Bergrún
miðvikudagur, janúar 14, 2004
 
vitiði ég er farin að hallast að því aftur að ég sé ekki það tækniundur sem ég var farin að telja mig á tímabili! allavegana ef ég er eins klár og ég hélt þá er ég enn óheppnari en ég hélt. annað hvort það eða að þetta myndasystem er bara ekki að standa sig, ef ég þekkti ekki pottþétta mannesku sem notar þetta myndi ég taka því þannig að það væri ekki þess virði að borga áskrift fyrir þetta. ég var að fara að borga samviskusamlega fyrir næsta árið (og líklega eina árið sem ég nota þetta því svo verð ég að öllum líkindum komin heim á klakann og þá er nú bara rugl fyrir mig að vera að sýna myndir á netinu því þá bara bíð ég heim í myndasýningu já eða ferðast um með sýninguna mína!!) já áfram með söguna ég var að fara að borga og þá bara get ég það ekki! óþolandi, kemur bara alltaf a-ð ég geti ekki farið inn á þessa síðu page not available eða e-ð slíkt. eiginlega er ég með í maganum því hvað geri ég ef þetta virkar ekki, detta þá fínu myndirnar mínar út? og hvernig var farið að því að stofna þetta ómægad ég er á barmi taugaáfalls :)
annað um blessaðar myndirnar ég var ekki að fatta hvað fólk ætti eftir að skoða þær vel, tók ekkert eftir því að það var bleikur klósettpappír á eldhúsborðinu eða íslenskt brennivín á ískápnum!! já svona er nú auðvelt að koma upp um sig, já ég játa ég nota klósettpappír og svo ef þið hafið skoðað mjög vel þá hefðuð þið séð að brennivínið var óopnað og það sýnir nú hve dugleg ég er í drykkjunni! já og annað, ég held að alveg eins og að hver jarðfræðingur verður að smakka á brennisteini stöku sinnum þá þurfi að vera íslenskt brennivín á hverju íslensku heimili í útlöndum hana!
já og ég var í næsta rokk tíma, þessi var miklu skemmtilegri, ég var að vísu ekkert ofsalega góð en ég held nú samt að ég hafi bara snúist ágætlega, ekkert mikið verr en hinar skvísurna sem eru búnar að vera að læra frá því í sept hihihi skildi að vísu ekkert hvað var verið að ræða um þegar það var verið að ræða við mig, vá ég get sko ekki einbeitt mér að því að tala frönsku, hlusta á kennarann öskra e-ð um næsta skref og að ná næsta skrefi! þrátt fyrir að ég eigi að vera af því kyninu sem getur gert margt í einu þá held ég að ég verði að viðurkenna að þann eiginleika vantar í mig. jæja gott fólk nú ætla ég að fara að lesa smá í glæpasögu, hvort ætti ég að lesa á íslensku eða frönsku?
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com