Jæja nú eru komnar inn myndir af Parísarförinni minni. þetta eru nú ekki margar myndir eða af merkilegum hlutum og ef ég gæti tekið allar myndirnar úr hausnum á mér og sett þær hér inn þá væri nú flott myndasafnið. eins og vanalega þá hef ég fulla trú á að ég sé jafn stöðug og þrífótur en það er víst e-r misskilningur þannig að sumar myrkramyndirnar eru svolítið hreifðar.
annað er ekki að frétta af mér nema jú ég flutti fyrirlestur með sóma á frönsku í dag!! já þetta er allt að koma hjá mér.