Bergrún
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
 
Coucou eins og sagt er hér í Franelandi

Lítið að frétta. Fór að renna mér um helgina. Keyrðum hér að einni Píunni (litlu eldfjöllin hér fyrir ofna borgina heita öll Puy eitthvað)klifruðum (það var nú lítið klifur, kallast frekar rölt) upp á topp og hlupum einn hring í kringum gíginn og rendum okkur svo niður aftur. Ekki var þetta nú langur túr en ég komst samt aðeins út að viðra mig og það var bara ótrúlega gaman að leika sér aðeins í snjónum.

Annað gerði ég ekki um helgin, fór ekkert út að hitta fólk einu sinni. Hélt mig heima við og las þarna Einkaspæjara númer eitt bækurnar, get ekki munað hvað þær heita.

Jæja ég er að rembast við að ná markmiði sem ég setti mér í byrjun mánaðarins. Ég á eftir 2 daga og ef ég er dugleg þá ætti þetta að hafast. Er samt ekki nógu dugleg en sjáum til, kannski hef ég að peppa mig upp!!

Í gær var haldin Þakkargjörðarhátið hér í skólanum! Já það voru nú margir Frakkarnir sem voru ekki alveg tilbúinir til að halda upp á ameríska hátið en þeir létu sig þegar rætt var um að hafa Boujolais dag líka! Svona er nú það.

Um helgina ætla ég að fara í ævintýraferð. Ég er að leita að fólki til að koma með en það er fremur erfitt, það eru allir hræddir við kuldann, snjóinn, eiga ekki svefnpoka...... alls konar afsakanir. Engu að síður held ég að þátttakan héðan frá Clermont verði betri en frá Toulouse (en þarna niðri í suðrinu er sko enn meiri kuldahræðsla en hér í Clermont). Sjáum til, eins og er erum við 5 örugg í ferðina og óþekktur fjöldi óákveðinna. Ég hlakka svo til. Það verður sko gaman að gista annað hvort í tjaldi eða skála um helgina. Látið endilega vita ef þið viljið skrá ykkur hahahaha.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com