jæja vitið þið hvað nú er ég komin heim og búin að hitta flesta sem ég þarf að hitta hér áður en ég fer út og áður en ég fer heim í sveitina. ég er búin að standa við það að nota ekki mikið þetta blogg hér á meðan ég er hér heima en.. í þessi fáu skipti þá er ég farin að ruglast óendanlega því ég virðist vera orðin vanari franska lyklaborðinu en ég gerði mér grein fyrir! ég er alltaf að nota æ í stað m og fleira svona dót. maður er nú hálf klikkaður, ég get allavegana alltaf fundið mér e-ð til að nöldra yfir.
jæja eins og ég sagði þá er ég búin að hitta allt aðalfólkið en ef ég er ekki búin að hitta þig sem þetta lest þá er það einfaldlega vegna þess að þú ert næst(ur) á listanum! er það ekki bara gott plan??
ég fór í gær að kveðja jarðfræðihúsið og þar var sko stuð, held að ég hafi bara aldrei séð svona marga inni í þessu blessaða húsi og í rauninni held ég ekkert um það heldur veit ég það fyrir víst! það var bara pakkað og fínustu kökur og samlokur og svo auðvitað ódýr bjór! það var svo gaman að hitta allt þetta fólk aftur og sjá að það eru allir alveg eins þrátt fyrir að smá tími hafi liðið frá því ég sá alla síðast. eftir nokkra dvöl í jarðfræðihúsinu var haldið niður í bæ og haldið áfram að skemmta sér langt fram eftir nóttu og næstum bara fram á morgun, ég var bara ótrúlega sátt við kvöldið og sakna þess hálfpartinn að geta ekki bara flutt alla með mér út til frakklands því þannig líf væri frábært, búa úti en hafa alla vini sína með sér! já ég lifi enn í draumaheimi!
Gleðileg jól aftur, þið verðið líklega búin að fá svo margar jólakveðjur frá mér þegar jólin koma loksins að þið haldið að ég meini ekkert með þessu.