Bergrún
mánudagur, nóvember 24, 2003
 
ekkert nýtt að frétta bara þetta sama gamla! var bara dugleg í gær, lærði fullt og fór svo í smá heimsókn til Kathy frá Perú sat og spjallaði við hana þar til brunakerfið fór í gang og við urðum að yfirgefa bygginguna! ég var svo vond að ég nennti ekki að húka úti með henni og hlóp því bara í bíó. fór á myndina Intolerable Cruaut sem heitir e-ð svipað á ensku. myndin með þeim George Clooney og Catherine zeta jones (hvernig sem þeirra nöfn eru skrifuð, hef aldrei verið góð í stafsetningu!!) mér fanns hún nú ekki eiga skilið allar þessar stjörnur sem hún hefur fengið í stjörnukeppni blaðanna hér! eiginlega fannst mér hún næstum leiðinleg, ekkert nema gegnumsjáanleg plott og hollywood moment! veit svo sem ekki hvort það er verið að gera grín að þessum myndum en ef svo er þá fannst mér það ekki takast hjá þeim. já svo ætlaði ég að vera ótrúlega dugleg og vakna kl 7 í morgun og klára fyrirlesturinn fræga en það var svo gott að sofa og ég rétt druslaðist framúr kl.9!! veit ekki hvernig þetta er með mig orðið. hef bara einu sinni verð svona mikil svefnpurka áður og það var í skólanum á englandi! kannski hefur nám erlendis bara svona leti áhrif á mig?
jæja svo í morgun fór ég í skólann til að skanna nokkrar myndir og vá hvað það tók langan tíma, ég þurfti að fá aðstoð auðvitað stelpan sem kann ekki enn að skanna já og svo er eini skanninn á svæðinu tengdur við makka og það með öllum skipunum á frönsku!! eina skipunin sem ég skil á frönsku í tölvunum er imprimer og það þýðir að prenta!
jæja verð að fá mér e-ð að borða áður en ég verð að beinagrind hér!!
hafði það sem allra best og vitiði hvað það eru bara sjö dagar þar til við megum öll fara að skrúfa frá jólaskapinu og ég er bara farin að láta mér hlakka til að mega fara að hlakka til jólanna hihi
bless
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com