Bergrún
sunnudagur, mars 28, 2004
 
nú er illt í efni
þannig er að exel er búinn að gefa upp öndina í tölvunni minni og ekki veit ég hvernig ég ætla að fara að því að meðhöndla tölurnar mínar án besta vinar míns exel en nóg um það. nú er þessi stutta helgi nærri búin og hún var styttri en aðrar helgar eða bara 47 klukkutímar því nú er búið að svissa yfir á sumartímann!! já nú er ég sko tveimur tímum undan ykkur heima! annars gerði ég ekkert á laugardaginn sem er til frásagnar eða jú annars ég gerði við sturtuna já óskið mér til hamingju, það tók mig svona þrjár og hálfa mínútu og þetta hefur vaxið mér svo í augum að ég hef farið svona fjórum sinnum í viku í sund og synt heilann km í hvert sinn síðan í febrúar!!! já kannski er ég óttarleg stelpa eða eiginlega frekar kona!! jakk jakk hvernig er þetta með mig verð að taka mig á og ganga fyrr í málin næstm, veit sko alveg að ég get lagað það sem ég vil laga. jæja nóg um það. í gærkvöldi hélt ég svo á menningarviðburð á írskum bar hér í bæ en þar var hægt að horfa á Rugby leik ársins Frakkland vs England í úrslitaleik Norðurhemisphere mótsins!! og frakkar unnu til hamingju með það. ég fékk útskýringu á leikreglum um leið og e-ð gerðist í leiknum þannig að þetta var bara mun áhugaverðara en ég hélt áður en ég fór!!! Svo í dag var það sunnudagsviðringurinn. ég tók fullt af myndum en þar sem ég man ekki hvað neitt heitir er ég ekki búin aðvinna úr þeim og set þær ekki inn strax. ég er nú oll skrámuð af trjanum og datt líklega svona 10-15 sinnum, við vorum í svona 70 gráðu halla og i sól og snjó sem var farinn að bráðna þannig að ég þakkaði nú bara fyrir að hafa tré umhverfis mig til að stoppa mig þegar ég fór að renna af stað niður hlíðina, eiginlega var þetta alveg frábær dagur, hægt að hoppa fullt í snjonum og svo voru þau alveg að brillera ferðafélagarnir og reittu af sér brandarana, dásamlegt. en svona til að hafa aðeins af nýjum myndum þá setti ég inn myndir sem sanna að eg var á snjóbretti hér fyrr í mánuðinum. útivistarfríkin sem hefur tekið það að sér að viðra okkur DEA krakkana tók þessar myndir og kom þeim til mín í vikunni. þetta eru bara hinar fínustu myndir og ef ég væri þið myndi ég taka vel eftir svipnum á mér á þessum myndum því hann sýnir vel hversu öruggur "snjóbrettari" ég er hihihi. annars er þessar myndir að finna i möppunni skíði og skautar eða e-ð þvíumlíkt. svo er ég farin að undirbúa mig undir næstu gestahrinu en eftir viku verð ég sem sé með fjóra gesti og það verður sko fjör. vona bara að veðrið síni á sér réttar hliðar. er líka búin að ákveða að fara á föstudagsmorgun í ferðalag í alpana og taka gestina með í bakaleiðinni a sunnudeginum, þetta heitir sko að slá tvær flugur í einu höggi!! Vá það er allt of mikið til að hlakka til í næstu framtíð, svo ef exel vinur minn er hvort sem er í fríi þá er ekkert sem aftrar mér að taka frí líka hihihi og svo að lokum þá er ég eiginlega farin að hafa áhyggjur af því hvað það er allt of stutt þar til ég þarf að yfirgefa Frakkland og snúa aftur í veruleikann á íslandi en best að hugsa ekki um það fyrr en nær dregur. svo er líka hægt að gera fullt skemmtilegt á íslandi og það er bara undir mér sjálfri komið hvort það er gaman á klakanum eða ekki, hér með lofa ég sjálfri mér því að gera fullt af skemmtilegum hlutum í sumar þegar ég kem heim, nú á ég tjald og bíl og þá er ekki mikið sem getur stoppað mig nema kannski sú staðreynd að bíllinn er kannski ekki mikill fjallabíll jæja klukkan er farin að ganga elleftu þannig að ég er farin að sofa. Góða nótt kæru vinir
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com