Bergrún
föstudagur, október 31, 2003
 
ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli sjálf ég á afmæli í dag
hæ allir nú er ég orðin formlega næstum því háöldruð! það er svakalegt að vera orðin 25, fann nýja hrukku og fyrsta gráa hárið!! neits auðvitað ekki það er svo heilsusamlegt lífernið hér í Frakklandi!
ég vaknaði í morgun við símhringingu frá Íslandi, Sara frænka að óska mér til hamingu og láta mig vita að ég get farið að hlakka til að fá pakka í bleikum pappír!! en hún mátti ekki segja hvað var í honum!! bara orðin stór stelpan og hætt að kjafta frá - en ég fékk nú samt að vita hvernig kort fylgir með!
Stuttu seinna hringdi svo gamla settið (má segja svoleiðis??) og þá ákvað ég að það væri bara kominn tími til að fara á fætur þetta slugs gengi nú ekki lengur. þar sem ég var búin að ákveða að læra lítið í dag ákvað ég að koma herberginu mínu í almennilegt stand sópa og svoleiðis því það hefur ekki farið mikið fyrir húsmóðurgeninu síðustu vikuna. eftir að hafa ruslað þessum þrifum af fór ég í skólann í smá tíma og þegar ég var rétt komin inn hringdi síminn aftur!! fleiri afmæliskveðjur frá Íslandi. ég nennti nu ekki að vera lengi í skólanum enda virtust allir vera að halda upp á daginn og þar var enginn!
ég fór bara í bíltúr og keypti lampa á borðið og fatahengi en þetta er samt ekki afmælisgjöfin frá mér til mín, þetta var bara dót sem mig vantaði. auðvitað villtist ég á leiðinni heim en það var bara gaman aðskoða ókunnar slóðir. svo fór ég að leita mér að afmælisgjöf en fann enga þannig að ég ætla bara að hafa opin augun næstu daga og kaupa mér e-ð fallegt!
á eftir er ég svo að fara að hitta krakkana og ég veit ekki hvað við gerum.
í heildina lítið viðburðarlítill en ánægjulegur afmælisdagur!
takk fyrir allar kveðjurnar
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com