Jæja þá er prófatíðin aldeilis gengin í garð! Tveir dagar búnir og ég er stax komin á eftir áætlun! að vísu bara 3 blaðsíðum en ég bara gat ómögulega klárað þær, ákvað að gera þær frekar almennilega í fyrramálið frekar en að lesa þær án þess að muna neitt á miklu lengri tíma í kvöld. ég er sem sé ekki búin að gera neitt annað en læra alla helgina. frá kl. 10 til 19 í gær og frá 10 til 21 í dag (með smá pásu, fékk mér göngutúr um bæinn til að koma athyglinni í lag).
á morgun 1. des er ég svo að fara í hangikjöt!! já það verður sko gott að borða á morgun, ég er búin að ákeða að lesa yfir léttasta efnið á mogrun svo ég hafi að klára dagsverkið áður en ég fer í matarboðið ef það tekst þá verður dagurinn fullkominn. annars held ég að ég sé bara farin að sofa núna, ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af þvíað sitja á rassinum allan daginn. já og svona að lokum þá eru 15 dagar þar til ég kem heim! hlakka til