Bergrún
föstudagur, janúar 16, 2004
 

ég er ótrúleg! ég geri ekki annað en lofa sjálfri mér e-u, ef geri þetta þá hitt o.s.frv. en ég stend aldrei við eigin loforð! er þetta hægt? ég held eiginlega ekki í það minnsta er þetta farið að fara all svakalega í taugarnar á mér og ég held að ég sé nærri því farin að skilja hvernig drykkjufólki og öðrum fíklum líður! ég allavegana er sífellt að skamma sjálfa mig fyrir að hafa ekki tekist að gera þetta og gera hitt og ímynda mér að fíklum líði svona allavegana þeim sem eru að reyna að hætta e-u. annars er ekkert merkilegt að þjaka mig bara það að ég vakna á morgnanna (klukkutíma seinna en ég ætlaði mér) og hugsa með mér í dag klára ég þetta og þetta, ekki flókið það hm! svo seinna um daginn hugsa ég jæja ég nenni þessu ekki ég fer bara núna og fæ mér göngutúr (eða kaupi í matinn eða bara hvað sem er) og klára það sem ég þarf að gera í kvöld. svo kemur kvöldið og ég bara finn mér e-ð annað að gera þar til ég tel sjálfri mér trú um að nú sé sko kominn tími til að fara að sofa svo ég geti nú vaknað á réttum tíma í fyrramálið! svo ligg ég og velti mér í rúminu og get ekki sofnað því ég er svo mikið að skamma sjálfa mig fyrir að hafa ekki klárað dagsverkið! eru það nú örlög að enda á því að vera sífellt að berjast við sjálfan sig og tapa bara sí og æ! það hlýtur nú samt að styttast í að ég-in sem veit betur vinni, ég hef fulla trú á því. annars er ég farin að skilja ósköp margt í dag því ég veit sko líka hverig fólki sem verið er að pinta líður!! þannig er að síðan ég kom heim í dag um sex hefur verið hljóð hér inni hjá mér sem er að æra mig. ég er búin að gera allt sem ég get til að leiða það hjá mér en þetta er svona eins og sírennsli í klósett margfaldað með 10 og endalaust tekur engan enda. ég ef meira að segja búin að flýja íbúðina en það hjálpaði ekki mikið og svo núna sit ég með geisladis í eyrunum (!!) stillt á hæsta en heyri hljóðið enn vona og vona enn meira að þetta verði ekki svona alla helgina því þá verð ég sko orðin eins og hexia de trix þegar hún fattar að jóakim hefur unnið enn eina ferðina! jæja ætli það sé ekki kominn háttatími svo ég geti nú klárað á morgun það sem ég ætlaði að gera í gær og í dag!!! vona að ég vakni í betra skapi en ég fer að sofa í :)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com