kannski einskonar lítil árshátið jarðfræðinganna í skólanum. þá koma allir saman af öllum jarðfræðiárunum og kennararnir líka og skemmta sér saman, það verður vonandi bara fjör
hef þetta ekki lengra núna verð að fara að halda fyrir eyrun úti í horni svo heilinn leiki ekki út!!!
 
þriðjudagur, október 21, 2003
 
úps
ég er líklega alveg búin að bregðast ykkur í dag, bara engin færsla fyrr en núna seint um kvöld! vonandi fyrirgefið þið mér samt og haldið áfram að kíkja á síðuna mína!! þannig er sko að ég er farin í svona teljara keppni og ég er búin að velja mér andstæðing! nú er markmiðið að komast fram úr andstæðingnum fyrir miðjan nóv. á maður ekki að gera keppni úr öllu?? annars held ég að ég svindli svolítið því ég er svo rosalega sjálfselsk að ég er alltaf að kíkja á síðuna mína sjálf!! og það fyndna er að mér finnst allir brandararnir ótrúlega skondnir, og ég trúi sko ekkert á málsháttinn heimskur hlær að sjálfs síns fyndni. ég held að það sé bara gott að geta haft ofan af fyrir sjálfum sér með því að skrifa nokkrar línur og geta svo hlegið að þeim seinna þegar maður er ekki alveg jafn vel stemdur!!!! bla bla og bull, ég er sko búin að sitja við tölvuna í 12 klst og reyna að skrifa skýrslu um alpan og þvílikur skádskapur, ég er að koma fram með nýjar kenningar hérna alveg hægri vinsti, verið bara viðbúin því að flekakenningin verði felld, aldrei að vita nema ég finni sannanir fyrir því í skrifum dagsins í dag!
nú held ég að ég komi mér í svefninn og vona að þið standið ykkur eins vel og ég að aðstoða mig í teljarakeppninni, ps. ólafia er ekki andstæðingurinn ég á sko ekkert í hana!!
 
mánudagur, október 20, 2003
 
Nú er ég sko aldeilis í Frakklandi
ég var að komast að því fyrir víst að ég væri í réttu landi núna rétt áðan. ég þurfti að kaupa mér eitt umslag og frímerki til að senda eitt lítið bréf til parísar og ákvað því að koma aðeins við í blaðabúðinni á horninu sem er alltaf opin en... nei ekki á milli 14 og 17 í dag því þá er blaðasölumaðurinn í verkfalli!!!! já ég er sko aldeilis stödd í Frakklandi. Skil ekkert í honum að hafa ekki farið í verkfall í allan dag í stað þess að fara í 3 klst verkfall. Gaman að mæta kl.17 og vinna til 19.30 eftir verkfall, hefur þetta e-ð upp á sig ég spyr? ég gæti samt allveg trúað að hann hafi bara ruglast, ætlað að skrifa lokað er hjá lækninum eða lokað vegna ja bara e-s annars en nei hann var í verkfalli. gott hjá honum
 
laugardagur, október 18, 2003
 
Nú er smá tilraunastarfsemi í gangi ég ætla að athuga hvort ég get sett LÖNGU ferðasöguna mína hérna inn! þetta er nú bara sagan frá íslandi því mér lá svo mikið á hjarta þegar ég skrifaði hana að ég komst ekkert áfram og svo hef ég ekki gefið mér tíma til að klára hana enda gerðist svo sem ekki mikið. ´
´
Hér kemur sagan:
Ferðasagan
Ég lagði af stað í langferð þann 2. september 2003. Þegar ég var búin að yfirfara allan farangurinn í huganum lokaði ég hurðinni að Reynimelnum og hugsaði með mér að nú væri ég lögð af stað, nú ekki yrði aftur snúið, Frakkland var því sem næst orðið að veruleika. Nú gat ég farið að slaka aðeins á því það var komið að því sem ég hafði kviðið undanfarið. Þrátt fyrir það vildi efinn aftast í huganum ekki alveg hverfa en þar sem ég kannaðist við tilfinninguna var ég ekkert að láta hana á mig fá. Það þýðir lítið að velta sér upp úr efa hugsaði ég með mér og fór að hugsa um eitthvað annað.
Ég settist upp í litla græna bílinn minn, leit yfir farangurinn og keyrði glöð og kát af stað. Eftir nokkara keyrslu kom ég til ömmu á Hellu og kvaddi hana og við fórum að leiði afa í Oddakirkjugarði en þennan dag var akkúrat ár frá því hann dó. Eftir þetta litla stopp hélt ég áfram keyrslunni og virti fyrir mér íslenska landslagið eins og ég vissi að ég væri að verða blind og myndi aldrei sjá það aftur. Á endanum komst ég á Klaustur, búin að keyra tæpa 300 km eða tæplega 10% af heildarvegalengdinni. Mamma og pabbi tóku vel á móti mér og pabbi fór strax að reyna að koma farangrinum betur fyrir í bílnum og ég varð óhemju örg yfir því en líklegast bara vegna þess að honum tókst að gera betur en mér hafði tekist! Nú var bara eins gott að ég þyrfti ekki að skipta um dekk því varadekkið var undir öllum herlegheitunum. Pabbi fór einnig yfir bílinn og fékk fyrir mig “tíma” hjá Gunnari á verkstæðinu til að gera dekkin klár fyrir hraðbrautirnar því Olgeir var búinn að segja mér að það væri betra að hafa ekki of lítið loft í dekkjunum því þá hitna þau svo þegar hratt er keyrt!! Já þetta á víst ekki bara við í Formúlunni, dekkin hitna víst líka hjá almennum borgurum.
Upphaflega hafði ég hugsað mér að vera á Klaustri í rólegheitunum allan miðvikudaginn og keyra á Seyðisfjörð aðfaranótt 4. sept. Ég ætlaði bara að mæta beint í röðina í Norrænu en þar sem það var spáð vondu veðri og pabbi vildi endilega að ég færi strax af stað (hvernig sem maður á nú að túlka það!!) auk þess sem ég hafði lítið að gera annað en bíða eftir að mamma og pabbi kæmu heim úr vinnunni ákvað ég að fara bara af stað á Egilsstaði um hádegið. Þegar ég var búin að koma mér vel fyrir í bílnum og hafði að koma geislaspilaranum í gang var ég bara nokkuð sátt en það að loka hurðinni á Klaustri hafði sömu áhrif og þegar hurðin á Reynimelnum lokaðist, efinn braust fram. Enn á ný ákvað ég að vera ekkert að hugsa um það hvort ég væri að gera rétt með því að ana þetta út í heim og keyrði syngjandi af stað.
Ég brunaði framhjá Dverghömrum, Orrustuhól, Lómagnúpi, Skaftafelli, Vatnajökli, missti af afleggjaranum að Djúpavogi og endaði því sem næst inni á Höfn áður en ég áttaði mig! Já ímyndið ykkur, Bergrún ein á ferð hefur að villast á Íslandi hvernig gat mér dottið til hugar að fara til Evrópu og ætla mér að rata þar!!! Ég fann þó fljótlega rétta afleggjarann og hugsað með mér að kannski væri ekki svo vitlaust að lesa aðeins á vegvísana og skrifaði það bakvið eyrað að þegar ég kæmi á meginlandið væri það góður siður.
Ég brunaði svo upp Almannaskarð og þegar það var farið að styttast í Djúpavog var ég farin að ókyrrast því ég þurfti á klósettið og var svöng. Allt í einu heyrðist svakalegt hljóð eins og heil fjallshlíð væri að hrynja nema hvað hljóðið kom úr litlu grænu elskunni minni. Ég snarhemlaði og stoppaði bílinn úti í kannti, setti hassardljósin á og þorði svo ekki að gera neitt annað í smá tíma. Þetta var svona augnablik eins og þegar maður sker sig eða meiðir sig, það er betra að sjá ekki hvað er að þá getur maður afneitað því í smá tíma í viðbót. Á endanum steig ég nú samt út úr bílnum og sá að hljóðkúturinn var bara dottinn undan bílnum. Hmm nú voru góð ráð dýr! Heilinn fór af stað og ég mundi eftir því þegar ég var með Rannveigu og Óla uppi á e-m fjallvegi á Vestfjörðunum í fyrra sumar að það er ekkert mál að binda hljóðkútinn upp og keyra svo bara áfram. Ég ætlaði nú ekki að vera e-r gungustelpa sem gat ekki bjargað sér og fór að pota í draslið en með því kom ég upp um heimsku mína því kúturinn var sjóðandi heitur og ég kipptist til og ákvað að leifa honum aðeins að kólna áður en ég myndi hella mér í viðgerðina. Ég settist upp í bílinn og komst þar að því að ég var ekki með nokkurn skapaðan hlut í öllum farangrinum mínum sem ég gæti (eða vildi) notað til að binda draslið upp. Á þessari stundu braust efinn fram eina ferðina enn og nú af mun meira afli en áður. Ég hef aldrei áður þurft að glíma við hann svona lengi. Áður hef ég vaknað með efa í huganum, komið mér og öllu mínu hafurtaski(?) út á flugvöll, kvatt liðið, gengið gegnum hliðið og verið þar með búin að loka öllum undankomuleiðum. Núna gat ég snúið við hvar sem var, ég þurfti ekkert endilega að halda ferðinni áfram, ég gat farið til mömmu og pabba og verið hjá þeim í nokkra daga og farið svo aftur til Reykjavíkur og athugað hvort ég gæti ekki bara fengið vinnu á RALA aðeins lengur og það var ekki slæm tilhugsun því sumarið var frábært!
Sem betur fer gat ég ekki hugsað svona lengi því allt í einu birtist RISA stór vörubíll og þegar hann sá litla græna bílinn stopp úti í kannti stoppaði hann. Þetta var svona augnablik eins og klippt út úr Raupu seríunni: út steig stæltur vörubílsstjóri í gallabuxum og skyrtu karlmennskan uppmáluð, hún kikknaði í hnjánum og hjartað barðist hraðar í brjósti hennar, hann vann hratt og örugglega og vissi nákvæmlega hvað hann átti að gera, hún var eilíflega þakklát and they lived happelly ever after!!! Nei ekki var það nú alveg svo gott. Það var nú samt þannig að út steig vörubílsstjóri sem var í gallabuxum og skyrtu og hann gekk strax að e-u hólfi á bílnum sínum og sótti hanska (vissi líklega að hljóðkútar hitna við akstur eins og dekkin í formúlunni) og snæri (kannski hann hafi líka farið í bíltúr á Vestfirskum fjallavegi?). Mér leið eins og ljósku og allgjörum aumingja, var í pilsi meira að segja. Stelpa ein á ferð sem kann ekkert í sinn haus um bíla og í pilsi að auki, hefði ekki getað litið út fyrir að vera bjargarlausari ojjjjjjjjjjj. Vörubílsstjórinn komst að því að blessaður hljóðkúturinn var svo illa brotinn frá að það var ekki einu sinni hægt að binda hann upp þannig að hann bara sleit hann af og ætlaði að henda honum út í kannt. Ég var nú ekki alveg á því að henda þessum fína kút, ég var nú einu sinni búin að borga fyrir hann þar sem hann var eitt sinn hluti af mínum fyrsta bíl! Kúturinn fór því til Egilsstaða í afturglugganum á bílnum. Ég þakkaði vörubílstjóranum pent fyrir og keyrði af stað og nennti sko ekki að fara á Djúpavog að pissa og fá mér að borða, nú lá mér á að komast á leiðarenda svo ég gæti hugsað minn gang og fundið út hvort e-r gæti gert við bílinn eða hvort ég þyrfti að keyra yfir hálfa Evrópu án hljóðkúts. Ég fór yfir Öxi og leið bara eins og alvöru rallíkappa, fullt af rosa beygjum og sveigjum og svona flott hljóð í bílnum að auki, það eru nú ekki allir svona heppnir ha!!
Þegar ég komst loksins á Egilsstaði fann ég hvað verkstæðið er sem gerir við pústkerfi en það var auðvitað lokað þannig að ég bara keyrði á gististaðinn og kom mér fyrir þar og horfði á sjónvarðið í síðasta sinn í langan tíma. Morguninn eftir vaknaði ég fyrir allar aldir svo ég yrði nú örugglega númer eitt í röðinni á verkstæðinu því ég gerði auðvitað ráð fyrir því að eins væri komið fyrir öllum sem væru að fara með Norrænu en það var svo bara misskilningur, ég var sú eina sem þurfti að láta sjóða pústkerfið saman! Seinna frétti ég svo að ég hefði vakið fólk á gistiheimilinu þegar ég fór hahaha. Eftir heimsóknina á verkstæðið fór ég að versla svo ég hefði nú örugglega nógu mikið að borða um borð í ferjunni og svo þurfti ég að kaupa íslenskt gotterí handa Sif og Sigga og Vikingi en ég fékk gistingu hjá þeim í Danmörku. Allt þetta gerði ég og hugsað “þetta er það síðasta sem ég kaupi á Íslandi í langan tíma, þetta er það síðasta sem ég borða í langan tíma …….”. Svo var bara ekkert eftir nema að keyra á Seyðisfjörð og á leiðinni þangað voru nokkrar undankomuleiðir sem ég hugsaði um að taka en ég endaði í röðinni endalausu.

og svo nennti ég ekki meiru skrifa kannski meiri ferðasögu við tækifæri
já og til hamingju þeir sem nenntu að lesa alla þessa langloku!!!
 
föstudagur, október 17, 2003
 
Jaeja gott folk nu er eg buin ad vera i skolanum i allan dag og nenni ekki ad laera meira og ta er nu gott ad hreins hugann vid tolvuna! tetta er nu buin ad vera meiri vikan ekkert nema hatrysti tilraunir og uppbraedsla ymissa efna!! ja eg var ad lesa yfir glosurnar og tad voknudu bara tusundir spurninga vid tad en tydir tad ekki ad eg er ad laera allveg heilann helling? er tad ekki alltaf svoleidis, tegar madur laerir meira vakna fleiri spurningar?! eg vona tad allavegana.
tad er ekkert planad um helgina nema ta ad reyna ad skrifa skyrslu um alpaferdina, aldrei ma nu hafa neitt skemmtilegt ut i gegn! eins og tad var nu gaman i ferdinni ta verdur liklega jafn leidinlegt ad skrifa skyrslu um tetta, hver hefur svo sem ahuga a leidinda metamorphosed bergi og fellingum? ekki eg tad veit eg vel.
ja nu er komid ad tvi ad eg geri nokkud sem eg hef aldrei turft ad gera, hvorki a islandi ne i frakklandi, eg tarf ad fara med blessadan bilinn i vidgerd!! aetli helmingurinn af syrknum minum fyrir novembermanud fari ekki i bilavidgerdir hnuss
tannig er ad a leidinni i norraenu ta datt hljodkuturinn undan (held nu ad eg hafi verid buin ad segja flestum fra tvi en fyrir ta sem ekki vita ta aetla eg ad setja soguna her inn sem fyrst, a hana skrifada i tolvunni heima!!) og eg let bara sjoda hann undir aftur adur en eg for i norraenu. svo brunadi eg i gegnum evropu og allt var i lagi en nuna held eg ad hann se farinn ad blasa inn! og eg vil ekki deyja undir styri!!! tannig ad eg held ad eg fari bara i heimsokn a verkstaedid i naestu eda tarnaestu viku (ta er fri i skolanum t.e. i tarnaestu viku!!).
eg sagdi fra tessu her og ta var sagt vid mig ad tad vaeri gott ad vita af tessu, folk faeri ta ekki ad hafa ahuggjur af tvi ad eg hefdi stytt mer aldur vegna skolaleida eda tunglyndis ef eg fyndist dain undir styri!!
ja tad er aldeilis gott folk her i kringum mig haha
annars er eg ordin svo von eiturefnum ad sma CO bitur varla a mig!!!!!
kv.Bergr'un
 
fimmtudagur, október 16, 2003
 
Já vá sjáið þið það eru komnir íslenskir stafir!!!
snillingurinn sem Bergrún sem borðar brennistein er búin að koma internetinu og vírusvörn í gang hér í litlu íbúðinni sinni í Frakklandi!! Til hamingju segi ég bara við sjálfa mig þar sem enginn er hér til að klappa mér á bakið!! nú ætla ég bara að fara að reyna að læra að sækja myndir og tónlist á netið til að notfæra mér þennan lúxus
En vá hvað á það að þýða að skrifa þrisvar sinnum sama daginn!! ég er sko farin og hætt og þið fáið ekki meira í dag
 
 
ae nu mundi eg allt i einu eftir einu sem eg gleymdi ad segja ykkur fra. tad kom nu ekkert fyrir mig en rett hja tar sem eg a heima er horugata!!! eg sa taer rett eftir ad eg kom hingad fyrst en gleymdi teim svo og svo tegar eg for um helgina i sidbuinn biltur (tegar vid keyrdum a diskoid!!) ta voru taer bara um allt blessadar mellurnar! skondid ad skrifa tetta.
ja annad var tad svo sem ekki sem eg vildi segja i tetta sinnid
 
 
hae
eg er bara half feimin eftir daginn i gaer, eg held ad tad komi bara ekki betri saga inn a tessa sidu! tad eru allir ad spyrja mig hvort tad se i lagi med mig og hvort eg hafi nokkud ordid veik... eg natturulega takka fyrir ad hafa buid innan um fullt af bakterium og gerlum og odrum eiturefnum og var tvi onaem fyrir sma brennisteini, tratt fyrir ad hann hafi verid hreinn!! eg verd nu samt ad vidurkenna ad mer var adeins illt i tungunni i gaer hvort sem tad var imyndunarveiki eda ekki!!
annars hefur litid gerst sidan sidast eg for i mat til hildar og strakanna i gaer, baud mer sjalf og maetti med tvottinn minn med mer!! skemmtilegur gestur tad
ja og svo er eg bara buin ad laera i allan dag enda ekki vantorf a
kv Bergrun (sem er ekki alveg eins mikil ljoska i dag og hun var i gaer!)
ps verid bara fegin ad tekkja e-n sem skemmtir ykkur svona mikid
ja og svo ad lokum eitt i vidbot, eg fekk bref i postinum i dag, verd ad fara a posthusid ad saekja tad, takk fyrir hver sem tad var sem sendi tad!!!
 
miðvikudagur, október 15, 2003
 
Va nu verd eg ad segja ykkur fra
ja vitidi hvad nu er eg buin ad gera mesta ljoskuverk aldarinnar!!!
jardfraedingurinn sjalfur usss erud tid tilbuin til ad hlaegja...
eg er natturulega sykursjuk eins og tid vitid oll og um daginn var her inni is herberginu okkar poki med sukkuladi sem eg gekk bara i eins og eg vildi. svo var allt i einu maettur poki a bordid med fullt af gulu doti sem eg helt ad vaeri banana gotteri. eg fekk mer ekki strax en svo gat eg ekki hamid mig lengur tannig ad eg for i pokann og sotti mer sma bita og pierre einn strakurinn sagdi ad tetta vaeri banana dot og svo nei tetta er souffle eda e-d svoleidis. eg var bara anaegd og stakk tessu upp i mig en ta hropudu allir i stofunni nei tetta er .... og ordid sem eg skildi ekki og bentu mer ad fara ad vaskinu. eg vissi ekkert hvad eg hafdi gert en skyrpti dotinu ut ur mer i vaskinn. ja tetta var ta brennisteinn fra italiu!!!! eg held ad eg hafi gert ut um rett minn til ad kalla mig jardfraeding

ja svona var nu dagurinn i dag
kv. bergrun ljoska
 
þriðjudagur, október 14, 2003
 
jaeja ta eru komin upp taeknileg vandraedi
ja og ekki veit eg hvad skal gera frekar en vanalega. Olafia eg bid um hjalp, hvers vegna er viltu segja e-d dalkurinn farinn, hvert er hann farinn og hvernig ma endurheimta hann!!! Hjalp

ad odruleiti er allt fint ad fretta, litid sem ekkert hefur gerst sidan i gaer nema eg fekk godar hardsperrur eftir badmintonid (ekki med g-i i tetta sinnid!!) sem eg held ad eigi bara eftir ad versna naestu dagana. ju eg labbadi a tetta international kvold og tar var hljomsveit og eldjunglarar ef tad ord er til og bara mikid fjor. eg var nu ekki tarna lengi en tad var fint ad fara adeins ut fyrir hussins dyr.

i morgun eda rettara sagt i hadeginu fann eg sundlaugina og keypti mer tiu tima kort tannig ad nu er a dagskranni ad fara 3 sinnum i viku i sund og synda 1 km i hvert sinn! rosa dagskra ha

eg er ad berjast vid ad skilja tessar innlyksur i olivini og hvad taer geta sagt mer um kvikuna sem taer eru aettadar ur og e-d fleira svoleidis semeg get ekki utskyrt tvi eg skil ekki neitt. ef e-r getur hjalpad mer ta er eg opin fyrir ollum tillogum!

hef tetta ekki lengra i bili, enda hefur ekkert gerst sem vert er ad segja fra i dag
kv. fra France
 
mánudagur, október 13, 2003
 
Helgin
Ja helgin vard nu bara tokkaleg tratt fyrir ad eg hefdi ekkert skipulagt. tad var bara skoli til hadegis en eg turfti ad vera heima a milli klukkan 13 og 15 tvi ta atti e-r vidgerdarmadur stefnumot vid mig!!! tannig er ad tegar eg kom heim ur feltferdinni storu og longu og skemmtilegur og erfidu ta var frekar kalt her i clermont tannig ad eg setti hitann inni i ibudinni upp i 20 gradur. daginn eftir stod eg i polli undir gashitaranum! eg taladi vid landlordinn minn og hun hringdi i gaskarlinn og hann hringdi svo i mig og eg var i midjum tima tegar siminn hringdi, allir tognudu og eg sat og rodnadi usususus svona gaskarlar! ja eg hringdi svo til baka og tar skildi enginn hvad var ad hja mer enda kunni eg ekki ad segja pollur a fronsku og enginn skildi tegar eg var ad reyna ad utskyra simleidis ad tad vaeri litil tjorn i eldhusinu hja mer, oh tessir frakkar teir eru svo smamunasamir!! allavegana ta kom karlinn a fostudaginn eftir hadegid og sneri einu litlum krana og allt var i lagi. eftir tad for eg i skolann ad laera tvi tad er vist nog haegt ad gera og allir eru otrulega duglegir ad laera her, nema eg og eg er ekki ad grinast. tau sitja timunum saman og gera e-d og eg fae bara samviskubit. jaeja eg er ad reyna ad segja fra helginni. eftir sma laerdom for eg og skradi mig i badmingtonid og for svo med krokkunum a pobbarollt en var ekki nema til midnaettis tvi eg var buin ad akveda ad fara med kathy stelpu fra peru ad versla kl. 10 a laugardagsmorgninum. vid forum og va hvad tad var gaman, aldrei er svona gaman i hagkaup, vid vorum i tvo tima ad kaupa i matinn!! svo for eg heim og e-d hlyt eg ad hafa fundid mer ad gera tvi ekki laerdi eg. um kvoldid var eg svo onnum kafin vid ad leggja kapal i tolvunni tegar eg heyri bankad a hurdina. eg fattadi tad nu ekki strax ad tetta hljod vaeri bank en tegar eg heyrdi hropad bergrun fyrir utan gluggan stokk eg a faetur og ta var bara verid ad saekja mig i voffluveislu! tar var eg um kvoldid og vid forum svo a diskotek ofsa fjor tetta var svona einskonar bennies (fyrir ta sem til tekkja) med fullt af fonskum slogurum og odru sliku. gaman og enn betra ef madur kann login!!! ja eg for heim um trju tad kvoldid. a sunnudeginum forum vid svo fjogur ur bekknum i gongutur upp a eitt eldfjallid her i grendinni en tad nefnist Puy de Sancy kannski ekki de eg veit tad ekki en eg veit hvad tad er hatt!! 1886m takk fyrir og haedsti tindur Massif Central. geri adrir betur. eg held ad eftir arid ta eigi eg ekki eftir ad kunna neitt i eldfjallafraedi en eg a eftir ad vita hvad nokkur fjoll eru ha. enda er tad miklu hagkvaemara svona upplysingar sem madur getur notad ser i hag tegar e-r spyr mann heimskulegra spurninga eins og hvad tre vaxa marga metra a ari! (Hm tegar eg les tetta ta veit eg nu varla hvort er betra ad vita til ad svara heimskulegum spurningum, eiginlega er enn heimskulegara ad vita hvad tre vaxa mikid ad medaltali, eg fletti tvi upp einhvern daginn) nu skilur enginn hvad eg er ad bladra nema kannski rala folk!
ja svo treif eg ibudina mina skuradi og skrubbadi enda verdur madur ad vera trifalegur tegar klosettid er inni i eldhusi!! og svo hafdi eg hugsad mer ad lesa svolitid fyrir fyrirlestur sem eg tarf ad flytja eftir 2 vikur en vitidi hvad eg for ad leggja kapal i tolvunni, hvers vegna aetli tetta heiti solitair????
i morgun aetladi eg svo ad vera oskop snjoll og maeta kl 8.15 a prefectur til ad fa framlengt dvalarleyfid mitt og losna vid klukkutima bidrod eins og er alltaf en hvad haldid tid helmingur allra utlendinga i clermont hugsa eins og eg og bidrodin var bara mun lengri en vanalega. svo eru frakkar vist litid fyrir ad virda opunartima tvi tau opnudu ekki fyrr en ad verda half niu uff hvad eg var pirrud. svo kom loksins ad mer og karlinn sagdi bara vid mig nei tu hefur ekki skilid rett tad sem vid sogdum vid tig bla bla bla og tetta var mesta filuferd. eg var brjalud. tratt fyrir ad hann se franskur og skilji malid ta tydir tad ekki ad hann se e-d betri en eg eda e-r annar utlendingur, svona folk kemur slaemu ordi a fronsku tjodina punktur. sem betur fer tekki eg bankakonuna mina en hun er svo indael og vill allt fyrir mig gera, min fjarmal eru bara hja henni og eg tarf engar ahyggjur ad hafa (fyrr en allt i einu ad allir peningarnir minir verda horfnir ta veit eg ad hun er lik hinum karlinum haha). s
tegar eg var buin ad aesa mig i prefectur ta aetladi eg ad skra mig a fronsku namskeid tvi tad er mjog mikilvaegt ad eg geri e-d i minum malum a tvi svidinu. tegar a stadinn kom var mer saagt ad eg gaeti komid aftur i februar ja takk februar. eiginlega er tad of seint en eg nennti ekki ad aesa mig yfir tvi tvi mer var rett runnin reidin eftir barattuna i radhusinu. eg fekk bara onnur heimilisfong og aetla ad finna mer e-r namskeid. svo var bara skolinn eftir hadegid og va hvad eg skildi ekki boffs hvad madurinn var ad segja. eg nadi tvi to ad hann talaadi um innlyksur i olivini og eg tyrfti ad fa ritgerdina hans palla til yfirlestrar til ad skilja tetta sem madurinn var ad fjasa um!
svo kom ad hapunkti dagsins, tad sem gerdi allt tad slaema sem kom fyrir ad engu, BADMINGTON. loksins hef eg fundid sjalfa mig tetta er otrulega skemmtilegt en va hvad eg er treytt i rassinum og bara loppunum og alls stadaar. tad voru bara fjorar adrar stelpur og svo kennarinn og tetta var bara allveg hreint aedislegt. eg aetla sko ad halda afram og mer leid ekkert sma vel tarna tvi loksins var eg ekki su sidasta til ad skilja eda geta!! hurra fyrir itrottum tar er ekkert svona tungumalavesen. eins og tid sjaid er eg ordin nett pirrud a tvi ad vera svona illa talandi.
jaeja eg geri rad fyrir ad tid seud longu buin ad missa tolinmaedina svo eg haetti her, aetla kannski a e-d international soiree i kvold ef eg nenni ut i rigninguna ja tad er sko komid haust her laufina d detta af trjanum og komin rigning
bless
 
föstudagur, október 10, 2003
 
ups eg gleymdi ad skrifa i gaer!
ju hae tad var aldeilis mikid ad gera hja mer i gaer. eg vaknadi og for i skolann fra 9-12 eins og vanalega og svo for eg ad borda a haskolarestaurantinum tvi tar er frekar odyr matur og tar get eg fengid kjot og onnur baetiefni tannig ad eg tarf ekki ad hafa fyrir tvi ad elda. hja mer fellst eldamennska i tvi ad skera nidur kal og reyna ad bua til dressingu ut a!! og til ad geta gert tetta er eg tilbuin til ad borga helmingi haerri leigu bara til ad hafa eldhus!! stundum vantar nu e-d i mig held eg, hvad haldid tid? jaeja teger eg var buin ad borda for eg og fann itrottahusid og aetladi ad skra mig i helling af activity en eins og allt annad i frakklandi ta var skrifstofan lokud fra 12-14. otrulegt eg er i skolanum til tolf og byrja svo aftur kl tvo og ef madur aetlar ad nota hadegid i e-d ta er bara allt lokad en jaeja tad tydir ekki ad ergja sig yfir tvi, best ad samlagast bara nyrri menningu!! va hvad eg er med opinn huga hahahha
eg for tvi bara aftur i skolann og var tar til 17. eftir tad var itrottaskrifstofan opin og eg skradi mig i aikido!! og badmington. eg geri nu ekki rad fyrir ad na miklum frama i aikidoinu frekar en sidast tegar eg profadi tad en badmingtonid skal eg taka med trompi og kunna reglurnar eftir onnina! kayjak namskeid og fleira var i bodi en tad var bara fullbokad tannig ad eg reyni bara eftir jolin ad komast i tad, maeti ta a rettum tima fyrir skraningu en ekki 3 vikum of seint eins og nuna.
eftir tetta allt for eg med helmingnum af bekknum og vid fengum okkur bjor og svo ad borda og eg kom heim kl. 23 sem se langur dagur en frekar skemmtilegur bara. skemmtilegri en onnur kvold i dad minnsta tvi ta hef eg hangid heima og hlustad a utvarpid og gert ekki neitt annad. eg er komin med oged af tvi og er buin ad hlusta a alla geisladiskana mina 2 eda oftar.
jaeja gott folk nu verd eg ad skella mer upp a naestu haed tvi timinn er ad byrja
tar til naest
 
miðvikudagur, október 08, 2003
 
Jaeja gott folk
ta er enn einn dagurinn lidinn og eiginlega hefur ekkert gerst i minu lifi tannig ad eg veit nu ekki hvers vegna eg er ad skrifa her. eg vaknadi daudtreytt i morgun eftir ad hafa laert til klukkan 23 i gaerkvoldi og for i skolann til ad laera sjalf. kennarinn hafdi ekki tima til a kenna okkur tannig ad hann let okkur fa fullt, eda bara trjar greinar, ad lesa og svo rosalega reyknisafingu!! nei hun var nu ekki svo snuin svona tegar madur byrjadi a henni. en jaeja enginn nennir ad lesa um hvad er um ad vera i skolanum. eg dreif mig i prefecture til ad fa nytt carte de sejour en tad er dvalarleyfi og til ad fa tad tarf madur ad fara i radhusid! tegar eg kom tangad ta bara lokudu tau a nefid a mer tannig ad sa gongutur var til einskis. ad visu turfti eg ad fara i bankann lika tannig ad eg gerdi tad og tad var sko ekki filuferd. eg var med e-r numer a bankareikningi hja teim sem eg leigi af en tegar eg kom og sindi konunni sem gerir allt fyrir mig i bankanum ta bara greip hun um hofudid og hlo tvi tetta voru bara e-r numer ut i loftid! hun hringdi tvi i konuna og taer gerdu med ser samning tannig ad eg tarf ekki ad hafa ahyggjur af tessu lengur! konan i bankanum gerir allt fyrir mig og hun er su eina i frakklandi sem er reglulega hjalpleg-aetli eg gefi henni ekki bara e-d fallegt adur en eg fer!!!
jaeja nu er eg farin og bid spennt eftir posti fra ykkur sem heima sitjid
 
þriðjudagur, október 07, 2003
 
hae hae
nu vard eg sko alveg brjalud skal eg ykkur segja tetta er ei annad skiptid sem mer tekdst ad skrifa heilan helling og lata bara allt hverfa an tess ad komast inn a siduna mina! ja tad eru sko ekki allir jafn rosalega duglegir ad lata hlutina hverfa og eg!
best ad reyna i annad sinn
eg er sem se byrjud i skolanum og buin ad sitja i 6 klst i dag og hlusta a franska fyrirlestra um eldfjoll og kviku og hvers vegna kvika teytist upp i loftid osfrv. svo mattum vid fara ad reikna og reikna og bua til grof og fleira og fleira. eg er tvi frekar svona klikkud i kollinum akkurat nuna.
ad odru leiti er bara allt fint ad fretta eg hafdi tad gott um helgina tok upp ur toskunum og kom mer betur fyrir i litlu ibudinni minni. ef eg finn mer e-n taegilegan stol i eitt hornid og kannski pinulitid sjonvarp ta er tetta bara ordid svona lika flott. a fostudagskvoldinu hitti eg nokkra krakka ur bekknum minum og vid satum a bar og spjolludum, eg taladi nu mest vid stelpu fra chile tvi vid erum a svipudu fronsku leveli tad er ekkert gaman ad tala tegar enginn skilur tad sem madur segir og ad turfa ad lata utskyra alla brandara tvisvar og jafnvel trisvar adur en madur skilur! svo a sunnudeginum for eg a markadinn fyrir hadegi og skodadi allt draslid en tad er sko nog af tvi her. ad visu er alltaf svona listamarkadur her fyrsta sunnudag i hverjum manudi tannig ad tad var fullt af flottum styttum og malverkum, eg var alveg til i ad kaupa nokkud tarna en let tad vera tvi tetta kostadi nu allt sitt!!! eftir hadegi tok eg fram fronsku baekurnar minar og aetladi ad vera rosalega dugleg og laera og laera fronsku og vera bara otrulega klar a manudeginum en ta var mer bjargad, siminn hringdi og vid forum 4 i gongutur upp a eitt af fjolmorgum eldfjollum i grendinni. tegar tangad var komid saum vid bara snjo a toppnum tegar tad glitti i toppinn tvi tad var eiginlega bara toka og rigning. vid forum samt upp og lentum tar i rosa snjokomu! eg kunni bara agaetlega vid tad, tad er bara nokkud langt sidan eg hef verid i svona snjo! a nidurleidinni var svo tilvalid ad spretta ur spori tvi hlidin var svona upplogd til hlaupa ekki og grof og ekki og fin! vid hlupum tvi og stukkum nidur og tar sem hradinn var ordinn nokkud mikill sa eg ekki fram a ad geta stoppad tegar eg sa skurd framundan nedst nidri. eg bra a tad rad ad stokkva yfir skurdinn og gerdi tad med miklum soma en a leidinni upp hinum megin rak eg tana i, flaug hatt i loft upp og lenti svo eins og spyta beint a maganaum. tetta var bara nokkud glaesilegt held eg og otrulegt ad tad se haegt ad lenda svona mjuklega!!
jaeja aetli eg fari ekki ad koma mer heim ad lesa greinarnar tvaer sem eg er med i bakpokanum!
hlakka til a[ heyra fra ykkur ollum verid nu dugleg ad skrifa mer
svo er eg lika med heimilisfang ef tid viljid senda mer linu med postinum
27 rue Vermenouze
63000 Clermont-Ferrand
og siminn er opinn fyrir sms 0033632939763
og svo er eg i fri fra 27 okt til 1 nov ef e-r hefur ahuga a utanlandsfor
og svo fyrir ta sem aetla ad kaupa jolagjafirnar i frakklandi ta er eg buin i profunum 13 des og get tekid a moti gestum ta!!
nu hafid tid oll e-d ad hugsa um
 
 
virkar tetta drasl ekki eda hvad
 
 
 
föstudagur, október 03, 2003
 
hae eg er a lifi
eg er komin aftur til frakklands og buin ad ferdast um italiu og alpana og buin ad fa nog af tvi a[ eiga heima i bakpoka eftir manudinn tad var sem se nakvamlega manudur sidan eg for af stad fra reykjavik og tar til eg kom hingad heim til clermont eftir namsferdina miklu. hun var frabaer, ad visu fremur heitt fyrir islendinginn a italiu tegar vid trommudum upp a hvert eldfjallid a fatur odru i 30 stiga hita. i olpunum leid mer mun betur i roki og rigningu og hlo ad tvi hvad krokkunum var kalt!!! svo er eg ad fara ad leita mer ad diskum og hnifaporum og svoleidis doti og tegar tad allt er komid ta verdur hreysid mitt ordid eins og holl. 'eg aetla ad reyna ad skrifa almennilega ferdasogu fljotlega og koma henni hingad inn eins flott og eg get.
hafid tad gott

 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com