Bergrún
sunnudagur, október 23, 2005
 
Allt að koma
Hér er allt að verða vistlegra! Í gær fór ég með meðleigjandanum (sem er menskur í þetta sinn og heitir ekki Regína sem betur fer, þó hér séu nú nokkrar Regínur engu að síður) og við keyptum alveg helling af dóti. Gardínur fyrir stofugluggann og klósettgluggann, gardínur fyrir herbergin okkar beggja, ljósakrónu, skógrind, ég keypti mér ljósaseríur og óhreinatausgrind og svo áreiðanlega e-ð fleira. Jú ég keypti klemmur og nú ætla ðeg að fara og framkalla fullt af myndum og hengja þær upp á snúru annað hvort í stofunni eða í herberginu míni, sá þetta og það kemur flott út!

Jú og svo hófst púslið, við þurftum að koma gardínunum upp og sem betur fer voru fyrir göt í gluggunum þannig að það var lítið mál að skrúfa skrúfurnar í en..... í herberginu mínu var brotin skrúfa í einu gatinu þannig að ég mátti hanga í glugganum í um 30 mínútur til að rembast við að koma þessari litlu skrúfu inn! það tókst á endanum, þrjóskan borgar sig stundum!!! í morgun brá ég mér svo í líki rafvirkja og tengdi svona rússneska ljósakrónu og setti svo ljósakrónuna upp! ekkert nema stórvirki hihihi.

Svo hljóp ég fram og til baka um bæinn með óhreina þvottinn minn því ég gleymdi fyrst þvottaefninu heima, svo gleymdi ég að ég þurfti að hafa þrjár einar evrur fyrir hverja vél en ég átti bara 2 evrur(í einum pening þið skiljið) Jæja þetta tókst á endanum en úfff mig langar SVO að fjárfesta í þvottavél svo ég geti sparað mér þessi hlaup! held að ef til lengri tíma er litið þá hljóti að vera ódýrara að kaupa litla þvottavél heldur en að borga 3,40 evrur fyrir hverja vél! bara í morgun borgaði ég sem sé um 10 evrur fyrir þvottinn og svo plús það ef ég hefði verið á tímakaupi þá var þetta sko orðið dýrt hihi.

jæja ég er orðin svöng, búin að ganga fram af meðleigjandanum með því að borða camembert ost með epli! Best að fara að reyna nýja aðferð til að fara illa með blessaðan ostinn ;-)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com