úff var að koma heim
ég er búin að vera sjónvarpslaus núna rétt rúmlega 3 mánuði og hef ekki saknað þess agnarögn. ekki fyrr en núna, ég er kannski undarleg en mér finnst ótrúlega þægilegt að koma heim eftir læritarnir og setjast niður og horfa á sjónvarpið. ég get eiginlega notað það til að hreinsa hugann held ég. maður sest niður og það eru allir farnir að sofa eða á leiðinni í rúmið og maður er bara einn með sjónvarpssuðinu. getur bara setið og þarf ekkert að hota heilann og tíminn líður svo ljúflega áfram!! miku þægilegra en að koma heim og fara beint að sofa, það er bara ávísun á að heilinn haldi áfram að vinna í draumaheiminum og mig langar sko miklu frekar að dreyma skemmtilega drauma heldur en að pæla í myndun úthafs og meginlandsskorpu og hversu mikið magn af ísótópum eru í MORB-i og OIB-i!! eða hvort járn sé örugglega góður "indicator" á dýpi bræðslu.
annars er ég bara næstum búin að halda áætluninni sem ég setti mér hér í byrjun lærdómsins, er bara svona 3 klst á eftir áætlun. og það verður sko gaman á morgun að klára þá er ekkert eftir nema að læra allt semég er búin að glósa! en þar sem enginn hefur áhuga á að lesa hvað ég er að gera ætla ég að hætta hér og fara að horfa á fréttirnar á netinu, verð bara að nota fréttirnar til að tæma og hreinsa hugann