Jæja föstudagur og það merkis föstudagur. það er komið vetrarfrí í skólanum og þar sem þetta var síðasti dagurinn þá ákvað veðrið að sýna að það er að koma vetur! Hér er orðið ótrúlega kalt eða allavegana þannig að maður þarf að fara að hugsa um að klæða sig í meira en eina peysu á morgnanna. ég fór til dæmis út á peysunni einni í morgun og aftur eftir hádegið og það var allt í lagi því ég er hálfa mínutu í skólann en svo eftir skóla fór ég í göngutúr og villtist og vá mér var svo kalt að ég gat ekki hreyft puttana. og ég held að ég sé ekki enn búin að ná mér!!
Já í gær var svona samkoma hjá jarðfræðingum í Clermont og það heppnaðist bara ágætlega. þegar allir voru búnir að sýna sig og sjá aðra þá buðum við "meistaraefnin" í party inn til okkar því við eigum sérstakt herbergi í husinu. þar var svo setið með rauðvín, romm og gítar til miðnættis. heppnaðist bara vel.
já ég ætla að reyna að vera dugleg að klára allt sem ég þarf að klára nuna um helgina og í byrjun næstu viku og fara með Grétu grænu í viðgerð. ef þetta tekst allt og e-r peningur verður eftir þá hugsa ég að ég fari í smá ferðalag seinni part vikunnar!