Hér er nú hálfgerð gúrkutíð þessa dagana!
Veit varla hvort ég á að vera að blaðra hér og þvaðra eða láta þetta bara gott heita? hvað finnst ykkur eiginlega, ég er nú einu sinni að þessu fyrir ykkur en ekki mig!!! hihaho
ég er nú samt að hugsa um að nýta tímann í gúrkutíðinni til að hripa niður kafla tvö í ferðasögunni (þeir sem ekki eru þolinmoðir hætta bara að lesa núna:) ), veit ekki hve margir kaflarnir verða en þessi kafli er um ferðina yfir Atlantshafið og hefst þá frásögnin:
Já ég var mætt komin í röðina endalausu síðast þegar ég skrifaði. Eiginlega leið mér eins og ég væri stödd í rangri röð því ég var umkringd jeppum (mörgum sérútbúnum), húsbílum og öðrum trukkum og allir þessir bílar voru troðfullir af fólki og ég held að meðalaldurinn hafi verið svona um fertugt. ég skar mig því töluvert úr hópnum á litlum fólksbíl með engum sérútbúnaði og fylltur af dóti en ekki fólki auk þess að vera eiginlega bara of ung til að ferðast með skipinu! Svo þegar ég var búin að vera heillengi í röðinni fór ég að taka eftir því að fólk var alltaf að hlaupa fram og til baka, fóru tómhentir framhjá mér og komu með fullt fang af pappírum til baka! ég var eiginlega orðin svolítið forvitin að vita hvaða pappírar þetta voru en þorði ekkert að fara úr bílnum til að hlaupa fremst í röðina og sækja þessa pappíra. ef ég hefði hætt mér út úr bílnum þá hefði röðin auðvitað henst af stað og allir orðið brjálaðir á litla græna bílnum sem færðist ekki neitt, og eins og það var mikið að trukkum í kringum mig þá held ég að þeir hefðu bara ekki hikað við að keyra bara yfir hana Grétu mína! og ekki vildi ég nú að það kæmi fyrir, nóg hafði nú komið fyrir hana elskuna á síðasta sólarhringnum!
ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég var hálf stressuð þarna í röðinni og var því ótrúlega ánægð þegar mamma, pabbi eða systa hringdu í mig og ég bara skipaði þeim að hringja oft í mig því ég var hálf einmanna innan um allt þetta fólk sem hlakkaði til að komast heim til sín en ég var skjálfandi að yfirgefa öryggið!!! á endanum komst ég nú fremst í röðina og fékk afhenta þessa pappíra alla, þurfti náttúrulega að stoppa bílinn í hliðinu og stoppa ALLA röðina (ekki bara "línuna" mína heldur allar "línurnar") á meðan ég fyllti út þessa pappíra. þetta var nú ekkert rosalega flókið en ég var svo niðursokkin í að skilja færeyskuna að það tafði mig aðeins! Fólkið á eftir mér varð bara að sætta sig við það að bíða, það tekur bara tíma að vera til! þegar ég var komin þarna í gegn var mér vísað í rétta röð en á þessum tímapunkti sá ég fram á að ef ég fyndi ekki klósett snarlega þá myndi farangurinn minn fara á flot. ég kom bílnum því fyrir í röðinni, stökk út, læsti og hljóp inn á e-a hafnarskrifstofu, fann klósett og sprændi á mettíma held næstum að ég hafi verið byrjuð áður en ég var sest og búin að girða mig áður en síðustu droparnir voru lentir! nei ekki var það nú alveg svo slæmt en þið skiljið að ég var rosalega fljót vona ég!!! þegar ég kom svo út aftur var komið óendanlega stórt gat á milli mín og næsta bíls á undan og fólkið fyrir aftan minn bíl farið að ókyrrast aðeins. um leið og ég sá þetta þá hætti ég að hlaupa og gekk ákveðnum skrefum að bílnum mínum, opnaði rólega og leit svona í kringum mig eins og mér lægi ekkert á, settist upp í bílinn og keyrði af stað. ekkert smá cool hihihi.
það var nú samt eins gott að ég þurfti ekki að gera meira á klósettinu því ég bara þaut um borð í bátinn, þurfti varla að stoppa nema rétt til að láta e-n mann fá hluta af útfylltu pappírana. þegar ég var komin inn í bátinn mátti ég gjöra svo vel að keyra nokkra hringi og fór alltaf ofar og ofar í bátinn og endaði á e-i millihæð. þar voru menn sem sögðu manni til um hvað maður ætti að vera nálægt næsta bíl og svei mér þá það mætti halda að þeir hafi verið aldir upp í París, ég hélt bara að þeir myndi opna skottið á jeppanum fyrir framan og láta mig keyra inn! svo var nú bara heppilegt að ég náði farangrinum mínum út áður en næsti bíll lagði upp við mig því það var álíka mikið pláss á milli bíla á öllum hliðum ef þið skiljið hvað ég á við. ég var búin að taka mig rosalega vel til, var alveg tilbúin með allan farangur sem ég þóttist þurfa um borð í 2 daga og eiginlega fannst mér það ekkert svo mikið þegar ég fann þetta til en úff hvað ég þarf að læra að hemja mig. ég var með sæng og kodda, körfu með mat fyrir heilan her í hálfan mánuð, tölvutöskuna (ætlaði mér sko að vinna á bátnum hahaha), bakpoka með fötum og tannbursta og svo úlpuna mína því ég gerði mér grein fyrir að það yrði jafnvel kalt á Atlantshafinu.
svona klifjuð gekk ég villuráfandi um allt og leitaði að kojunni minni og það var sko ekki auðvelt. tóks samt á endanum en þá var herbergið svo lítið að ég komst varla inn sjálf og hvað þá með allt dótið mitt. ég bara varð að láta allt niður og fara með einn og einn hlut inn í einu. svo bara ákvað ég að vera kærulaus og skildi allt eftir nema tölvutöskuna og úlpuna! hljóp svo upp á dekk og var þar þar til blessaður báturinn lagði af stað. það var eiginlega svolítið flott að sjá landið svona frá nýju sjónarhorni og mér leið mun betur en þegar ég fór í fyrsta skipti til útlanda með Norrænu e-ð um tíu ára gömul og hélt að ég myndi aldrei aftur sjá Ísland. um leið og við komum út úr Seyðisfirði hurfu allir af dekkinu því það var svo hvasst að maður átti bara á hættu að fjúka út i hafsauga. ég nennti því ekki að vera lengur úti og fór í könnunarleiðangur um skipið. í þessum leiðangri hitti ég íslenskan karl (sem ég veit bara ekkert hvað heitir fatta það núna) sem var líka einn á ferðalagi og við spjölluðum aðeins í hvert skipti sem við hittumst, maður verður svo tengdur löndum sínum sjáiði til svona þegar maður er umkringdur öðrum "tegundum"!! Hann er sem sé læknir og var á leiðinni til Bretlands þar sem konan hans er að læra.
Þetta var sem sé kynningin á öðrum tveggja skipavina minna. Hinn var nú ekki alveg eins lánsamur og lukkulegur. Hann sá ég fyrst fyrsta kvöldið og þá sat hann á barnum og talaði við annan ólánsaman mann. ég hugsaði nú með mér að þessir litu nú ekki glæsilega út og fór mína leið. Daginn eftir gekk þessi maður upp að mér og spurði á svona líka glæsilegri íslensku hvort ég ætti ekki pening svo hann gæti keypt sér bjór, hann var svo þunnur! hafði ekki einu sinni rænu á að þykjast vera sjóveikur. ég sagði nú bara eins og var að ég væri ekki með neinar danskar krónur. ég var náttúrulega svo vitlaus að svara bara á íslensku og þar með vorum við orðin bestu vinir! þetta með að tengjast landanum skilji þið! Næsta klukkutímann eða líklega næstu klukkutímana fékk ég að heyra ævisöguna, það var nú erfitt á Snæfellsnesi í gamladaga og mikið ofbeldi. karlanginn. svo var fullt meira sem ég kann nú ekki alveg við að vera að skrifa hér því þetta er jú hans líf en ekki mitt. en í stuttu máli sagt þá þoldi hann ekki lækna og þeir eru illmenni osfrv osfrv. en hann var nú að taka sig á og með uppfinningarnar sínar í skjalatöskunni á leiðinni til Danmerkur að verða uppgötvaður af legó! takk fyrir.
svo kom nú að því að vinirnir mínir tveir hittust og það var nú hálf svona grátbroslegt að sjá þennan hóp held ég! Held eiginlega helst að það mætti gera hina bestu bíómynd um okkur! allavegana franska bíómynd hihi þær eru allavegana nógu ruglaðar!
Söguþráðurinn væri e-n veginn svona: Læknir (og gæti alveg verið geðlæknir) sem ekki vill segja til um starf sitt, róni sem hatar lækna og þá helst geðlækna (sem virðast ekki gera annað en svipta alheilbrigðu fólki sjáfræði) og svo ég (veit nú ekki alveg hvernig ég á að lýsa sjálfri mér og koma mér inn í myndina en ég er samt auðvitað póllinn á milli þessara tveggja heima sjáið þið til jú og svo auðvitað bara sakleysingi sem óvart feiktist af stað í ferðalag, alltaf jafn óvart sem hlutirnir gerast hjá mér og jafn utan við mig og umheiminn - er þetta ekki bara ágætis lýsing?). ég er nú ekki alveg búin að átta mig á því enn um hvað myndin ætti að vera og hver söguþráðurinn er en hva þarf nokkuð svoleiðis í franskar myndir? mætti samt kannski bara vera svona brot úr lífi hvers og eins og svo sýna hvernig við hittumst og hvað hver hugsaði um hvern! ég virðist hafa hugsað töluvert um þá hvers vegna ættu þeir þá ekki að hafa hugsað e-ð svipað um mig?? veit ekki, erfitt að segja! ég ætti kannski bara að fara að vinna í því að hafa uppi á þessum félögum mínum og fá þá til að vera meðhöfundar hihi.
Eftir þennan fyrsta dag með félögum mínum reyndi ég nú að forðast annan þeirra eftir bestu getu og fór svo á endanum að mér leið eins og mjög vondri sál sem tók 180 gráðu beygjur í hvert sinn sem ég sá "vin" minn. ég bara nennti samt ómögulega að tala við hann meira, þóttist vera búin að sinna minni þegnskyldu. á endanum sá ég svo að eina leiðin var að klæða sig í öll fötin úr bakpokanum og vera úti því þar gat hann ekki verið. já ég er vond manneskja! ég viðurkenni það bara. ég sat þarna úti í óendanlegan tíma og er búin að stúdera öldur og öldugang ótrúlega vel, skil núna alveg hvað jafnan sem er í setlagafræðibókinni minni þýðir ; ) Svo fór ég að spjalla við e-n þjóðverja og það var eiginlega svolítið gaman því hann fattaði ekki að ég var íslendingur og var að segja mér hvernig íslendingar hugsa. það var bara gaman að fá svona beint í æð heiðarlegt ályt á landanum, held samt að ekkert okkar þriggja söguhetjanna í frönsku myndinni hafi passað við það sem hann sagði! þetta ætti að kenna mér að hætta að setja fólk í dilka. dagur tvö á skipinu var tíðindalítill og svo var ég bara allt í einu komin til Danmerkur en það er saga í kafla þrjú, er komin með alveg nóg af skriftum og þið áreiðanlega líka á lestri!
Þar hafið þið það kafli tvö kominn á blað