Bergrún
föstudagur, nóvember 28, 2003
 
ok best að halda áfram með söguna mína
Já eftir þennan langa dag sem var hörmung, sátum og hlustuðum á nemendafyrirlestra frá kl. 9 til 17!! og enginn nennti að hlusta á neitt! fórum við og settumst saman á bar og spjölluðum smá. eiginlega spjalla ég voðalítið enn þegar allir eru saman, hef að pota inn orði og orði. svo var ákveðið að borða saman í kvöld og við hittumst aftur um hálf níu í kvöld. þar sem ég átti ekki pening bauðst ég til að sækja pizzurnar og ætlaði að koma við í hraðbanka í leiðinni.l það var nú lítið mál og ég fann mér banka. ég hef nú oft notað svona banka og aldrei verið í vandræðum en þessi var e-ð extra flókinn og í stað þess að ganga í burtu með 50 evrur eins og ég ætlaði mér fór ég með 220!! já þannig að ég er með um tuttuguþúsund hér undir kodda hjá mér. kannski ég ætti bara að drífa í að kaupa jólagjafirnar núna!! þetta var sem sé skammarstrik dagasins jú og fyrir utan það að krökkunum finnast fyrirlestrarnir mínir e-ð skringilegir, held að þeim finnist ég ekki taka þetta nógu alvarlega eða e-ð en hva mér er bara alveg sama! ég nenni bara ekki að halda fyrirlestra sem eru gjörsamlega dauðir og ekki einu sinni smá vottur af húmor í! svo var sem sé borðað og borðað af pizzunum og drukkið romm og rauðvín þar til absentið (held það heiti það) var dregið fram. þessi drykkur er ólöglegur í frakklandi núna vegna þess að fólk varð víst ruglað af því að drekka það! þetta er drykkurinn sem allir lystamennirnir drukku hér einu sinni í parís!! ég skil nú alveg að fólk hafi orðið ruglað af að drekka mikið af þessu, þrír sopar voru meira en nóg fyrir mig! nú er ég hins vegar komin heim og ætla að fara að sofa því ég þarf að vera dugleg næstu vikuna að læra og læra og læra. þannig að ef ég skrifa ekki mikið þá verðið þið að fyrirgefa mér! annars ef ég þekki mig rétt þá á ég eftir að þurfa að taka pásur og þá er kjörið að skrifa smá línu, jafnvel þó þær verði ekki innihaldsríkar, tja það hefur hvort sem er ekki stoppað mig hingað til:)
jólakveðjur (næstum því!)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com