Bergrún
fimmtudagur, janúar 15, 2004
 
ég er búin að sjá hver er dyggasti lesandinn minn! það sorglega er að það er bara ég sjálf :( hihi eiginlega finnst mér það bara fyndið og það frábærasta er að ég skemmti mér konunglega við að lesa eigin skrif, úps er ekki sagt heimskur hlær að sjálfs síns fyndni??? ég hlýt svei mér að vera heimsk hihihi. annars fékk ég mér göngutúr núna rétt í þessu og tók vinkonu mína myndavélina með mér. ég tók sem sé fullt af svona Clermont by night myndum en það er að vísu bara svona hús og ljós á þeim, ég kunni ekki alveg við að vera að smella af myndum af mér sí og æ, það var nógu skondið að hlaupa um og taka myndir í myrkrinu! fólk hefði nú stoppað og horft á mig ef ég hefði staðið og brosað með myndavélina teygða út í loftið eða haldið þið það ekki? kannski ég geri það bara á morgun og setji svo saman svona stand up og allir hlægja voðalega mikið! held að ég sé nú bara að ruglast alveg hér núna. að vísu sá ég þegar ég kom heim að ég er víst ekki alveg með eins stöðugar hendur og ég hélt þannig að myndirnar þar sem ég hafði ekki flass á eru smá hreyfðar en ég held að það gefi þeim bara svona lystrænt yfirbragð og skelli þeim því bara inn líka.
í dag var verið að hræra í hausnum á mér og ég veit ekki alveg hvernig mér líst á það! hef bara ekki getað hætt að hugsa síðan og líkar það ekki mjög vel, kann bara vel við að vera hugsunarlaus og held að ég verði að verða mér úti um draumavél japana til að koma í veg fyrir draumfarir um það hvað tíminn líður hratt og að ég verði að fara að gera eitt og annað fyrr en seinna. já og svo það síðasta sem mér liggur á hjarta í dag er það hvernig fór fyrir norrænu í fyrstu vetrarsiglingunni, bara öll í götum fegin er ég að hafa ekki verð með í þessari ferð (samt svona lúmskt svekkt yfir því líka hihi)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com