Bergrún
mánudagur, nóvember 03, 2003
 
við "krakkarnir" erum með svona leik í gangi. reglurnar eru þannig að í hvert skipti sem e-r gerir e-ð af sér þá fær hann punkt á plakat sem hangir inni í herberginu okkar. þegar komnir eru 10 punktar er kominn tími til að allir fari saman á barinn og eigandi punktanna 10 þarf að borga fyrir alla!!
ég var ein þeirra fyrstu til að fá punkt þegar ég sýndi áhuga minn á jarðfræðinni einum of mikið hér um daginn og það var alveg inni í myndinni að ég fengi tvo punkta fyrir þetta afrek mitt. á föstudaginn held ég að ég hafi unnið mér inn punkt númer tvö! er að vísu ekki búin að athuga hvort hann sé kominn á plakatið en held að hann birtist fljótlega ef ekki er búið að setja hann inn!! viljiði vita hvers vegna??
Nei ég vissi að þið vilduð ekki vita það. ok ég skal ekkert vera að ergja ykkur með þeirri sögu.
það hefur lítið gerst síðan í gær, ég fór bara í skólann og skildi ótrúlega mikið og kennarinn sagði við mig að ég talaði orðið miklu betur en ég gerið!! held samt að það hafi bara verið svona kurteisis hjal hjá honum! já svo fór ég í badmintonið og var svona lika rosalega góð hihihi tapaði ekki öllum leikjunum loksins! og það var bara fjölmennt í tímanum en því miður verður ekkert í næstu viku því það er frí á þriðjudeginum og fólk tekur sér líklega bara aukafrídag á mánudegi þegar svoleiðis aðstaða kemur upp. ættum nú að taka okkur þetta til fyrirmyndar á Íslandi finnst ykkur ekki. svo bara kom ég heim og er bara loksins búin með alpaskýrsluna og annað eins asknastrik hef ég aldrei á ævinni skrifað en ég bara hef engan áhuga á að gera þetta betur point final.
jú ok ég skal segja ykkur söguna!! Þannig var að við hittumst sjö á föstudagskvöldið og fórum inn e-n bar. þar sátum við í e-n tíma og þegar allir voru búnir úr fyrsta glasinu var glas númer tvö pantað. bara svona eins og gengur og gerist! (nú hugsið þið líklega öll já hvað drukku þau mikið og hvaða asnastik gerði blessunin hún Bergrún í þetta skiptið og ég geri ráð fyrir að þig gerið ráð fyrir (hihi) að það hafi verið rosalegt - þið hafið rangt fyrir ykkur). við stelpurnar pöntuðum okkur drykki í "venjulegum" glösum en strákarnir fegnu e-r svona rosalega flott glös og ég missti út úr mér þessa gullnu setningu: þetta eru frekar glös fyrir stelpur! ekki mjög agaleg setning fannst mér og átti við að þetta væru ekki mjög karlmannleg glös en þau eru frekar svona stórar bjórkrúsir (sagt með djúpri röddu!!) en ekki svona LÖNG MJÓ STÓR glös!!! þetta var sem sé mjög illa misskilið hjá félögum mínum og fyrir þetta fæ ég punkt!! held að þau ættu frekar að fá punkta!! svo var sagt að það yrði að passa vel að ég myndi ekki stela glasi af pöbbnum núna!! eins og ég leggi það í vana minn. ég hef sko ekki reynt það síðan í Þýskalandi hér um árið þegar lögreglunni var sigað á hópinn sem ég var í þar sem allt í einu hurfu um 20 glös!!
hef þetta ekki lengra að sinni
Vona að þið fyrirgefið mér allar ásláttarvillurnar, ég bara nenni ómögulega að lesa þetta þvaður mitt yfir - aldrei
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com