Jæja þá er ég orðin 223 evrum fátækari
já það er nú bara ekkert ódýrara að láta gera við franskan bíl í Frakklandi!! þetta er bara svipað verð og mér var gefið upp á Íslandi. En.... þeir vildu bara skipta um fullt af dóti í viðbót, fannst hún Gréta greyið vera e-ð ryðguð!! veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það hvort ég hafi verið að kaupa köttinn í sekknum eða hvort Frökkum líki ekki eins vel við ryð og Íslendingum. ég afþakkaði nú bara að þeir myndu skipta um þetta ryðgaðadót þvi ég á ekkert pening fyrir því að borga aðrar 200 evrur fyrir það! kannski í febrúar!! sjáum til. já og svo er eitt svolítið merkilegt við hana Grétu mína því hún virðist leyna á sér. þannig er að það lekur alltaf úr einu dekkinu og það var bara orðið svo slæmt að ég þorði varla að keyra um á henni, ég bað auðvitað verkstæðismanninn að kíkja á þetta og laga ef hann gæti. maðurinn pumpaði í dekkið og skellti því á bólakaf í svona vatnsker en viti menn, það bara lekur ekki neitt!! merkilegt finnst mér. þannig að ég verð bara að vera dugleg að koma við á bensínstöðvum og mæla þrýstinginn og bæta í ef þörf er á!! já ég verð sko næstum orðin bifvélavirki þegar ég kem heim aftur!!
Já og svo var badminton dagur í dag ótrúlega gaman, ég er nú ekki alveg að standa mig eins og ég vonaðist til en hva það verður nú alltaf e-r að tapa er það ekki?? ég bara kenni frönskunni um eins og alltaf haha. nei annars held ég að ég sé ekkert svo slæm, það gekk allavegana mjög vel seinni helming tímans. en ég held að ég fari að fara í ullarfötum þangað því það er svo kalt í salnum, hann er auðvitað ekkert hitaður og þegar það er svona kalt þá bara verða hendurnar á manni eins og íspinnar út í loftið.
og annað sem kemur með kuldanum hér eða svo virðist vera - köngulær koma inn!! hmm ég veit ekki hvort ég vil nokkuð vera að hita herbergið mitt ef það hefur það í för með sér að það fyllist af köngulóm! en kannski ætti ég bara að bjóða þær velkomnar og fagna félagskapnum veit þó ekki alveg hvort ég er tilbúin til þess
hef þetta ekki lengra í þetta sinnið og hvet ykkur til að láta mig vita aðeins hvað þið eruð að gera, mér finnst þetta hálf ósanngjarnt það vita allir hvað ég er að gera en enginn segir mér af sér!!!