Bergrún
fimmtudagur, október 23, 2003
 
ég er sko eins og ikea farin að hugsa um jólin í endan október!!
þannig er að ég fór að athuga hvað það kostaði mig að kíkja heim um jólin og viti menn eins gott að vera tímalega í þessum athugunum því það er bara allt að verða upppantað. allavegana með iceland express!! og ekki skrítið ég ætlaði upphaflega frekar að fara með flugleiðum því mig langaði að eyða nokkrum dögum í parís áður en ég færi heim, kaupa jólagjafir og svona snatt en nei flugleiðir eru sko ekki með jólaskapið í lagi!! það hefði kostað mig heilar 49996 að fara heim með þeim!!!! já hvað finnst ykkur um það? ég bara slökkti pent á síðu flugleiða og fór að skoða aðrar leiðir og dreif mig bara í að panta. ég fer með flugi héðan frá Clermont til London 15 des og svo áfram heim um kvöldið. 9 janúar ætla ég svo að halda aftur af stað til útlanda en þann daginn passa flugin ekki nógu vel saman þannig að ég verð að gista í london og flýg svo london clermont daginn eftir. þetta heljarinnar ferðalag kostar mig litlar 22400 kr.!!! já hvort er svo sniðugra að styrkja einokunina eða litla félagið?? og mér er bara alveg sama um hvað öllum finnst um það hvað flugleiðir hafi gert mikið og hvað það er mikið falið á bak við verðið sem þeir gefa upp, tryggingar og hvað þeir gera fyrir mig ef e-ð kemur fyrir. ég skal bara sjá eftir því seinna að hafa ekki skipt við félagið helga ef e-ð kemur fyrir. skil heldur ekkert í mér að hafa haldið að flugleiðir myndu breytast e-ð þeir eru alltaf eins. best að halda bara áfram að reyna að komast hjá því að eiga við þá viðskipti hníhníhní já og hvers eiga svo stórar fjölskyldur að gjalda sem óvart vilja búa erlendis, þeim dettur ekki einu sinni til hugar að hafa fjölskyldu afslátt!!
já svona er nú dagurinn í dag, ég get sko verið ánægð með að hafa snúið á flugleiðir, þetta er samt ekki eins sætur sigur og þegar ég keypti ódýra miðann með Norrænu í sumar!! það verður líklega langt þangað til ég verð eins ánægð með mig og þá
jæja ég verð að fara að koma mér í tíma, vitiði hvað ég keypti mér bara svona hárband sem ég set yfir eyrun til að halda heilanum inni og nú líður mér miklu betur í tímum!!!!! hahaha drottning aulabrandaranna kveður að sinni
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com