Bergrún
fimmtudagur, október 30, 2003
 
Hægðir (ef til vill ekki fyrir viðkvæmar sálir!! nei bara grín ekkert svakalegt)
Já þar sem ég er rétt að komast í tölu aldraðra þá má ég alveg fara að tala um hægðir er það ekki? allir sem eru gamlir tala um þær! ég ætla nú samt að byrja söguna á öðru. þannig er að ég er ekkert voðalega dugleg að hugsa um hvaða efni ég fæ úr hvaða mat og borða bara eiginlega aldrei kjöt og reyndar fátt annað en múslí og mjólkurvörur fyrir utan baguettið með sultunni (sem ég er reyndar að verða búin að fá leið á). til að koma í veg fyrir að ég komi heim væskill fór ég því út í apótek (og það er ekki erfitt að finna apótek í Frakklandi, þau eru á hverju horni einsog sjoppur á Íslandi) og keypi mér vítamín. þetta leit bara vel út og var glöð og kát og fór að líða miklu betur eftir fyrstu töfluna. svo liðu dagar og ég fór að hafa svona líka reglulega mjúkar og fínar hægðir!!! ég var nú ekkert að kvarta undan því og þetta háir mér ekkert bara gott að losa sig svona vel við umfram efnin!! svo einhverra hluta vegna tók ég upp miðann sem fylgid með vítamíninu mínu og fór að lesa (alltaf að æfa mig í frönskunni sko). ég skildi nú ekkert allt en eitt orð stakk mig svolítið: sorbitol! er það ekki hægðarlyf?? ég held það en hva ég er bara ánægð með vítamínið mitt samt, líklega þarf að setja hægðarlyf í vítamín Frakka því þeir borða svo mikið fransbrauð!!
já það er 5-0 fyrir Regínu og ég held að hún sé flutt - hún hefur áreiðanlega heila!! vona bara að hún flytji ekki í rúmið mitt, ég sem var alveg að sættast á að leyfa henni að fá yfirráð yfir horninu! ef hún kemur í rúmið mitt þá fer ég sko að sækja hamarinn!!
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com