jæja
nú er ég búin að heyra fyrsta reglulega jólalega lagið fyrir þessi jól og það var auðvitað í súrpermarkaðnum hvar annars staðar!! líklega vegna þess að ég er annað hvort þar, í skólanum eða heima hjá mér fyrir framan tölvuna! vá innihaldsríkt líf :) svona verður þetta nú samt næstu vikurnar og ég er bara sátt við það. já aftur að jólalaginu, ég fékk bréf um daginn frá ónefndum aðila þar sem sagt var að viðkomandi væri í jólaskapi og bara sáttur við það þrátt fyrir að það væri ekki kominn des! ég ákvað að taka mér þetta til fyrirmyndar og vera ekkert að bæla jólaskapið niður, bara að leifa því flæða yfir mig með jólalaginu þannig að ég gekk bara um með bros í hjarta og jólablísur á vörum í súpermarkaðnum í dag og var ekkert pirruð í röðinni!!
finnst annars eins og mér hafi legið e-ð á hjarta þegar ég settist hér en það hefur greinilega ekki verið mikið því ég man það alls ekki og því verður færsla dagsins í dag bara stutt og ræfilsleg.