Halló aftur
Mér sýnist bara að það verði smá lestur hér svo nú held ég áfram. Sumarið er búið að vera alveg spinnigalið, svona ferðalög og feltferðir í hæfilegt bland og bara gott og gaman um það að segja. Það var nú samt full kalt svona í síðustu ferðinni núna um helgina, við bara hrökkluðumst í burtu úr snjónum við Kárahnjúka!!!
Já veturinn er sko á leiðinni. Ég bara tek því með stóískri ró og er búin að kaupa mér farmiða til Frakklands. Jamm ævintýrin verða þannig séð ekkert stórkostleg en í Frakklandi verður mitt helsta heimili næstu 3 árin geri ég ráð fyrir. Ég er sem sé að fara aftur út til Clermont-Ferrand og mun halda áfram að læra þar. Já það er svo ljúft líf að vera stúdent svo ég bara held því áfram.
Jæja stressið og lætin fyrir ferðina eru að hafast svo það er best að nýta tímann betur en að sitja við tölvuna og skrifa.