Bergrún
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
 
Coucou eins og sagt er hér í Franelandi

Lítið að frétta. Fór að renna mér um helgina. Keyrðum hér að einni Píunni (litlu eldfjöllin hér fyrir ofna borgina heita öll Puy eitthvað)klifruðum (það var nú lítið klifur, kallast frekar rölt) upp á topp og hlupum einn hring í kringum gíginn og rendum okkur svo niður aftur. Ekki var þetta nú langur túr en ég komst samt aðeins út að viðra mig og það var bara ótrúlega gaman að leika sér aðeins í snjónum.

Annað gerði ég ekki um helgin, fór ekkert út að hitta fólk einu sinni. Hélt mig heima við og las þarna Einkaspæjara númer eitt bækurnar, get ekki munað hvað þær heita.

Jæja ég er að rembast við að ná markmiði sem ég setti mér í byrjun mánaðarins. Ég á eftir 2 daga og ef ég er dugleg þá ætti þetta að hafast. Er samt ekki nógu dugleg en sjáum til, kannski hef ég að peppa mig upp!!

Í gær var haldin Þakkargjörðarhátið hér í skólanum! Já það voru nú margir Frakkarnir sem voru ekki alveg tilbúinir til að halda upp á ameríska hátið en þeir létu sig þegar rætt var um að hafa Boujolais dag líka! Svona er nú það.

Um helgina ætla ég að fara í ævintýraferð. Ég er að leita að fólki til að koma með en það er fremur erfitt, það eru allir hræddir við kuldann, snjóinn, eiga ekki svefnpoka...... alls konar afsakanir. Engu að síður held ég að þátttakan héðan frá Clermont verði betri en frá Toulouse (en þarna niðri í suðrinu er sko enn meiri kuldahræðsla en hér í Clermont). Sjáum til, eins og er erum við 5 örugg í ferðina og óþekktur fjöldi óákveðinna. Ég hlakka svo til. Það verður sko gaman að gista annað hvort í tjaldi eða skála um helgina. Látið endilega vita ef þið viljið skrá ykkur hahahaha.
 
föstudagur, nóvember 25, 2005
 
Tölvufréttir og Ráðhúsið

Meðleigjandinn hringdi í internetfyrirtækið. Þeir sögðu henni að tölvan hennar þyrfti að fá e-ð Ethernet kort!! Ekki veit ég hvað það er en þar sem módemið virkaði ekki með tölvunni hennar (sem við settum upp sem "móðurtölvu") þá virkaði það ekki heldur með minni. Ég nennti nú ekkert að vesenast í þessu öllu í gær, fór bara í Ráðhúsið að drekka kampavín! Ekki slæmt það ha. Var með boðskort og allt.

Ég er búin að ákveða að verða aldrei borgarstjóri eða prestur eða þingmaður. Ég held að það hljóti að vera hræðilega leiðinlegt að tala við svona athafnir, fólk bara stendur og gónir út í loftið og þykist hlusta (vonandi er ég ekki að alhæfa of mikið, ég held að ég sé ekki sú eina sem get ALDREI hlustað á þetta fólk). Ef ég hefði verið borgastjórinn þarna í þessari veislu í gær þá held ég að ég hefði bara sagt: Velkomin og gjörið svo vel. Auðveldara fyrir alla. Hann hefði getað lagt ræðuna bara á e-ð borð fyrir þessa fáu sem höfðu áhuga. Hmm kannski verð ég bara að fara að æfa mig í áhuga, já ætli ég fari bara ekki til þess fljótlega.
 
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
 
Fréttir
Í fréttum er þetta helst:
Bergrún gekk endanlega fram af Frökkum í gær!

Fékk mér brauð með smurosti og banana í hádeginu. Mér finnst þetta bara hljóma vel og var búin að hlakka lengi til að gæða mér á góðgætinu. Í kaffistofunni var svo bara fólk sem var við það að hlaupa út. Alveg ótrúleg þessi þjóð. Held að ég verði að fara að finna upp á e-u enn meira krassandi að borða bara svona til þess að stríða þeim aðeins.

Nú og í gær þá fengum við loksins þær fréttir að búið væri að opna fyrir internet línuna í húsið okkar. Við vorum rosaglaðar og hófumst handa við að setja þetta allt upp. Það gekk svona upp og ofan en á endanum var tölva meðleigjandans komin í gang, búin að finna módemið og allt virtist virka. Þá kom að mér að setja upp þráðlaust net. Það gekk ekki eins vel og á endanum sagði tölvan mér að ég væri ekki með þráðlausan búnað í tölvunni minni! Það var þá bara misskilningur hjá mér allir þessir klukkutímar sem ég hef haldið að ég væri á þráðlausaneti nágrannans!! Aldeilis ótrúlegt hvað maður getur ímyndað sér heilu og hálfu samtölin svona bara fyrir þann misskilning að tölvan manns nái nettenginu. Ég bara held að ég sé að fara yfirum hér ;-)

Jæja ég reyni bara aftur í kvöld, kannski var bara módemið með mótþróa! sjáum til, en það er samt alveg víst að ég ætla ekki að eyða öllu kvöldinu í kvöld í þetta rugl. Enda vantar nokkrar skrúfur í mig þar sem ég get notað netið ókeypis (nágrannanetið) en ákvað samt að borga fyrir það! Undarlegt, en mér líður samt betur því um leið kem ég í veg fyrir það að verða alveg jafn herfilega nýsk og Frakkarnir. Þetta er þjóðareinkenni þeirra. NÝSKA.
 
mánudagur, nóvember 21, 2005
 
Halló halló
Nóg að gera bara í þessum skrifum núna!
Ég er aftur komin með kvef, skil bara ekkert í því hversu auðveldlega ég fæ kvef hér í þessu landi. Hlýtur að vera "mengunin" því ég tek vítamínin mín á hverjum degi.

Annars ætlaði ég nú ekki að skrifa bara um mig og mína líðan. Ég hef nefninlega fréttir að færa. Það er nefninlega farið að snjóa hér í Clermont. Ég fékk svona eitt sekúndubrot svona "æ nei" tilfinningu en svo um leið og ég fór að labba í skólann þá varð ég svo glöð og ég eiginlega vona að það haldi bara áfram að snjóa smá, tel nú samt litlar líkur á að þessi gráði haldist fram eftir deginum!

Ætli ég verði ekki bara að vona að það verði almennilegur snjór heima um jólin! Vona að það henti ykkur öllum vel að ég óski mér þess.

Fleira var það nú ekki, eða jú ég skellti mér í bíó í gær, A history of violence, ágætis mynd, hef samt ekki tölu á fjölda fallinna.
 
föstudagur, nóvember 18, 2005
 
Halló enn á ný
Takk fyrir allar þessar uppskriftir, ég bara fæ vatn í munninn. Komst ekki að versla um síðustu helgi því ég þurfti að fara í göngutúra um allt, fékk sko heimsókn frá Toulouse og þar var bíll á ferð svo það var um að gera að nota hann. Jæja jæja um helgina fer ég að versla og verð með öll þessi hráefni í huga og svo verður bara mallað alla næstu viku, læt ykkur vita hvernig gengur!
Annars bakaði ég eplaköku um daginn!!! það gekk ekki nógu vel, vægast sagt. Sko ég á ekki lyftiduft og kakan er bara eins og steypa, svo held ég líka að það hafi "dottið " helmingi of mikill sykur í skálina (á ekki vigt og hmm þetta var ekki nógu gott). Tja meðleigjandinn þorir nú ekki annað en að borða þetta með mér og við gæðum okkur á einni sneið á hverju kvöldi. Kakan heldur kjálkunum í formi hihi. Þetta bara gengur betur næst.

Jæja já já svona er það. ég er alveg að smella í jólaskap. Hlakka svo til, en verst er að hér í Frakklandi veit fólk ekkert hvað jólaskap er, enginn syngur jólalög og þegar ég tala um jólasveina og jólaböll og jólalög þá er bara horft á mig eins og ég sé rétt rúmlega 3 ára! Skil ekkert í því hvað fólk þarf að taka sig alvarlega hér. Ef það að vera fullorðinn þýðir að maður verður að hætta að tala um allt sem er skemmtilegt og verður að taka sig ofuralvarlega þá bara nenni ég ekkert að vera fullorðin. Mér finnst gaman að aðventunni (þó jólin sjálf og helgislepjan sem fylgir sé ekki í neinu sérstöku uppáhaldi satt best að segja), mér finnst mjög gaman að syngja jólalög, mér finnst gaman að fara í svona skemmtigarða og rússibana og rúllíbana og hvað sem fólk vill kalla þetta ;-), mér finnst gaman að borða ís, mér finnst gaman að spila, og bara svo fullt af hlutum sem "fullorðnum" á ekki að líka við. Þar hafið þið það, ég er í uppreisn gagnvart alvörugefnumnýskufrökkum! úps eins gott að enginn skilur þetta!! ussss ekki segja neinum
Þori varla að birta þetta, veit ekki hvað kom yfir mig en tja látum það flakka!
Hafið það gott
 
laugardagur, nóvember 05, 2005
 
hæ hæ
Ég þarf meiri hjálp!! Nú er þetta ekki eins erfitt og síðast, mig vantar bara alls konar uppskriftir svo ég geti farið að baka og elda góðan mat! Ákvað nefninlega að það gengur ekki að lifa svona óhollu líferni að borða bara þegar mér er boðið í mat!!! Nú á að taka sig á hihi.
Og svo er annað á ég að skrá mig í magadans einu sinni í viku þar til í júni? Held nú að ég verði aldrei nein magadansmær en ég fór þarna einu sinni í svona prufutíma og þetta er bara ákveðin leikfimi! Þetta kostar um 140 evrur og ég veit ekki alveg hvað skal gera. Hjálpið mér nú!
Annars ekkert að frétta, ég er samt að byrja að skipuleggja ferðalag næstu helgi (3 daga helgi, 11 nóv er frí hér).
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com