Bergrún
Jæja þá er prófatíðin aldeilis gengin í garð! Tveir dagar búnir og ég er stax komin á eftir áætlun! að vísu bara 3 blaðsíðum en ég bara gat ómögulega klárað þær, ákvað að gera þær frekar almennilega í fyrramálið frekar en að lesa þær án þess að muna neitt á miklu lengri tíma í kvöld. ég er sem sé ekki búin að gera neitt annað en læra alla helgina. frá kl. 10 til 19 í gær og frá 10 til 21 í dag (með smá pásu, fékk mér göngutúr um bæinn til að koma athyglinni í lag).
á morgun 1. des er ég svo að fara í hangikjöt!! já það verður sko gott að borða á morgun, ég er búin að ákeða að lesa yfir léttasta efnið á mogrun svo ég hafi að klára dagsverkið áður en ég fer í matarboðið ef það tekst þá verður dagurinn fullkominn. annars held ég að ég sé bara farin að sofa núna, ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af þvíað sitja á rassinum allan daginn. já og svona að lokum þá eru 15 dagar þar til ég kem heim! hlakka til
ok best að halda áfram með söguna mína
Já eftir þennan langa dag sem var hörmung, sátum og hlustuðum á nemendafyrirlestra frá kl. 9 til 17!! og enginn nennti að hlusta á neitt! fórum við og settumst saman á bar og spjölluðum smá. eiginlega spjalla ég voðalítið enn þegar allir eru saman, hef að pota inn orði og orði. svo var ákveðið að borða saman í kvöld og við hittumst aftur um hálf níu í kvöld. þar sem ég átti ekki pening bauðst ég til að sækja pizzurnar og ætlaði að koma við í hraðbanka í leiðinni.l það var nú lítið mál og ég fann mér banka. ég hef nú oft notað svona banka og aldrei verið í vandræðum en þessi var e-ð extra flókinn og í stað þess að ganga í burtu með 50 evrur eins og ég ætlaði mér fór ég með 220!! já þannig að ég er með um tuttuguþúsund hér undir kodda hjá mér. kannski ég ætti bara að drífa í að kaupa jólagjafirnar núna!! þetta var sem sé skammarstrik dagasins jú og fyrir utan það að krökkunum finnast fyrirlestrarnir mínir e-ð skringilegir, held að þeim finnist ég ekki taka þetta nógu alvarlega eða e-ð en hva mér er bara alveg sama! ég nenni bara ekki að halda fyrirlestra sem eru gjörsamlega dauðir og ekki einu sinni smá vottur af húmor í! svo var sem sé borðað og borðað af pizzunum og drukkið romm og rauðvín þar til absentið (held það heiti það) var dregið fram. þessi drykkur er ólöglegur í frakklandi núna vegna þess að fólk varð víst ruglað af því að drekka það! þetta er drykkurinn sem allir lystamennirnir drukku hér einu sinni í parís!! ég skil nú alveg að fólk hafi orðið ruglað af að drekka mikið af þessu, þrír sopar voru meira en nóg fyrir mig! nú er ég hins vegar komin heim og ætla að fara að sofa því ég þarf að vera dugleg næstu vikuna að læra og læra og læra. þannig að ef ég skrifa ekki mikið þá verðið þið að fyrirgefa mér! annars ef ég þekki mig rétt þá á ég eftir að þurfa að taka pásur og þá er kjörið að skrifa smá línu, jafnvel þó þær verði ekki innihaldsríkar, tja það hefur hvort sem er ekki stoppað mig hingað til:)
jólakveðjur (næstum því!)
jaeja tad kom ad tvi ad eg gerdi e-d af mer .>)
eg er sem se buin ad vera ad fara a taugum i allan dag vegna tess ad tad var fyrirlestur sem eg skildi ekkert umraeduefnid og tessi eini fyrirlestur var profid i kursinum. eg komst nu samt held eg i gegnum tetta og helt orlitlu stolti, vers var ad einn kennarinn skildi ekki ord af tvi sem eg sagdi hihi en hann sagdi samt vid mig ad eg maetti tala a ensku, eg spurdi i tetta skiptid en tad gerdi eg ekki einu sinni i fyrra skiptid sem eg helt fyrirlestur.
ja tad nennir enginn ad lesa um fyrirlestra allir ad bida eftir skammarstrikinu minu uff tad var nu nokkud vandraedalegt en eg aetla engum ad segja fra tvi nema ykkur hihi er samt i skolanum nuna og vid erum vist ad fara ad smakka absent tannig ad eg segi betur fra seinna
jæja
nú er ég búin að heyra fyrsta reglulega jólalega lagið fyrir þessi jól og það var auðvitað í súrpermarkaðnum hvar annars staðar!! líklega vegna þess að ég er annað hvort þar, í skólanum eða heima hjá mér fyrir framan tölvuna! vá innihaldsríkt líf :) svona verður þetta nú samt næstu vikurnar og ég er bara sátt við það. já aftur að jólalaginu, ég fékk bréf um daginn frá ónefndum aðila þar sem sagt var að viðkomandi væri í jólaskapi og bara sáttur við það þrátt fyrir að það væri ekki kominn des! ég ákvað að taka mér þetta til fyrirmyndar og vera ekkert að bæla jólaskapið niður, bara að leifa því flæða yfir mig með jólalaginu þannig að ég gekk bara um með bros í hjarta og jólablísur á vörum í súpermarkaðnum í dag og var ekkert pirruð í röðinni!!
finnst annars eins og mér hafi legið e-ð á hjarta þegar ég settist hér en það hefur greinilega ekki verið mikið því ég man það alls ekki og því verður færsla dagsins í dag bara stutt og ræfilsleg.
hæ hæ
ég er svona hægt og rólega að jafna mig á þessum ósköpum sem gengu yfir mig á mánudaginn!! það er nú búið að gera smá breytingu á þessu sem breytir öllu en það er próf fyrir hádegi á þriðjudag en ekki eftir hádegið!!! já þetta er allt annað. annars er ég bara farin að líta á björtu hliðarnar, ég á sko ekki eftir að hafa tíma til að telja dagana þar til ég verð búin í prófum!! það verður bara allt í einu búið. og svo annað! ég var að klára kúrsana í dag þarf að leggja lokahönd á einn fyrirlestur fyrir föstudaginn (sem er næstum búinn og svo hef ég bara fullt af dögum til að læra, alveg níu og á þeim tíma hlítur nú e-ð að sogast inn í minn trega heila, jafnvel frönsk orð!
já þannig að lífið lítur mun betur út í dag en það gerði á mánudaginn. ég er líka búin að hugsa minn gang aðeins og sjá að það skiptir ekki máli þó ég fái ekkert bestu einkunnir sem ég hef fengið hingað til. sumir fá kannski meiri metnað í námi eftir því sem þeir halda lengur áfram, ég held að ég sé bara öfugsnúin í þessu eins og mörgu öðru. er bara farin að taka þessu létt (eða reyna það í það minnsta, er það ekki bara framför?)
hef þetta ekki lengra, er eiginlega búin að átta mig á því að þessar hugsanir mínar eiga kannski frekar heima e-s staðar annars staðar en á bloggsíðu
og vá hvað ég öfunda ykkur af snjónum, ég er bara búin að fá endalausar ábendingar um hvað reykjavík sé falleg og hvað það sé gaman að hafa smá snjó!! vona bara að þið blótið honum ekki þegar ég kem, já er hann helst þá þangað til! hef ótrúlegar áhyggjur af því að hann verði farinn þegar ég kem en vá best að vera ekki að hafa áhyggjur af því þremur vikum áður en ég kem heim!!
hæ ég bara verð að skrifa aftur ídag var að fá prófatöfluna!!!
eruð þið tilbúin, vá ég hitti varla á retta takka mér er svo niðri fyrir
mánudagur 9-12
þriðjudagur 14-16
miðvikudagur 8.30-11.30
miðvikudagur 14-16.45
fimmtudagur 9-12
föstudagur 10-10.20 (munnlegt)
laugardagur 9-??? fyrirlestrar
hjálp hvað á ég að gera til að lifa þetta af, ég er með 1 og hálfa möppu af frönskum orðum til að læra!!
jæja hef þetta ekki lengra verð að fara að læra!!
ekkert nýtt að frétta bara þetta sama gamla! var bara dugleg í gær, lærði fullt og fór svo í smá heimsókn til Kathy frá Perú sat og spjallaði við hana þar til brunakerfið fór í gang og við urðum að yfirgefa bygginguna! ég var svo vond að ég nennti ekki að húka úti með henni og hlóp því bara í bíó. fór á myndina Intolerable Cruaut sem heitir e-ð svipað á ensku. myndin með þeim George Clooney og Catherine zeta jones (hvernig sem þeirra nöfn eru skrifuð, hef aldrei verið góð í stafsetningu!!) mér fanns hún nú ekki eiga skilið allar þessar stjörnur sem hún hefur fengið í stjörnukeppni blaðanna hér! eiginlega fannst mér hún næstum leiðinleg, ekkert nema gegnumsjáanleg plott og hollywood moment! veit svo sem ekki hvort það er verið að gera grín að þessum myndum en ef svo er þá fannst mér það ekki takast hjá þeim. já svo ætlaði ég að vera ótrúlega dugleg og vakna kl 7 í morgun og klára fyrirlesturinn fræga en það var svo gott að sofa og ég rétt druslaðist framúr kl.9!! veit ekki hvernig þetta er með mig orðið. hef bara einu sinni verð svona mikil svefnpurka áður og það var í skólanum á englandi! kannski hefur nám erlendis bara svona leti áhrif á mig?
jæja svo í morgun fór ég í skólann til að skanna nokkrar myndir og vá hvað það tók langan tíma, ég þurfti að fá aðstoð auðvitað stelpan sem kann ekki enn að skanna já og svo er eini skanninn á svæðinu tengdur við makka og það með öllum skipunum á frönsku!! eina skipunin sem ég skil á frönsku í tölvunum er imprimer og það þýðir að prenta!
jæja verð að fá mér e-ð að borða áður en ég verð að beinagrind hér!!
hafði það sem allra best og vitiði hvað það eru bara sjö dagar þar til við megum öll fara að skrúfa frá jólaskapinu og ég er bara farin að láta mér hlakka til að mega fara að hlakka til jólanna hihi
bless
Hæ hæ
Ég er súpertrúper stolt af sjáfri mér í dag! eða kannski frekar í gær, ég hélt þennan líka fína fyrilestur um Kilauea eldfjall á Hawaii. Þetta voru nú bara tíu mínútur en ég hélt þetta yrði algjört helvíti en svo var bara gaman! Ég gerði þetta nú að vísu á ensku og fékk smá skot frá krökkunum eftir fyrirlesturinn fyrir það en vá það hlýtur að hafa verið skárra en að láta mig standa upp við töflu í 20 mín að reyna að útskýra eina glæru. ég gæti þá eins haldið fyrirlestur fyrir heyrnalausa því það væri hvort sem er ekkert nema handapat! Ótrúlega skondið samt þegar ég var í skólanum á Englandi þá fannst mér ég ekkert kunna í ensku en hér er ég svo góð í ensku að það hálfa væri nóg. ég held meira að segja að sumir krakkarnir hafi ekki skilið allt sem ég sagði sem er nú ekki alveg nógu gott samt, ég verð að spyrja eftir næsta fyrirlestur hvort ég þurfi að útskýra e-ð betur! vá þetta er nú farið að jaðra við mont hér hjá mér! en það er samt bara satt að það er ótrúlega þægilegt að tala mál þar sem maður getur tjáð sig almennilega og hjá mér á það bara við um enskuna orðið, já og húrra fyrir því. ég þarf ekkert endilega að vera innan um breta og bandaríkjamenn og ef ég er það ekki þá kann ég bara ensku alveg ljómandi vel hihi held nú að enginn skilji hvað ég er að baula hér
já ég var svo glöð í gær að ég hófst handa við ítalíufyrilesturinn aftur en ekkert gekk. ég nennti nú ekki að skemma góða skapið og hætt því bara. fór svo út að borða með krökkunum, fengum okkur crepes í aðalrétt og eftirrétt mmm svakagott! eftirrétturinn var sko með nutella og banönum jammí jammí elska það slurf namm namm. svo fórum við og settumst inn á e-n bar í smá tíma en vorum nú ekki lengi því það voru allir svo þreyttir eftir að hafa vakað langt fram á nott nóttina áður við undibúning fyrirlestra! svona var nú það.
svo í morgun vaknaði ég og sá að það gengi ekki lengur að eiga engin hrein föt þannig að ég fann öll skítugu fötin mín og fann mér almenningsþvottahús sem var ógeðslega dýrt, 3,60 evrur fyrir eina vél!! mér hreinlega blöskraði verðið en nennti nú ekki að fara að leita að öðrum stað þannig að ég ákvað að þvo bara eina vél í staðinn fyrir 2. ég verð bara ekkert í svörtum fötum það er allt í lagi, ég á nóg af e-u skræpóttu hihi. svo skrapp ég í súpermarkaðinn og hugsað á leiðinni að ég ætlaði bara að taka það næsta sem ég sæi í hillunum ekkert að vera að horfa og hugsa, þetta tókst bara vel og ég var skotfljót að versla, lenti samt á eftir leiðinda skarfi í röðinni en æsti mig samt ekkert við það, hélt bar ró minni, ég er orðin ótrúlega samblandin (er þetta orð eða nýyrði???) franskri stórmarkaðsmenningu!!
nú er ég aftur sest við ítalíufyrirlesturinn og þið sjáið hvað hann gengur vel!!
hafið það sem allra best og skrifið mér nú bréf næstu vikurnar svo ég hafi e-ð að gera þegar ég nenni ekki að læra fyrir blessuð prófin (sem verða í eina viku eftir 2 vikur gúps)
Matseðill kvöldsins: 3 kartöflur, 2 gulrætur soðið í potti. borið fram með örlitlu salti, sýrðum rjóma (miklum vegna þess að franski sýrði rjóminn er SVO góður), tómatsósu, cornichons (sem ég veit ekkert hvað er) og brie osti! já og vanillubúðingur í eftirmat
hvernig lýst ykkur á þennan matseðil? vill e-r koma í mat til mín?? efast eiginleg um það, langar ekki einu sinni í mat til sjálfrar mín!! þetta er rosalegt ástand. hér með auglýsi ég eftir aupair sem hefur mikla þolinmæði, þarfnast einskis og vinnur sjálfboðavinnu. ef þið rekist á slíkt fyrirbæri látið mig vita.
annars er ég að hugsa um að hætta í jarðfræði fljótlega. ég ætla að gerast uppfinningarmaður og finna upp næringartöflur sem maður verður saddur og sæll af án þess að þurfa að gaufast þetta við að elda og borða alla daga. tekur ótrúlegan tíma, hafið þið pælt í því hvað mikið af dýrmætum tíma okkar fer í að borða. Fyrst þarf maður að fara og leita sér að íbúð til að hafa stað til að geyma matinn í og það er meira að segja ekki alltaf nóg því stundum fylgir ekki ískápur þannig að maður þarf aftur að fara á stúfana og leita að ískáp og jafnvel frystikistu líka ef maður er þannig stemdur! þegar þetta allt er komið þarf að koma ískápnum fyrir og koma honum í gang. svo er það búðin og þar getur maður verið tímunum saman að reyna að ákveða hvort maður á að fá sér grænt pestó eða rautt! gengur svo út með ekkert pestó því þetta var of erfið ákvörðun (þetta kemur fyrir mig næstum í hvert skipti sem ég fer í búðina nema á ekki vip pestóið heldur skinkuna og ostinn). jæja þegar maður er loksins búinn að tína helstu hlutina í körfuna þá tekur biðin í röðinni við og alltaf þarf röðin að stoppa á e-u fáránlegu atriði einmitt þegar maður er næstur í röðinni og tímir ekki að fara aftast í aðra röð, heldur alltaf að þetta smáatriði þurfi ekki að taka svo langan tíma! getur samt tekið ótrúlegan tíma að leysa einföldustu atriði og svo hér í frakklandi er þetta alveg fáranlegt, fyrst þarf viðskiptavinurinn að láta konuna fá þúsund afsláttarmiða þar sem er verið að gefa 0,5 evru afslátt af þessu og 0,2 af hinu osfrv og svo bíður afgreiðslukonan þar til allt er komið ofan í poka hjá fyrri viðskiptavini áður en hún fer að stimpla inn þessa fáu hluti sem maður gat ákveðið að kaupa. jæja jæja þá loksins er komið að því að fara heim með fenginn og raða inn í ískápinn til þess eins að taka það út aftur þegar tími er kominn til að elda. og það tekur sko sinn tímann. fyrst að ákveða hvað og svo að elda það. ég er komin með þá tímasparnaðaraðferð að eiga aldrei nema einn hlut í ískápnum þá þarf e´g ekki að hugsa hvað ég á að elda ( og þess vegna endar það með matseðli eins og í kvöld!). já svo er að luffsa matnum í sig og hvað gerist svo jú það þarf að vaska upp, þurkka og ganga frá. og þetta segja læknar að maður eigi að gera oft á dag frekar en sjaldan! úff ég skil ekki hvernig venjulegt fólk á að funkera í svona matarsamfélagi!!!
já höfðuð þið hugsað út í hvað þetta tekur óskaplegan tíma, frekar vildi ég nú gera e-ð annað eins og sofa eða lesa bók eða fara í göngutúr eða skrifa blogg!! hihi ég held að það sé ekki spurning að ég verð rík af næringartöflunni minni sem ég finn upp um leið og ég hætti að læra jarðfræði.
Já svona er nú lífið í Frakklandi í dag. ég hef lítið gert síðustu viku nema bara haft það gott fyrir framan tölvuna! held að hún fari að bræða úr sér fljótlega, er farin að hitna ískyggilega vinstra megin stundum þegar hún hefur verið í gangi í 7-8 klst!! er það óeðlilegt, þarf ég að hafa áhyggjur, ég hled ekki, væri sjálf orðin frekar pirruð og farin að hitna ef ég væri áreitt stanslaust í þennan tíma!
hef þetta ekki lengra og hver verður gestur nr. 1000 á síðunni?
hae hae vitid tid hvad(spurningarmerki) tad er buid ad vera rafmagnslaust hja mer i allan dag og eg kann ekki enn a tetta helv... franska lyklabord(upphropun)
i gaer gerdi eg fullt um daginn laerdi ekki neitt for e pizzuparty um kvoldid og labbadi a bladi med malningu a tanum; vid erum svo skapandi krakkarnir i bekknum minum skiljidi hahaha
i dag svaf eg svo yfir mig tvi rafmagnid for og gleymdi ad vekja mig; svo for eg ad laera; manni hefnist fyrir letina i gaer (ad visu var eg loglega afsokud i fronskumatarbodi) og kl fimm hitti eg strak fra moldaviu (er tad til) og stelpu fra ukraniu og spjalladi vid tau i klukkutima eda svo. svo er eg bara i skolanum nuna og aetti ad vera ad laera tvi tad er ekkert ljos heima hja mer; fer ad grata tvi allur maturinn minn er ad verda volgur; segid svo ad eg hugsi ekki fyrir hlutunum eins gott ad iskapurinn er tvi sem naest tomur hihihi
jaeja eg held er reyni ad koma e-u i verk tar sem eg neydist a annad bord til ad vera her!!! hey eg fann !! merkid juhu
hæ hæ
nú er ég bara í ljómandi góðu skapi þannig að enginn þarf að óttast að verða mjög niðurdreginn af að lesa áfram, vá er ykkur ekki létt?
ég hætti nú eiginlega bara í þessu vonda skapi mínu um leið og ég skrifað þennan fína pistil, sá ekki lengur tilganginn með því að vera í vondu skapi og hef ekki heldur séð tilganginn með því að reyna aftur við fyrirlesturinn sem skapinu olli!
það var bara ótrúlega skemmtilegt að tala við þennan mann/strák sem langar að finna sér vinnu á íslandi og ég auglýsi hér með eftir ábendingum um fyrirtæki sem hann getur sótt um vinnu hjá! hann er e-s konar hönnuður (nennti ekki að láta útskýra það fyrir mér í 5 skiptið!!) en vill alveg eins vinna við túrisma eða bara næstum því hvað sem er. endilega hjálpið mér að hjálpa honum!! vegna þess hvað íslendingar eru hjálpsamir alltaf ; )
Hann hefur sem sé komið til Íslands og fannst svona líka gaman og vill endilega komast aftur. var meira að segja nokkuð heppinn held ég og hitti fullt af íslendingum og fór á djammið með þeim og hitti lögguna en mátti ekki tala svo ekki kæmi í ljós að þarna væri útlendingur á ferð!! veit nú ekki alveg hvaða lögreglusaga þetta var en ágæt engu að síður. hann var þó ekki sleginn í andlitið af íslensku löggunni eins og breska lögreglan gerði við mig hér um árið!! sumir eru heppnari en aðrir það er nú alveg víst.
í gær var bara skóli og aftur skóli og lærdómur á lærdóm ofan og eins í dag nema í tilefni föstudagsins tók ég mér smá frí í eftirmiðdaginn og fékk mér hressandi göngutúr í Champion en það er súpermarkaður sem er svolitið langt í burtu en samt vel í göngufæri. þar sem ég er búin að týna Grétu!! þá ákvað ég að vera ekkert að ergja mig á því og fór bara labbandi í búðina. ég er nú alveg ótrúleg stundum en ég get bara gleymt mér í þessum súpermörkuðum hér, vafra um með tóma körfu og skoða og skoða en samt veit eg ekkert hvað er í öllum þessum umbúðum. það er t.d. svo mikið af ostum og skinkutegundum að mér fallast bara hendur og kaupi vanalega ekki neitt. að vísu er ég komin með kerfi í ostasmökkun en eins og vanalega þá man ég ekkert nafnið á ostinum sem ég kaupi þannig að ég verð að kaupa mér ost í sama supermarkaðnum og ganga bara á línuna, ég man svona nokkurnvegin hvernig osturinn á hvaða stað bragðaðist!! ég ætti kannski að fara aftur til læknis og ath hvort hún getur bjargað þessu fyrir mig, komið heilanum í gang í fyrsta skipti. ég ætla bara að halda áfram að kenna löngu námi um þetta ástand mitt, ég er orðin allt of vön að skrifa allt niður.
heyrðu já svo kom nú svolítið ofurlítið skondið fyrir mig í dag í súpermarkaðnum (hvar annars staðar??) ég var bara að labba og góna í hillurnar og var allt í einu næstum lent í fanginu á e-m manni, ég skildi nú ekkert hvað hann var að þvælast þetta fyrir mér og var við það að strunsa í burtu (hefði líklegast slegið hann í hausinn með baguette ef ég hefði verið að kaupa mér slíkt) þegar hann fór bara að röfla um að kynna fyrir mér e-a vöru. ég held að þetta hafi verið e-ð svona fæðubótadót eða svei mér ég veit ekkert hvað þetta var. þegar ég var búin að svar því að ég væri rosalega sportif!! þá spurði hann mig hvort ég skildi e-ð smá í frönsku!! ekkert verið að reyna að leyfa mér halda að ég tali orðið sæmilega! hafði heyrt það á hreimnum hjá mér að ég var ekki frönsk, ég sem var ekkert búin að segja nema oui!! ég get sem sé ekki einu sinni sagt já án þess að það sé augljóst að ég sé útlendingur. já en þetta er nú samt ekki það skondna heldur það að um leið og ég játaði að vera útlensk þá kom annar maður svífandi að og vildi endilega segja mér að þetta mikla efni sem þeir voru að kynna væri komið á bretlandsmarkað og ef ég vildi fá vinnu þá væru allir vegir opnir (hvað segir maður eiginlega ég er farin að rugla orðatiltækjum enn eina ferðina) því þeir eru ekki komnir til íslands!! ég átti bara að kaupa einn pakka af efninu því þar var símanúmer og e-mail!!! já ef ég fæ ekki vinnu við það sem ég vil þá bara fer ég út í búð og finn e-ð sem er ekki til á íslandi ath hvort ekki sé símanúmer og e-mail og þá er mér borgið!
held að þið þurfið ekkert að hjálpa mér að finna vinnu handa franska stráknum, ég á tópas umbúðir hér!!!
jæja ég þarf víst að vera fersk og fín á morgun þannig að það er best að koma sér í háttinn
góða nótt kæru vinir
jú halló enn eina ferðina þeir sem ekki nenna að lesa þunglyndislegan pistil hætti hér!
þarf maður nokkuð alltaf að vera í góðu skapi? má maður ekki alveg fara í fýlu og vera pirraður? ég er búin að reyna í allan dag að vera í góðu skapi en ég er hætt því núna! nú er ég búin að ákveða að mega bara alveg vera í vondu skapi næstu tvo klukkutímana. ástæðan fyrir þessari skapvonsku minni í dag er ekkert nema ég sjáf. ég þoli stundum ekki að vera föst með sjálfri mér alla daga kannast e-r við þessa tilfinningu?? eða er hún e-ð óeðlileg? sko ég er bara búin að koma sjáfri mér til að brosa út í annað við að skrifa þetta, ágætt að skrifa sig svona auðveldlega frá vonda skapinu! nei þannig er málum háttað að eftir hádegið var ég ótrúlega ánægð með sjálfa mig því ég skildi svo vel það sem fram fór í skólanum að ég ákvað meira að segja að fá ekki glósur hjá Geraldine sem ég fæ annars alltaf!! svo var ég ótrúlega dugleg og las eina grein (að vísu tók það sinn tíma en það hafðist samt) og svo var komið að því að fara heim til að næra sig aðeins. þegar þangað kom ætlaði ég að vera ósköp iðin og skrifa helv... and.. dj... fyrirlesturinn og ég hef sem sé setið hér í 3 langa klukkutíma og veit ekki enn hvað ég ætla að tala um. aaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggggggg aaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggg. ok nú er ég búin að blása smá og þá get sagt ykkur hvers vegna ég má bara vera í vondu skapi í tvo klukkutíma. ég er sko að fara að hitta e-n frakka sem heitir Romain og er ástfanginn af íslandi, hann ætlar að reyna að fá vinnu þar og ég veit ekki hvað. ég þarf sem sé að vera í góðu skapi svo hann fái nú ekki alranga mynd af íslendingum!! við erum öll svo kát er það ekki?? ég verð nú samt að reyna að verða mér úti um e-r upplýsingar til að geta svarað honum, ég veit ekki einu sinni hve mikið atvinnuleysi er á íslandi í dag!!
leyfi ykkur þá að snúa ykkur að öðrum og þarfari verkum!!
Góðan daginn gott fólk
ég var nú bara frekar dugleg í dag miðað við síðustu daga, lærði frá 9.30 til 15!! rosalega gaman að fylgjast með því hvað ég les í margar klst á dag er það ekki? annars var svo gott veður að ég bara gat ekki eytt öllum deginum inni yfir námsbókunum, maður verður nú líka að njóta þess að vera í útlöndum ekki satt? ég breytti nú samt ekkert svo rosalega mikið til því ég hljóp bara heim og sótti bók (franskar smásögur) og hélt áfram að lesa úti í garði. frábært að geta setið úti á peysunni í nóvember og lesið án þess að fá minnsta hroll. mm gaman í útlöndum er ég búin að gera ykkur nógu afbrýðisöm eða á ég að halda áfram? nei ég hætti bara hér, leiðinlegt að vera afbrýðisamur! í garðinum hitt ég eina bekkjarsystur mína og fékk áfall að heyra hvað hún er dugleg að læra, ég hélt ég væri slæmt dæmi en vá ég er hátíð miðað við þessa frakka, hún sefur varla á nóttunni og er búin að lesa 12 greinar fyrir fyrirlesturinn úr Ítalíuferðinni. ég ætla að láta 3 nægja!! svo sagði hún að það væru fleiri svona stressaðir og svæfu bara ekki, ég hef það ágætt, sef meira en heima! kannski er þetta samt ekki alveg réttlátt af mér ég væri líklega alveg jafn stressuð hér ef ég væri frakki í skólanum. þannig er að þessir krakkar sem eru í DEA náminu hafa eiginlega ákveðið að halda áfram og taka doktor, ef þau ætluðu ekki að gera það hefðu þau valdið annað nám sem heitir DEUG eða e-r önnur skammstöfun ég er ekki búin að setja mig inní þetta almennilega (og mun ekki gera ef ég þekki mig rétt). til að halda áfram verða þau eiginlega að verða sér út um styrk og aðeins þeir þrír eftstu fá styrk til að halda áfram í skólanum hér!! þannig að við erum þrettán að keppa um þrjá styrki. ég held að ég nenni nú ekkert að reyna að keppa um þetta því ég geri ekkert frekar ráð fyrir að taka doktorinn hér ef ég þá tek doktorinn! veit ekki alveg hvort ég er tilbúin til að verða eilífðarstúdent og halda áfram alveg eins eftir námið. ef ég tek doktor er ég þá ekki búin að ákveða að verða vísindamaður sem þýðir að ég þyrfti alltaf að vera að lesa greinar og skrifa greinar og skila inn greinum fyrir ákveðinn tíma osfrv. væri þetta ekki bara eins og að vera í skóla alltaf? ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu, vesen að vera í svona tilvistarkreppu! hugsa bara um þetta seinna það er einfaldast.
annars þá er bara ekkert að frétta af mér frekar en fyrri daginn og ég ætla að fara aðsofa núna snemma og reyna að hætta að vera svona þreytt alla daga. kannski vantar mig e-r efni í líkamann, reyndi nú að borða kjöt hér um daginn og ætla ekkert að vera að kaupa það aftur það var VONT. kannski vakna ég úthvíld á morgun ef ég fer að sofa núna kl. 20.30
kveðjur (vá hvað þetta var e-ð ómarkvisst hjá mér í þetta sinnið!!)
Hér er nú hálfgerð gúrkutíð þessa dagana!
Veit varla hvort ég á að vera að blaðra hér og þvaðra eða láta þetta bara gott heita? hvað finnst ykkur eiginlega, ég er nú einu sinni að þessu fyrir ykkur en ekki mig!!! hihaho
ég er nú samt að hugsa um að nýta tímann í gúrkutíðinni til að hripa niður kafla tvö í ferðasögunni (þeir sem ekki eru þolinmoðir hætta bara að lesa núna:) ), veit ekki hve margir kaflarnir verða en þessi kafli er um ferðina yfir Atlantshafið og hefst þá frásögnin:
Já ég var mætt komin í röðina endalausu síðast þegar ég skrifaði. Eiginlega leið mér eins og ég væri stödd í rangri röð því ég var umkringd jeppum (mörgum sérútbúnum), húsbílum og öðrum trukkum og allir þessir bílar voru troðfullir af fólki og ég held að meðalaldurinn hafi verið svona um fertugt. ég skar mig því töluvert úr hópnum á litlum fólksbíl með engum sérútbúnaði og fylltur af dóti en ekki fólki auk þess að vera eiginlega bara of ung til að ferðast með skipinu! Svo þegar ég var búin að vera heillengi í röðinni fór ég að taka eftir því að fólk var alltaf að hlaupa fram og til baka, fóru tómhentir framhjá mér og komu með fullt fang af pappírum til baka! ég var eiginlega orðin svolítið forvitin að vita hvaða pappírar þetta voru en þorði ekkert að fara úr bílnum til að hlaupa fremst í röðina og sækja þessa pappíra. ef ég hefði hætt mér út úr bílnum þá hefði röðin auðvitað henst af stað og allir orðið brjálaðir á litla græna bílnum sem færðist ekki neitt, og eins og það var mikið að trukkum í kringum mig þá held ég að þeir hefðu bara ekki hikað við að keyra bara yfir hana Grétu mína! og ekki vildi ég nú að það kæmi fyrir, nóg hafði nú komið fyrir hana elskuna á síðasta sólarhringnum!
ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var hálf stressuð þarna í röðinni og var því ótrúlega ánægð þegar mamma, pabbi eða systa hringdu í mig og ég bara skipaði þeim að hringja oft í mig því ég var hálf einmanna innan um allt þetta fólk sem hlakkaði til að komast heim til sín en ég var skjálfandi að yfirgefa öryggið!!! á endanum komst ég nú fremst í röðina og fékk afhenta þessa pappíra alla, þurfti náttúrulega að stoppa bílinn í hliðinu og stoppa ALLA röðina (ekki bara "línuna" mína heldur allar "línurnar") á meðan ég fyllti út þessa pappíra. þetta var nú ekkert rosalega flókið en ég var svo niðursokkin í að skilja færeyskuna að það tafði mig aðeins! Fólkið á eftir mér varð bara að sætta sig við það að bíða, það tekur bara tíma að vera til! þegar ég var komin þarna í gegn var mér vísað í rétta röð en á þessum tímapunkti sá ég fram á að ef ég fyndi ekki klósett snarlega þá myndi farangurinn minn fara á flot. ég kom bílnum því fyrir í röðinni, stökk út, læsti og hljóp inn á e-a hafnarskrifstofu, fann klósett og sprændi á mettíma held næstum að ég hafi verið byrjuð áður en ég var sest og búin að girða mig áður en síðustu droparnir voru lentir! nei ekki var það nú alveg svo slæmt en þið skiljið að ég var rosalega fljót vona ég!!! þegar ég kom svo út aftur var komið óendanlega stórt gat á milli mín og næsta bíls á undan og fólkið fyrir aftan minn bíl farið að ókyrrast aðeins. um leið og ég sá þetta þá hætti ég að hlaupa og gekk ákveðnum skrefum að bílnum mínum, opnaði rólega og leit svona í kringum mig eins og mér lægi ekkert á, settist upp í bílinn og keyrði af stað. ekkert smá cool hihihi.
það var nú samt eins gott að ég þurfti ekki að gera meira á klósettinu því ég bara þaut um borð í bátinn, þurfti varla að stoppa nema rétt til að láta e-n mann fá hluta af útfylltu pappírana. þegar ég var komin inn í bátinn mátti ég gjöra svo vel að keyra nokkra hringi og fór alltaf ofar og ofar í bátinn og endaði á e-i millihæð. þar voru menn sem sögðu manni til um hvað maður ætti að vera nálægt næsta bíl og svei mér þá það mætti halda að þeir hafi verið aldir upp í París, ég hélt bara að þeir myndi opna skottið á jeppanum fyrir framan og láta mig keyra inn! svo var nú bara heppilegt að ég náði farangrinum mínum út áður en næsti bíll lagði upp við mig því það var álíka mikið pláss á milli bíla á öllum hliðum ef þið skiljið hvað ég á við. ég var búin að taka mig rosalega vel til, var alveg tilbúin með allan farangur sem ég þóttist þurfa um borð í 2 daga og eiginlega fannst mér það ekkert svo mikið þegar ég fann þetta til en úff hvað ég þarf að læra að hemja mig. ég var með sæng og kodda, körfu með mat fyrir heilan her í hálfan mánuð, tölvutöskuna (ætlaði mér sko að vinna á bátnum hahaha), bakpoka með fötum og tannbursta og svo úlpuna mína því ég gerði mér grein fyrir að það yrði jafnvel kalt á Atlantshafinu.
svona klifjuð gekk ég villuráfandi um allt og leitaði að kojunni minni og það var sko ekki auðvelt. tóks samt á endanum en þá var herbergið svo lítið að ég komst varla inn sjálf og hvað þá með allt dótið mitt. ég bara varð að láta allt niður og fara með einn og einn hlut inn í einu. svo bara ákvað ég að vera kærulaus og skildi allt eftir nema tölvutöskuna og úlpuna! hljóp svo upp á dekk og var þar þar til blessaður báturinn lagði af stað. það var eiginlega svolítið flott að sjá landið svona frá nýju sjónarhorni og mér leið mun betur en þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda með Norrænu e-ð um tíu ára gömul og hélt að ég myndi aldrei aftur sjá Ísland. um leið og við komum út úr Seyðisfirði hurfu allir af dekkinu því það var svo hvasst að maður átti bara á hættu að fjúka út i hafsauga. ég nennti því ekki að vera lengur úti og fór í könnunarleiðangur um skipið. í þessum leiðangri hitti ég íslenskan karl (sem ég veit bara ekkert hvað heitir fatta það núna) sem var líka einn á ferðalagi og við spjölluðum aðeins í hvert skipti sem við hittumst, maður verður svo tengdur löndum sínum sjáiði til svona þegar maður er umkringdur öðrum "tegundum"!! Hann er sem sé læknir og var á leiðinni til Bretlands þar sem konan hans er að læra.
Þetta var sem sé kynningin á öðrum tveggja skipavina minna. Hinn var nú ekki alveg eins lánsamur og lukkulegur. Hann sá ég fyrst fyrsta kvöldið og þá sat hann á barnum og talaði við annan ólánsaman mann. ég hugsaði nú með mér að þessir litu nú ekki glæsilega út og fór mína leið. Daginn eftir gekk þessi maður upp að mér og spurði á svona líka glæsilegri íslensku hvort ég ætti ekki pening svo hann gæti keypt sér bjór, hann var svo þunnur! hafði ekki einu sinni rænu á að þykjast vera sjóveikur. ég sagði nú bara eins og var að ég væri ekki með neinar danskar krónur. ég var náttúrulega svo vitlaus að svara bara á íslensku og þar með vorum við orðin bestu vinir! þetta með að tengjast landanum skilji þið! Næsta klukkutímann eða líklega næstu klukkutímana fékk ég að heyra ævisöguna, það var nú erfitt á Snæfellsnesi í gamladaga og mikið ofbeldi. karlanginn. svo var fullt meira sem ég kann nú ekki alveg við að vera að skrifa hér því þetta er jú hans líf en ekki mitt. en í stuttu máli sagt þá þoldi hann ekki lækna og þeir eru illmenni osfrv osfrv. en hann var nú að taka sig á og með uppfinningarnar sínar í skjalatöskunni á leiðinni til Danmerkur að verða uppgötvaður af legó! takk fyrir.
svo kom nú að því að vinirnir mínir tveir hittust og það var nú hálf svona grátbroslegt að sjá þennan hóp held ég! Held eiginlega helst að það mætti gera hina bestu bíómynd um okkur! allavegana franska bíómynd hihi þær eru allavegana nógu ruglaðar!
Söguþráðurinn væri e-n veginn svona: Læknir (og gæti alveg verið geðlæknir) sem ekki vill segja til um starf sitt, róni sem hatar lækna og þá helst geðlækna (sem virðast ekki gera annað en svipta alheilbrigðu fólki sjáfræði) og svo ég (veit nú ekki alveg hvernig ég á að lýsa sjálfri mér og koma mér inn í myndina en ég er samt auðvitað póllinn á milli þessara tveggja heima sjáið þið til jú og svo auðvitað bara sakleysingi sem óvart feiktist af stað í ferðalag, alltaf jafn óvart sem hlutirnir gerast hjá mér og jafn utan við mig og umheiminn - er þetta ekki bara ágætis lýsing?). ég er nú ekki alveg búin að átta mig á því enn um hvað myndin ætti að vera og hver söguþráðurinn er en hva þarf nokkuð svoleiðis í franskar myndir? mætti samt kannski bara vera svona brot úr lífi hvers og eins og svo sýna hvernig við hittumst og hvað hver hugsaði um hvern! ég virðist hafa hugsað töluvert um þá hvers vegna ættu þeir þá ekki að hafa hugsað e-ð svipað um mig?? veit ekki, erfitt að segja! ég ætti kannski bara að fara að vinna í því að hafa uppi á þessum félögum mínum og fá þá til að vera meðhöfundar hihi.
Eftir þennan fyrsta dag með félögum mínum reyndi ég nú að forðast annan þeirra eftir bestu getu og fór svo á endanum að mér leið eins og mjög vondri sál sem tók 180 gráðu beygjur í hvert sinn sem ég sá "vin" minn. ég bara nennti samt ómögulega að tala við hann meira, þóttist vera búin að sinna minni þegnskyldu. á endanum sá ég svo að eina leiðin var að klæða sig í öll fötin úr bakpokanum og vera úti því þar gat hann ekki verið. já ég er vond manneskja! ég viðurkenni það bara. ég sat þarna úti í óendanlegan tíma og er búin að stúdera öldur og öldugang ótrúlega vel, skil núna alveg hvað jafnan sem er í setlagafræðibókinni minni þýðir ; ) Svo fór ég að spjalla við e-n þjóðverja og það var eiginlega svolítið gaman því hann fattaði ekki að ég var íslendingur og var að segja mér hvernig íslendingar hugsa. það var bara gaman að fá svona beint í æð heiðarlegt ályt á landanum, held samt að ekkert okkar þriggja söguhetjanna í frönsku myndinni hafi passað við það sem hann sagði! þetta ætti að kenna mér að hætta að setja fólk í dilka. dagur tvö á skipinu var tíðindalítill og svo var ég bara allt í einu komin til Danmerkur en það er saga í kafla þrjú, er komin með alveg nóg af skriftum og þið áreiðanlega líka á lestri!
Þar hafið þið það kafli tvö kominn á blað
hæ hæ
ég er vöknuð og farin að læra en vá hvað ég nenni því ekki! þess vegna er nú gott að setjast hér og skrifa smá hugrenningar! eða er það ekki? jú ég held það. hvað gerði ég nú í gær? ég ætlaði að vera ótrúlega dugleg og lesa og lesa greinar fyrir fyrirlestur sem ég þarf að halda um hydrothermal systems á eyjunni Volcano á Ítalíu. ég á fimm greinar um efnið og það ætti ekkiað vera svo flókið að fiska ut aðalatriðin og skella inn í power point. ég nennti nú samt ekki á fætur fyrr en um hálf ellefur og þá þrufti ég að fara í sturtu og snurfusa hjá mér og og og þannig að lærdómurinn hófst ekki fyrr en eftir hádegið eða upp úr eitt. þá braust hoppaði ég yfir grindverkið sem er í kringum skólann og kom mér fyrir við ritaraborðið mitt í mastersherberginu. ég sat þarna í líklegast um tvo tíma og vissi ekkert hvað ég var að lesa og ákvað því að skipta um umhverfi, tók allt dótið mitt og fékk mér göngtúr og ætlaði að fara á lestrarkaffihúsið mitt. þegar eg var komin þangað þá nennti ég nú ekkert inn enda var bara fínasta veður og ég ákvað bara að slá öllu upp í kæruleysi og hélt bara áfram að labba. þegar ég kom á torgið í miðborginni þá var búið að setja upp svona svið og verið að spila alskonar tónlist og svo þegar ég teygði nógu mikið úr mér sá ég að það var rosa danskeppni í gangi. ég bara festist þarna í um tvo tíma eða kannski nær þremur, held ég hafi stækkað um 3 sentimetra þvi ég þurfti að teygja svo mikið úr mér til að sjá e-ð. þetta var sko svona breakdanskeppni ofsa skemmtileg. nú er tölvan farin í hakk ég klára þetta kannski seinna. það var nú ekki lengi gert að laga þetta smáatirði! er orðin svo tæknileg hihi!!! já þessi keppni var eiginlega ótrúlega flott ekkert smá sterkir strákar sem dansa svona og fullt af heljarstökkum og haussnúningum og og og. þetta var líka svo flott því þetta var svona keppni um sviðið líka svona eins og rappeinvígið í myndinni sem hann þarna eminem lék í! ótrúlega gaman sérstaklega þar sem ég átti ekki von á að sjá neitt nema leiðinda greinar um Volcano þennan laugardaginn. svo í gærkvöldi fór ég í salatpartý með krökkunum og það endaði með gítarspili ofsa gaman enn skemmtilegra samt ef ég hefði kunnað lögin!! jæja þá er ég farin
Jæja gott fólk
þá er ég loksins komin heim eftir langan og strangan dag! nei eiginlega hefur hann bara verið nokkuð ljúfur. Já ég ætlaði að reyna að segja ykkur e-ð sniðugt sem hefur komið fyrir mig þessa síðustu daga. Miðvikudagurinn var bara ósköp venjulegur, skóli fyrir og eftir hádegi og svo staðið við ljósriturnarvélina í svona klst. ég held ég gæti sett ritara á ferilsskrána fjótlega því ég virðist ekki gera annað en ljósrita og ljósrita og taka skilaboð fyrir krakkana. Ljósritin skiljið þið líklega en þannig er að borðið mitt er fyrsta borðið þegar gengið er inn í masterherbergið í skólanum og allir sem koma inn að leita að e-m skilja eftir skilaboð hjá mér!! ég er bara alltaf með á hreinu hverjir eru við og hverjir ekki, hverjir þurfa að tala við hverja og hvers vegna, tók meira að segja símanúmer í dag!! annars hefur ekki verið skóli í gær og í dag þannig að það hefur verið mjög ljúft að vera einn í herberginu, hef getað lesið og lesið! miklu betra að læra þar heldur en hér heima hjá mér því skrifborðið mitt hér er ósköp lítið og þeir sem þekkja til mín vita að ég verð að hafa nóg pláss til að dreyfa úr bókum, glósum og síðast en ekki síst postit miðum!! fólk er farið að hafa orð á því hvað mappan mín er e-ð gul!! ja ég veit ekki hvernig krakkarnir fara að því að muna hvað þau skilja ekki, ég verð bara að skella gulum miða þar!!! gleymskan í hámarki að þurfa að minna sig á hvað það er sem maður skilur ekki og hvers vegna maður skilur ekki. ef þið kunnið ráð við gleymsku þá vil ég endilega fá að vita hvað það er já og ef það virkar á mig þá virkar það líklega á alla!!
í gær fékk ég bréf frá manninum sem ég leigir mér herbergið og hann vildi endilega fá ljósrit af tryggingunni minni! úps ég var auðvitað ekkert búin að fá mér þessa tryggingu þannig að ég varð að byrja daginn á því að redda þessu, ofsalega gaman að rembast við að koma svona tryggingarmálum í lag á frönsku! ég auðvitað fór með alla pappíra sem ég hef fengið hér því það er alltaf svo erfitt að eiga við þessa skriffinsku hér í þessu landi. ég var með dvalarleyfi, vegabréf, skólskýrteini, aðrar tryggingar og bara allt sem ég hef hér og var búin að undibúa mig andlega fyrir mikið stapp og læti en viti menn ég þurfti bara ekki að gera annað en skrifa nafnið mitt tvisvar og borga - ekki erfitt það! ég var ótrúlega glöð.
svo kom að því að ég þurfti að kíkja til læknis í gær, ég fékk heimilisfang og síma hjá einni konu og komst að í morgun. þar sem ég þekki sjálfa mig alveg ágætlega þá ákvað ég að fara í bíltúr í gærkvöldi til að finna staðinn. það gat varla verið auðveldara að finna þetta á kortinu og ég var alveg búin að leggja þetta á mig. keyra þangað og finna þessa götu og svo hina götuna og svo er ég bara komin þangað! gat ekki verið auðveldara og ég ákvað að taka bara tímann svo ég vissi hvenær ég þyrfti að leggja af stað. klukkan sjö í gærkvöldi fór ég svo af stað. ég keyrði götuna sem ég átti að keyra og beygði á réttum stað og fann hina götuna og allt gekk svona lika ljómandi vel hjá mér þar til...... ég fann ekki eina götuna. ég keyrði og keyrði og keyrði og keyrði og keyrði og ...... og keyrði... snéri við og fór sömu leið til baka og keyrði og keyrði þar til ég var alveg búin að tapa áttum og komin út úr borginni meira að segja á tímabili, engir ljósastaurar eða neitt. ég ákvað þá að reyna bara að finna skilti með e-u nafni sem ég þekkti og viti menn á endanum fór ég að kannast við mig aftur. þegar ég var farin að kannast við mig aftur hófst leitin á ný, gatana og beyjana og hin gatan og viti menn í þetta skiptið fann ég götuna mína og læknastofuna. klukkan var orðin tíu mínútur yfir átta!!! ekki nema : ) ég ákvað þá að taka bara tímann heim aftur og hvað haldið þið að ég hafi verið lengi? nei ég viltist ekkert á heimleiðinni og var tíu mínútur! ég fór nú samt af stað hálftíma áður en ég átti að mæta í morgun því ég var svo hrædd um að það væri brjáluð mogunumferð en svo var ekki þannig að ég var bara allt of snemma á ferðinni en það var allt í lagi því ég er svo vön því að vera of snemma að ég var viðbúin og með bók í töskunni hihi.
Já ég er sko komin með rosalegt kvef, finn ekkert bragð og bara höfuðverkur og læti líka. þetta hlýtur samt að ganga yfir fljótlega, krakkarnir halda að ég sé veik en ég viðurkenni það nú ekki, bara smá kvef! ég læt nú ekki þessa sýkla vinna á mér.
já og svo fékk ég sko skemmtilega sendingu í gær, systa pakkinn er kominn! og sara bara farin að skrifa svona líka flotta stafi! ég fékk sem sé afmælisgjöfina í gær og hún á sko aldeilis eftir að koma sér vel. þannig er að hún systir mín þekkir mig næstum því jafn vel og ég þekki mig sjálf! og sendi mér matreiðslubókina sem hagkaup eru að gefa út, nú þarf ég ekki lengur að finna sjálf upp grænmetisrétti heldur vel bara númer af handahófi og elda það sem er á samsvarandi blaðsíðu! held samt að ég verði að fara í Darty eða Conforama og kaupa mér svona mixer!
jæja ég nenni ekki að skrifa meira og skil í rauninni ekki hvernig er hægt að skrifa svona mikið um ekki neitt, á líklega heimsmet í röfli!!
þar til næst kæru vinir
hae hae
eg er augsjaanlega ad bregdast minum trygga lesendahopi med tessari leti minni. tvi midur hef eg bara ekkert mikid ad segja svona a hverjum degi, tel tad snidugra ad bida bara og segja svo almennilega fra, verd kannski ad endurskoda tad se eg. eg skil ekkert i tessari opruttnu vinkonu minni ad skilja svona eftir hja mer, eg bara fer alveg i kerfi yfir tessu, er ekki enn buin ad jafna mig eftir afallid. annars aetla eg ekki ad hafa tetta lengra her an islenskra stafa, lofa pistli tegar eg kem heim i dag, og hann verdur vonandi almennilegur hihihi
hae hae 'eg er buin ad vera rosalega dugleg i dag og laera og laera og laera. annad hef eg ekki gert nema ta ad stadfesta tad ad eg aetla ad taka tatt i svona styrktegadegi sem franska rikid heldur fyrir styrktegana sina. tad verdur sem se a laugardaginn eftir tvaervikur og ta fae eg liklegast ad smakka alvoru franskan mat og alveg okeypis!! alltaf ad graeda ha! ja og tad verdur farinn svona turista hringur um borgina tannig ad tegar tid farid ad heimsaekja mig i kippum flotlega ta get eg fraett ykkur um alla helstu stadi borgarinnar hihi.
eg er ad bida eftir tolvuposti nuna tvi mig vantar reference til ad setja i alpaskyrsluna mina og tegar tad er komid og eg hef tryst a imprimer sem er vist print hnappurinn her i frakklandi ta er tessari hormung lokid. annars var eg ad komas ad tvi i dag af fullri alvoru ad eg er vist ad taka master a 10 manudum og tad er adeins meiri vinna en eg helt!! er bara allt i einu ad drukkna
bannad ad vaela samt er gaman og tetta er eiginlega merkilega skemmtilegt, hefdi aldrei truad ad jardefnafraedi gaeti verid svona nitsamleg
bless
við "krakkarnir" erum með svona leik í gangi. reglurnar eru þannig að í hvert skipti sem e-r gerir e-ð af sér þá fær hann punkt á plakat sem hangir inni í herberginu okkar. þegar komnir eru 10 punktar er kominn tími til að allir fari saman á barinn og eigandi punktanna 10 þarf að borga fyrir alla!!
ég var ein þeirra fyrstu til að fá punkt þegar ég sýndi áhuga minn á jarðfræðinni einum of mikið hér um daginn og það var alveg inni í myndinni að ég fengi tvo punkta fyrir þetta afrek mitt. á föstudaginn held ég að ég hafi unnið mér inn punkt númer tvö! er að vísu ekki búin að athuga hvort hann sé kominn á plakatið en held að hann birtist fljótlega ef ekki er búið að setja hann inn!! viljiði vita hvers vegna??
Nei ég vissi að þið vilduð ekki vita það. ok ég skal ekkert vera að ergja ykkur með þeirri sögu.
það hefur lítið gerst síðan í gær, ég fór bara í skólann og skildi ótrúlega mikið og kennarinn sagði við mig að ég talaði orðið miklu betur en ég gerið!! held samt að það hafi bara verið svona kurteisis hjal hjá honum! já svo fór ég í badmintonið og var svona lika rosalega góð hihihi tapaði ekki öllum leikjunum loksins! og það var bara fjölmennt í tímanum en því miður verður ekkert í næstu viku því það er frí á þriðjudeginum og fólk tekur sér líklega bara aukafrídag á mánudegi þegar svoleiðis aðstaða kemur upp. ættum nú að taka okkur þetta til fyrirmyndar á Íslandi finnst ykkur ekki. svo bara kom ég heim og er bara loksins búin með alpaskýrsluna og annað eins asknastrik hef ég aldrei á ævinni skrifað en ég bara hef engan áhuga á að gera þetta betur point final.
jú ok ég skal segja ykkur söguna!! Þannig var að við hittumst sjö á föstudagskvöldið og fórum inn e-n bar. þar sátum við í e-n tíma og þegar allir voru búnir úr fyrsta glasinu var glas númer tvö pantað. bara svona eins og gengur og gerist! (nú hugsið þið líklega öll já hvað drukku þau mikið og hvaða asnastik gerði blessunin hún Bergrún í þetta skiptið og ég geri ráð fyrir að þig gerið ráð fyrir (hihi) að það hafi verið rosalegt - þið hafið rangt fyrir ykkur). við stelpurnar pöntuðum okkur drykki í "venjulegum" glösum en strákarnir fegnu e-r svona rosalega flott glös og ég missti út úr mér þessa gullnu setningu: þetta eru frekar glös fyrir stelpur! ekki mjög agaleg setning fannst mér og átti við að þetta væru ekki mjög karlmannleg glös en þau eru frekar svona stórar bjórkrúsir (sagt með djúpri röddu!!) en ekki svona LÖNG MJÓ STÓR glös!!! þetta var sem sé mjög illa misskilið hjá félögum mínum og fyrir þetta fæ ég punkt!! held að þau ættu frekar að fá punkta!! svo var sagt að það yrði að passa vel að ég myndi ekki stela glasi af pöbbnum núna!! eins og ég leggi það í vana minn. ég hef sko ekki reynt það síðan í Þýskalandi hér um árið þegar lögreglunni var sigað á hópinn sem ég var í þar sem allt í einu hurfu um 20 glös!!
hef þetta ekki lengra að sinni
Vona að þið fyrirgefið mér allar ásláttarvillurnar, ég bara nenni ómögulega að lesa þetta þvaður mitt yfir - aldrei
Jú sæl aftur
ég er víst enn á lífi þó naumlega sé! ég er búin að sitja allt of mikið yfir bókum og við tölvuna síðustu vikuna og hér er sko ekki góð aðstaða til slíkra verka. afleiðingarnar eru versta vöðvabólga sem ég hef vitað. ég bara veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu!
Ég fór og hitt krakkana á föstudagskvöldið og fékk tvö RISA svissnesk súkkulaðistykki í afmælisgjöf frá svissnesku stelpunni! ég er búin að gæða mér á öðru þeirra alla helgina og er samt varla hálfnuð! á laugardaginn fórum við svo að verlsa ég og spænskumælandi vinkonurnar tvær frá perú og ekvador. eftir verslunarleiðangurinn hjálpaði ég svo þeirri frá perú að flytja en hún hefur búið hjá þeirri frá sviss frá því við komum heim úr felt ferðinni margfrægu. hún var sem sé ekki búin að finna sér herbergi fyrr en er nú kominí eigið húsnæði!! eftir flutninginn held ég að ég hafi nú ekki gert mikið var e-ð að dunda mér hérna heima við þar til um kvöldið þegar ég fór að hitta krakkana (eins og vanalega!) og nú var vídeókvöld!! og svona líka áhugavert vídeókvöld (eða á maður nú orðið að segja dvdkvöld??). Við sátum og horfðum á einskonar franska fóstbræður í líklega 3 klst. sumt var nú alveg fyndið en ég skildi held ég bara enn minna þarna heldur en í fræðitímunum í skólanum!! svo voru þau allaf að segja mér þetta er svo fyndið vegna þess að ...... eiginlega hló ég bara meira að því hvað þau hlógu og svo líka þegar ég sá takta í leikurunum sem minntu mig svo mikið á frakka!! já þetta var ógurlega menningarleg reynsla!
í morgun svaf ég svo bara lengi og vel og fór svo einn hring á markaðnum eins og vanalega á sunnudögum. eftir hádegið var ég rosalega dugleg og lærði heilan helling (en er ekki enn búin með bölvaða alpaskýrsluna sem ég var búin að lofa sjálfri mér að klára núna um helgina! það er bara ekki réttlátt að vera enn að gera verkefni og leiðindadót sem maður hefur engan áhuga á eftir hva 9+4+3 já 16 ár í skóla). í gær fékk ég líka lánaðann dvd disk hjá pierre (einum "krakkanum") og var búin að hlakka ótrúlega til að horfa á eina bíómynd í kvöld en nei nei þegar ég setti hanní þá kom bara hlóð og engin mynd!! svo virðist vera að mig vanti réttan codex (eða e-ð þannig orð, þetta tölvu og tæknimál er enn óskiljanlegra en franskan og þá er nú mikið sagt). ég auðvitað fór strax á netið til að ath hvort þar væri nú ekki e-r tæknifróður tengdur sem gæti hjálpað mér og viti menn sú var raunin! ég fékk hjálp og tók rosa tíma að fá e-a sendingu til að setja nýjan dvd búnað inn (eða e-ð svoleiðis) en allt kom fyrir ekki ekkert gekk. ég varð svo reið og pirruð að ég bara rauk út og fór í bíó. hljóp bara og fór á e-a mynd sem var verið að fara að sýna, hún var nú ekkert ofsalega skemmtileg og ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir það var nú samt e-ð La mensonage de couleur eða e-ð því líkt og þetta er sko franska nafnið á bandarískri mynd!! Anthony Hopkins og Nicole Kidman léku í henni, frekar niðurdrepandi mynd ef ég á að segja alveg eins og er. ég hætti samt að vera reið út í tölvuna!! held samt að ég undirbúi næstu bíóferð aðeins betur og sjái þá mynd sem e-ð vit er í! hún var samt ekkert svo slæm. jæja þar sem þetta er ekkert nema hugsanaþvaður hér þá held ég að ég komi mér bara í háttinn enda kominn tími til því skólinn byrjar kl. 8 í fyrramálið en ég er sko orðin mjög óvön slíku farin að kunna vel við að sofa til 9 og 10 á hverjum degi!! skrítið því ég geri það aldrei heima á íslandi
góða nótt