Nú er ég sko aldeilis í Frakklandi
ég var að komast að því fyrir víst að ég væri í réttu landi núna rétt áðan. ég þurfti að kaupa mér eitt umslag og frímerki til að senda eitt lítið bréf til parísar og ákvað því að koma aðeins við í blaðabúðinni á horninu sem er alltaf opin en... nei ekki á milli 14 og 17 í dag því þá er blaðasölumaðurinn í verkfalli!!!! já ég er sko aldeilis stödd í Frakklandi. Skil ekkert í honum að hafa ekki farið í verkfall í allan dag í stað þess að fara í 3 klst verkfall. Gaman að mæta kl.17 og vinna til 19.30 eftir verkfall, hefur þetta e-ð upp á sig ég spyr? ég gæti samt allveg trúað að hann hafi bara ruglast, ætlað að skrifa lokað er hjá lækninum eða lokað vegna ja bara e-s annars en nei hann var í verkfalli. gott hjá honum