já þá er komin þorláksmessa og jólatréð komið í hús. svona gengur þetta ár eftir ár hring eftir hring jólin nálgast, koma og eru svo lengst í fortíðinni en á meðan nálgast næstu jól á sama ógnarhraða! ég bara skil ekkert í þessum hraða eiginlega finnst mér eins og ég hafi verið að læra í englandi fyrir tveimur mánuðum en það eru tvö ár frá því ég fór þangað út!! já ótrúlegt ætli maður haldi ekki upp á 30 afmælið á morgun bara! hm hvaða rosa tregi er þetta í mér eiginlega? best að hrista þetta af sér og fara að hlakka til morgundagsins, já það verður líklega mikið að gera þá, elda mat, ryksuga síðasta skítinn í burtu, þrífa klósett og jafnvel skúra smá, skreita tréð, raða pökkunum undir tréð og svo finna til jólafötin já og að því ógleymdu hvað það tekur mikla skipulagningu að koma 7 manns í jólabaðið þar sem ekki er hitaveita! já það tekur sko held ég bara hátt í klukkutíma að fylla baðkarið af vatni og svo tekur það nú tíma að baða sig þannig að það er eins gott að við vöknum bara snemma og hefjumst handa strax um 9 að baða okkur úff úff úff. annars hefur þetta tekist áður og hlýtur bara að takast aftur hihi. já hitaveitan gerir lífið auðveldara!!
hef þetta ekki lengra í þetta sinnið, enda er ekki heldur sítenging hér í sveitinni og ég er svo stressuð að vera að nota netið hér og eyða símareikningi foreldranna! ætti nú ekki að vera að hafa áhyggjur af því samt. jæja gleðileg jól og hafið það sem allra allra best yfir hátíðrinar