Sælt veri fólkið
þar sem ég er nú svona fremur dugleg að lesa annarra manna blogg og veit hvað það er leiðinlegt að opna svona síður til þess eins að sjá akkúrat ekkert nýtt þá held ég að ég verði að reyna að skrifa hér aðeins, þó ekki sé nema rétt að skrifa að ég verði að skrifa!! Kannski ekkert gaman að lesa það en hvað um það. Þannig er að ég vandi mig á að skrifa eigin hugsanir í bók þegar ég var í París svona til að hafa hemil á eigin hugsunum og vinna úr þeim á skipulegan hátt!!! ojjj þvílíkt og annað eins. Engu að síður þá finnst mér þetta fremur þægilegt og ef ég þarf að hugsa um e-ð merkilegt þá geri ég þetta enn. Svo er þetta blogg e-ð að rugla mig því ég geri mér ekki alltaf grein fyrir að þetta er ekki hugsunarbókin mín og að hér á ég ekkert að vera að skrifa allt sem kemur upp í hugann þegar ég er að skrifa, ég verð nú að viðurkenna að mér finnst fremur erfitt stundum að átta mig á því að allir sem kunna íslensku geta lesið þetta en samt sit ég ein inni í herbergi þegar ég skrifa þetta og ég vil ekkert að allir sem kunna íslensku lesi um mínar hugsanir þannig að ég verð að vera harður ritstjóri á sjálfa mig þegar ég sit hér!! og það er sko erfitt stundum því ég gleymi mér alveg og svo allt í einu þarf ég að stroka út helminginn af því sem ég hef skrifað!
Jæja eins og þið sjáið þá er ekkert að frétta af mér nema jú kannski að ég fór í bókabúðina í dag og keypti enn eina frönskunámsbókina, ég hef nú farið á nokkur námskeið í frönsku um ævina og þarf alltaf að kaupa nýja og nýja bók þannig að ef e-r er að byrja frönskunám getur hann haft samband við mig og ég get líklegast reddað bókum eins og skot! já og af öllum stigum frönskunnar því nú er ég sko bara komin í niveau 4 en það er bara fremur flott finnst mér mont mont mont og monti sig enn meira! verst er að kennarinn sagði í síðustu viku að tungumálanám væri ekkert annað en minni og þar sem minnið mitt er nú ekki upp á marga fiska (eða er það diska??? ;)) þá er þetta eiginlega fyrirfram vonlaust mál hjá mér.
Svo fór ég líka að hugsa um daginn að þar sem ég man ekki orð á íslensku sem ég hef kunnað eins lengi og ég man eftir mér hvernig á ég þá að fara að því að muna orð í þessu máli? ég var að ræða um tilraunir um daginn en mundi bara ekki hvernig átti að segja það orð á íslensku og þurfti því að nota orðið "reyningur" því sé ég ekkert athugavert við að ég stundi einnig nýyrðasmíðar á franskri tungu! Og þetta er ekkert ný komið yfir mig skal ég segja ykkur ég var bara lítil (en samt ekkert óvitabarn) þegar ég mundi ekki orðið sárfætt og þá reddar maður sér bara og segir "stígi niður sár" er það ekki bara rökrétt?? Þetta kalla ég sjálfsbjargarviðleitni! Og svo er að sjá hvort íslensku stafirnir koma inn eða ekki.