Bergrún
mánudagur, janúar 12, 2004
 
já þá er enn einn dagurinn að kvöldi kominn. ég komst nú ekki á fætur eins snemma og ég ætlaði mér en þrátt fyrir það hafði ég að afreka heilan helling í dag. fór í tryggingafélagið mitt hér, í bankann, í prefecture til að endurnýja dvalarleyfið mitt, í skólann til að skrá mig í frönsku og svo í skólann minn og hófst handa við að decoda þunnsneiðar!! þrátt fyrir alla þessa orku verð ég að fara á næstum alla staðina aftur á morgun því þannig virkar kerfið í frakklandi, maður þarf að gera allt tvisvar ef ekki þrisvar en ég er bara orðin vön því og hætt að nenna að ergja mig á slíku. ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að koma myndum mínum inn á bloggið en það er ekki að ganga eins og ég hafði óskað mér. en engu að síður held ég að það séu komnar heilar tvær myndir inn svo þeir sem hafa áhuga geta farið að skoða myndirnar mínar tvær!! það hlýtur að vera betra en ekkert!!! já og svo fór ég í fyrsta rokk tíma ársins í kvöld! ótrúlega fyndið það voru helmingi fleiri strákar en stelpur!!! aldrei er þetta svona á íslandi eða hvað? hvað segið þið sem eruð í dansskóla?? ég kann nú samt svo mikið rokk að ég nenni ekki að vera í þessum byrjendatímum þannig að næst ætla ég að fara í tíma fyrir áframkomna byrjendur! já það verður eflaust bara enn meira fjör, ég er bara ánægð með að hafa drifið mig í þennan dansskóla. jæja ég verð að snúa mér að því að koma fleiri myndum inn þannig að ég læt hér staðar numið.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com