Bergrún
sunnudagur, febrúar 01, 2004
 
Sæl nú! loksins kom ég e-u í verk! ég tók mig til og þreif alla íbúðina í gær og fór svo í göngutúr um næsta nágrenni endaði inni í skóla að trufla vinnandi fólk þar og fór svo í bíó í gærkvöldi. sá myndina Gotika sem mér fannst bara nokkuð skemmtileg jafnvel þó hún hafi farið fram á frönsku! já ég er hetja núna skildi bara nokkurn veginn það sem sagt var! þrefalt húrra fyrir því. Svo vaknaði ég í morgun, lærði smá frönsku (því ég er að fara í stöðupróf í frönsku á morgun úpsí dúpsí), eldað mat og bauð bekkjarsystur minni í mat og við drifum okkur svo í heljarinnar bíltúr (úff og ég varla búin að ná mér enn) og göngutúr. við fórum að vísu ekki þangað sem við ætluðum okkur þar sem stígurinn lá ekki í rétta átt en engu að síður góður göngutúr og í hinu besta veðri. þarna inni í skóginum fundum við ýmiskonar furðulegheit (sem sjá má að nýju myndunum) m.a. köngla og e-ð sem við héldum fyrst að væri flugnabú en komumst síðar að að væri FFH (flúgandi furðuhlutur) sem hafa brotlent á jörðinni og fest sig í trjástofnum!! svo eftir enn meiri skoðun komumst við að réttri niðurstöðu en hún er liklegast sú að um sveppi sé að ræða ekkert skemmtilegt það, ekki miðað við FFH-ina! Já svo eftir þetta allt og að villast aðeins á leiðinni heim þá fór ég í katólska messu! já mín bara orðin menningarleg. ég varð mér nú hálfpartinn til skammar þarna samt! þannig er að ég bara sat þarna og stóð eins og allir hinir og góndi á þegar fólk ýmist kraup eða setti hendurnar fram fyrir sig eða signdi sig eða..... bara alls konar kúnstir! svo allt í einu fóru allir að snúa sér og ég e-n veginn fattaði þetta ekki alveg og hélt kannski að allir ættu að snúa í austur eða vestur eða hvaða átt sem þetta nú var svo ég bara snéri mér líka en nei nei þegar ég snéri mér frá Kathy (en ég fór með henni) þá hnipti hún í mig og hvíslaði: við eigum að heilsast þú átt að taka í höndina á fólkinu í kringum þig! úps Bergrún ekki alveg með siðina á hreinu en ég veit þetta næst.
Já þannig að ég er bara búin að láta verða að því að gera e-ð loksins loksins og það er orðið heitt hér! hvort sem það er vegna þess að ég fór að hreifa mig eða ekki ætla ég ekkert að segja um.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com