Bergrún
föstudagur, nóvember 07, 2003
 
Jæja gott fólk
þá er ég loksins komin heim eftir langan og strangan dag! nei eiginlega hefur hann bara verið nokkuð ljúfur. Já ég ætlaði að reyna að segja ykkur e-ð sniðugt sem hefur komið fyrir mig þessa síðustu daga. Miðvikudagurinn var bara ósköp venjulegur, skóli fyrir og eftir hádegi og svo staðið við ljósriturnarvélina í svona klst. ég held ég gæti sett ritara á ferilsskrána fjótlega því ég virðist ekki gera annað en ljósrita og ljósrita og taka skilaboð fyrir krakkana. Ljósritin skiljið þið líklega en þannig er að borðið mitt er fyrsta borðið þegar gengið er inn í masterherbergið í skólanum og allir sem koma inn að leita að e-m skilja eftir skilaboð hjá mér!! ég er bara alltaf með á hreinu hverjir eru við og hverjir ekki, hverjir þurfa að tala við hverja og hvers vegna, tók meira að segja símanúmer í dag!! annars hefur ekki verið skóli í gær og í dag þannig að það hefur verið mjög ljúft að vera einn í herberginu, hef getað lesið og lesið! miklu betra að læra þar heldur en hér heima hjá mér því skrifborðið mitt hér er ósköp lítið og þeir sem þekkja til mín vita að ég verð að hafa nóg pláss til að dreyfa úr bókum, glósum og síðast en ekki síst postit miðum!! fólk er farið að hafa orð á því hvað mappan mín er e-ð gul!! ja ég veit ekki hvernig krakkarnir fara að því að muna hvað þau skilja ekki, ég verð bara að skella gulum miða þar!!! gleymskan í hámarki að þurfa að minna sig á hvað það er sem maður skilur ekki og hvers vegna maður skilur ekki. ef þið kunnið ráð við gleymsku þá vil ég endilega fá að vita hvað það er já og ef það virkar á mig þá virkar það líklega á alla!!
í gær fékk ég bréf frá manninum sem ég leigir mér herbergið og hann vildi endilega fá ljósrit af tryggingunni minni! úps ég var auðvitað ekkert búin að fá mér þessa tryggingu þannig að ég varð að byrja daginn á því að redda þessu, ofsalega gaman að rembast við að koma svona tryggingarmálum í lag á frönsku! ég auðvitað fór með alla pappíra sem ég hef fengið hér því það er alltaf svo erfitt að eiga við þessa skriffinsku hér í þessu landi. ég var með dvalarleyfi, vegabréf, skólskýrteini, aðrar tryggingar og bara allt sem ég hef hér og var búin að undibúa mig andlega fyrir mikið stapp og læti en viti menn ég þurfti bara ekki að gera annað en skrifa nafnið mitt tvisvar og borga - ekki erfitt það! ég var ótrúlega glöð.
svo kom að því að ég þurfti að kíkja til læknis í gær, ég fékk heimilisfang og síma hjá einni konu og komst að í morgun. þar sem ég þekki sjálfa mig alveg ágætlega þá ákvað ég að fara í bíltúr í gærkvöldi til að finna staðinn. það gat varla verið auðveldara að finna þetta á kortinu og ég var alveg búin að leggja þetta á mig. keyra þangað og finna þessa götu og svo hina götuna og svo er ég bara komin þangað! gat ekki verið auðveldara og ég ákvað að taka bara tímann svo ég vissi hvenær ég þyrfti að leggja af stað. klukkan sjö í gærkvöldi fór ég svo af stað. ég keyrði götuna sem ég átti að keyra og beygði á réttum stað og fann hina götuna og allt gekk svona lika ljómandi vel hjá mér þar til...... ég fann ekki eina götuna. ég keyrði og keyrði og keyrði og keyrði og keyrði og ...... og keyrði... snéri við og fór sömu leið til baka og keyrði og keyrði þar til ég var alveg búin að tapa áttum og komin út úr borginni meira að segja á tímabili, engir ljósastaurar eða neitt. ég ákvað þá að reyna bara að finna skilti með e-u nafni sem ég þekkti og viti menn á endanum fór ég að kannast við mig aftur. þegar ég var farin að kannast við mig aftur hófst leitin á ný, gatana og beyjana og hin gatan og viti menn í þetta skiptið fann ég götuna mína og læknastofuna. klukkan var orðin tíu mínútur yfir átta!!! ekki nema : ) ég ákvað þá að taka bara tímann heim aftur og hvað haldið þið að ég hafi verið lengi? nei ég viltist ekkert á heimleiðinni og var tíu mínútur! ég fór nú samt af stað hálftíma áður en ég átti að mæta í morgun því ég var svo hrædd um að það væri brjáluð mogunumferð en svo var ekki þannig að ég var bara allt of snemma á ferðinni en það var allt í lagi því ég er svo vön því að vera of snemma að ég var viðbúin og með bók í töskunni hihi.
Já ég er sko komin með rosalegt kvef, finn ekkert bragð og bara höfuðverkur og læti líka. þetta hlýtur samt að ganga yfir fljótlega, krakkarnir halda að ég sé veik en ég viðurkenni það nú ekki, bara smá kvef! ég læt nú ekki þessa sýkla vinna á mér.
já og svo fékk ég sko skemmtilega sendingu í gær, systa pakkinn er kominn! og sara bara farin að skrifa svona líka flotta stafi! ég fékk sem sé afmælisgjöfina í gær og hún á sko aldeilis eftir að koma sér vel. þannig er að hún systir mín þekkir mig næstum því jafn vel og ég þekki mig sjálf! og sendi mér matreiðslubókina sem hagkaup eru að gefa út, nú þarf ég ekki lengur að finna sjálf upp grænmetisrétti heldur vel bara númer af handahófi og elda það sem er á samsvarandi blaðsíðu! held samt að ég verði að fara í Darty eða Conforama og kaupa mér svona mixer!
jæja ég nenni ekki að skrifa meira og skil í rauninni ekki hvernig er hægt að skrifa svona mikið um ekki neitt, á líklega heimsmet í röfli!!
þar til næst kæru vinir
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com