Hæ aftur
Ekki gat ég nú látið þennan leiðindapistil vera einu skrif dagsins - þig gætuð farið að halda að það væri ekki gaman í Frakklandi!! Og það væri nú mesti misskilningur. Já annars er það nú alveg satt að ég hef lítið gert síðustu daga. Ég ætlaði að fara í sund í dag því það er jú þriðjudagur og plandið var að fara í sund þriðjudaga miðvikudaga og föstudaga, ég fór samt ekki. þannig var að helv... greinin sem ég var að lesa (í annað skipti) tók bara frá mér allan tíma og á endanu var klukkan orðin svo mikið að ég var orðin glorhungruð og mundi ekki fyrr en núna rétt í þessu að ég átti eftir að fara í sund! bæti úr þessu á fimmtudaginn eða laugardaginn því ég verð að halda dampi!!
Já það er eitt núll fyrir köngulónni í keppninni okkar, ég er búin að nefna hana Regínu (vegna þess að þegar ég var að vinna í Skaftafelli þá bjó ég líka með könguló og hún hét Regína þannig að ég ætla bara að nefna þessa ættsystur gamla meðleigjandans sama nafni). Keppnin er þannig að ég reyni að drepa hana og ef það tekst þá vinn ég en ef hún sleppur þá fær hún stig. eiginlega er samt tvö núll fyrir henni því ég held að það verði að gefa henni tvö stig fyrir afrekið í dag! þannig var að ég sá hana þegar ég kom heim og hún var svo góð með sig að hún var búin að spinna nýjan vef - hefur aldeilis verið kokhraust (segir maður svoleiðis) í dag þegar ég var ekki heima, haldið bara að hún væri húsbóndinn!! Já ég sem sé kom heim og hélt ró minni, gekk með vörurnar inn í eldhús og undirbjó mig í leiðinni í huganum því ég var alveg ákveðiní að vinna keppnina. svo gekk ég ákveðnum skrefum að horninu hennar og færði skóna mína aðeins frá (og var mjög ánægð þegar ég sá að hún hafði ekki notað þá til að festa vefinn sinn!!) svo tók ég upp einn skóinn og ætlaði aldeilis að ná góðri sveiflu og drepa hana hratt og örugglega. ég var búin að gera svona frítt pláss svo ég næði örugglega góðri sveiflu og reiddi svo til höggs! það fór nú ekki betur en svo að mér tókst að bretta upp á nögl ( ekki spyrja hvernig ég skil það ekki sjálf) og við það dró aldeilis úr högginu, ég snerti vefinn (og eiðilagði svo hún hefur e-ð að gera á morgun) og hún slapp inn í vegginn þar sem hún á heima og er áreiðanlega að verpa eða hvað sem þær nú gera til að fjölga sér! þannig var það hún fékk sem sé aukastig fyrir að slasa mig í leiðinni!! bölvuð en ég ætla bara að taka hana á þolinmæðinni, nota bara herbragð köngulónna og sit um hana þar til hún fellur í gildruna mína.
þannig var nú dagurinn í dag. staðan eftir daginn 2-0 og heildarstaðan Regína 3 - Bergrún 0 (hún vann víst líka í gær!)
MINN TÍMI MUN KOMA