Bergrún
sunnudagur, nóvember 02, 2003
 
Jú sæl aftur
ég er víst enn á lífi þó naumlega sé! ég er búin að sitja allt of mikið yfir bókum og við tölvuna síðustu vikuna og hér er sko ekki góð aðstaða til slíkra verka. afleiðingarnar eru versta vöðvabólga sem ég hef vitað. ég bara veit ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu!
Ég fór og hitt krakkana á föstudagskvöldið og fékk tvö RISA svissnesk súkkulaðistykki í afmælisgjöf frá svissnesku stelpunni! ég er búin að gæða mér á öðru þeirra alla helgina og er samt varla hálfnuð! á laugardaginn fórum við svo að verlsa ég og spænskumælandi vinkonurnar tvær frá perú og ekvador. eftir verslunarleiðangurinn hjálpaði ég svo þeirri frá perú að flytja en hún hefur búið hjá þeirri frá sviss frá því við komum heim úr felt ferðinni margfrægu. hún var sem sé ekki búin að finna sér herbergi fyrr en er nú kominí eigið húsnæði!! eftir flutninginn held ég að ég hafi nú ekki gert mikið var e-ð að dunda mér hérna heima við þar til um kvöldið þegar ég fór að hitta krakkana (eins og vanalega!) og nú var vídeókvöld!! og svona líka áhugavert vídeókvöld (eða á maður nú orðið að segja dvdkvöld??). Við sátum og horfðum á einskonar franska fóstbræður í líklega 3 klst. sumt var nú alveg fyndið en ég skildi held ég bara enn minna þarna heldur en í fræðitímunum í skólanum!! svo voru þau allaf að segja mér þetta er svo fyndið vegna þess að ...... eiginlega hló ég bara meira að því hvað þau hlógu og svo líka þegar ég sá takta í leikurunum sem minntu mig svo mikið á frakka!! já þetta var ógurlega menningarleg reynsla!
í morgun svaf ég svo bara lengi og vel og fór svo einn hring á markaðnum eins og vanalega á sunnudögum. eftir hádegið var ég rosalega dugleg og lærði heilan helling (en er ekki enn búin með bölvaða alpaskýrsluna sem ég var búin að lofa sjálfri mér að klára núna um helgina! það er bara ekki réttlátt að vera enn að gera verkefni og leiðindadót sem maður hefur engan áhuga á eftir hva 9+4+3 já 16 ár í skóla). í gær fékk ég líka lánaðann dvd disk hjá pierre (einum "krakkanum") og var búin að hlakka ótrúlega til að horfa á eina bíómynd í kvöld en nei nei þegar ég setti hanní þá kom bara hlóð og engin mynd!! svo virðist vera að mig vanti réttan codex (eða e-ð þannig orð, þetta tölvu og tæknimál er enn óskiljanlegra en franskan og þá er nú mikið sagt). ég auðvitað fór strax á netið til að ath hvort þar væri nú ekki e-r tæknifróður tengdur sem gæti hjálpað mér og viti menn sú var raunin! ég fékk hjálp og tók rosa tíma að fá e-a sendingu til að setja nýjan dvd búnað inn (eða e-ð svoleiðis) en allt kom fyrir ekki ekkert gekk. ég varð svo reið og pirruð að ég bara rauk út og fór í bíó. hljóp bara og fór á e-a mynd sem var verið að fara að sýna, hún var nú ekkert ofsalega skemmtileg og ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir það var nú samt e-ð La mensonage de couleur eða e-ð því líkt og þetta er sko franska nafnið á bandarískri mynd!! Anthony Hopkins og Nicole Kidman léku í henni, frekar niðurdrepandi mynd ef ég á að segja alveg eins og er. ég hætti samt að vera reið út í tölvuna!! held samt að ég undirbúi næstu bíóferð aðeins betur og sjái þá mynd sem e-ð vit er í! hún var samt ekkert svo slæm. jæja þar sem þetta er ekkert nema hugsanaþvaður hér þá held ég að ég komi mér bara í háttinn enda kominn tími til því skólinn byrjar kl. 8 í fyrramálið en ég er sko orðin mjög óvön slíku farin að kunna vel við að sofa til 9 og 10 á hverjum degi!! skrítið því ég geri það aldrei heima á íslandi
góða nótt
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com