Bergrún
laugardagur, október 15, 2005
 
Framtakssemi
Jæja ég er loksins búin að taka upp úr ferðatöskunni! það tók mig ekki nema tæpar tvær vikur! Í gær fór ég og keypti bæsi á hillurnar mínar og borðið og svo sat ég fram eftir öllu í gær og bæsaði! þegar því var lokið kallaði ég á meðleigjandann og við brösuðum við að skrúfa hillurnar saman, það var nú ekkert grín. 40 skrúfur og að láta allt passa saman úffffff segji ég bara. Jæja þetta tókst nú á endanum en vegna smá vanhugsunar hjá mér eru nú nokkrir staðir á blessuðum hillunum sem eru ekki eins fallega brúnir og restin. jæja skiptir ekki máli.
Í dag er eg svo búin að þræða stórmarkaðina og leita að hinu og þessu, ég er búin að finna þvottagrind, og svona dótt til að hengja á stöng svo maður geti geymt fötin sín í. Ég var nú svolítið skúffuð að finna ekki svona stöng á fótum (æ þið vitið eins og er oft við mátunarklefana í búðunum) en viti menn, þegar við stöllurnar fórum niður í kjallarann okkar til að leita að tröppum fundum við tvær svona stangir þannig að ég gat hengt "skápinn minn" upp! svona eiga hlutirnir að vera.
Annars var nú margt þarna í þessum kjallara sem okkur tilheyrir. Fullt af hillum (allar MJÖG ógeðlsegar) og svo svona innkaupakarfa!! jamm bara svona eins og í hagkaup! það er aldrei að vita nema ég noti körfuna næst þegar ég flyt hihihi.
Jæja jæja, það er sem sé að verða ögn vistlegt hjá mér, ég á að vísu ekkert til að setja í hillurnar eða á borðið en ég verð að hætta að kaupa svona og kaupa, á endanum verð ég komin í stóra skuld. það samt kostar ótrúlega mikið að byrja svona á núlli án nokkurs nema rétt spjara utanum sig.
Jamm svona var nú dagurinn í dag. Annars er ég ekkert að batna af kvefinu, er eiginlega ekkert glöð með þróun mála, þetta hófst allt þegar ég fór að taka vítamín þannig að ég held að ég hætti bara þeim ósiði.
Nú verð ég að fara, er að fara að hitta DEA krakkana (ársins í ár) og doktorsnemana (þar á meðal samnemendur mína þegar ég tók DEA hér). Það ætti að vera gaman, annars langar mig nú samt mest að hita mér te og skríða undir sæng með 10 "útlendingabréf" (vasaklúta) mér við hlið og 3 trefla um hálsinn!
Hafið það sem allra best
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com