Bergrún
laugardagur, nóvember 22, 2003
 
Hæ hæ
Ég er súpertrúper stolt af sjáfri mér í dag! eða kannski frekar í gær, ég hélt þennan líka fína fyrilestur um Kilauea eldfjall á Hawaii. Þetta voru nú bara tíu mínútur en ég hélt þetta yrði algjört helvíti en svo var bara gaman! Ég gerði þetta nú að vísu á ensku og fékk smá skot frá krökkunum eftir fyrirlesturinn fyrir það en vá það hlýtur að hafa verið skárra en að láta mig standa upp við töflu í 20 mín að reyna að útskýra eina glæru. ég gæti þá eins haldið fyrirlestur fyrir heyrnalausa því það væri hvort sem er ekkert nema handapat! Ótrúlega skondið samt þegar ég var í skólanum á Englandi þá fannst mér ég ekkert kunna í ensku en hér er ég svo góð í ensku að það hálfa væri nóg. ég held meira að segja að sumir krakkarnir hafi ekki skilið allt sem ég sagði sem er nú ekki alveg nógu gott samt, ég verð að spyrja eftir næsta fyrirlestur hvort ég þurfi að útskýra e-ð betur! vá þetta er nú farið að jaðra við mont hér hjá mér! en það er samt bara satt að það er ótrúlega þægilegt að tala mál þar sem maður getur tjáð sig almennilega og hjá mér á það bara við um enskuna orðið, já og húrra fyrir því. ég þarf ekkert endilega að vera innan um breta og bandaríkjamenn og ef ég er það ekki þá kann ég bara ensku alveg ljómandi vel hihi held nú að enginn skilji hvað ég er að baula hér
já ég var svo glöð í gær að ég hófst handa við ítalíufyrilesturinn aftur en ekkert gekk. ég nennti nú ekki að skemma góða skapið og hætt því bara. fór svo út að borða með krökkunum, fengum okkur crepes í aðalrétt og eftirrétt mmm svakagott! eftirrétturinn var sko með nutella og banönum jammí jammí elska það slurf namm namm. svo fórum við og settumst inn á e-n bar í smá tíma en vorum nú ekki lengi því það voru allir svo þreyttir eftir að hafa vakað langt fram á nott nóttina áður við undibúning fyrirlestra! svona var nú það.
svo í morgun vaknaði ég og sá að það gengi ekki lengur að eiga engin hrein föt þannig að ég fann öll skítugu fötin mín og fann mér almenningsþvottahús sem var ógeðslega dýrt, 3,60 evrur fyrir eina vél!! mér hreinlega blöskraði verðið en nennti nú ekki að fara að leita að öðrum stað þannig að ég ákvað að þvo bara eina vél í staðinn fyrir 2. ég verð bara ekkert í svörtum fötum það er allt í lagi, ég á nóg af e-u skræpóttu hihi. svo skrapp ég í súpermarkaðinn og hugsað á leiðinni að ég ætlaði bara að taka það næsta sem ég sæi í hillunum ekkert að vera að horfa og hugsa, þetta tókst bara vel og ég var skotfljót að versla, lenti samt á eftir leiðinda skarfi í röðinni en æsti mig samt ekkert við það, hélt bar ró minni, ég er orðin ótrúlega samblandin (er þetta orð eða nýyrði???) franskri stórmarkaðsmenningu!!
nú er ég aftur sest við ítalíufyrirlesturinn og þið sjáið hvað hann gengur vel!!
hafið það sem allra best og skrifið mér nú bréf næstu vikurnar svo ég hafi e-ð að gera þegar ég nenni ekki að læra fyrir blessuð prófin (sem verða í eina viku eftir 2 vikur gúps)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com