Bergrún
miðvikudagur, október 22, 2003
 
hmmm hugs hugs og spekúl
ákveðnir aðilar voru að reyna að smita mig af flensu í gegnum símann um helgina en við komumst að þeirri niðursöðu að það væru litlar lýkur á að það myndi heppnast því við vorum bæði í þráðlausum síma. í dag er ég farin að efast. það er allavegana farið að leka úr nefinu á mér og ég þakka bara fyrir að símarnir voru þráðlausir því annars væri ég líklega lögst í heljarinnar flensu!! ég held nú samt að ég verið að reyna að kenna e-u öðru um eða hvað haldið þið líffræðingar sem lesið þetta??
annars er mjög tíðindalítið héðan frá Clermont nema að einn kennarinn var veikur á mánudaginn og setti það alla vikuna úr skorðum (kannski hann þekki líka e-a á Íslandi sem smituðu hann í gegnum þráðlausan síma??). það var sem sé enginn skóli á mánudag og þriðjudag sem þýðir brjálað að gera núna miðvikudag, fimmtudag og föstudag!!! ég er bara svei mér þá að springa úr forvitni því það virðist vera svo merkilegt sem kennararnir segja og þeir tala svo mikið og hratt að ég bara trúi ekki að það geti verið leiðinlegt sem þeir eru að segja!! en.... það vantar textann á þá, er ekki hægt að panta svoleiðis, ég er jafnvel að hugsa um að prófa að mæta með svona videokameru í tíma og horfa svo þegar ég kem heim og athuga hvort það er ekki texti á myndinni! haldiði að þetta ráð mitt virki ekki bara vel? það er nú ekki fyrir venjulega íslendinga að sitja undir frönskum fyrirlestrum í sex klukkutíma á dag. mér líður eiginlega svona eins og þegar ég fer að hugsa um hvar heimurinn endar og hvað sé þá eiginlega þar fyrir utan úff hjálp, það er eins og heilinn vilji troða sér út um eyrun og ég verð bara að loka augunum og halda fyrir eyrun í smá tíma. það er nú samt ekkert voðalega vinsælt af kennurunum þegar ég tek upp á því hahaha nei ég er að grínast ég hem mig og geri það bara þegar ég kem heim uppgefin á kvöldin!!
já það hlýtur að vera gaman að lesa þennan uppörfandi pistil. annars er ég farin að hlakka til á morgun því eftir skóla þá er svona tja hvað skal segja kannski einskonar lítil árshátið jarðfræðinganna í skólanum. þá koma allir saman af öllum jarðfræðiárunum og kennararnir líka og skemmta sér saman, það verður vonandi bara fjör
hef þetta ekki lengra núna verð að fara að halda fyrir eyrun úti í horni svo heilinn leiki ekki út!!!
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com