hæ
nú er farið að styttast all svakalega í annan endan þessi dvöl mín hér heima. ég er bara mjög ánægð með "heimsóknina" og hef hitt heilan helling af fólki, jafnvel fólk sem ég hitti annars ekki! já að er svo gaman að koma heim frá útlöndum og endurvekja gömul kynni!!!
ég sótti tölvuna mína í viðgerð í gær svo ég ætti að geta sett inn myndir seinni partinn í dag eða á morgun ef ég finn mér tíma! eins gott að þetta virki. já og svo er ég enn að berjast við VÍS því þeir eru bara búnir að týna myndarvélarhræinu hennar systu sem ég ætla að fara með út til að láta gera við það þar! hvað á ég að gera fara fram á bætur frá þeim ég held það bara!! jæja best að fara að koma sér í skólann já ég er aðfara í skólann hér heima í allan dag að læra um gler svo ég verði nú dugleg þegar ég kem út!!