Bergrún
föstudagur, nóvember 18, 2005
 
Halló enn á ný
Takk fyrir allar þessar uppskriftir, ég bara fæ vatn í munninn. Komst ekki að versla um síðustu helgi því ég þurfti að fara í göngutúra um allt, fékk sko heimsókn frá Toulouse og þar var bíll á ferð svo það var um að gera að nota hann. Jæja jæja um helgina fer ég að versla og verð með öll þessi hráefni í huga og svo verður bara mallað alla næstu viku, læt ykkur vita hvernig gengur!
Annars bakaði ég eplaköku um daginn!!! það gekk ekki nógu vel, vægast sagt. Sko ég á ekki lyftiduft og kakan er bara eins og steypa, svo held ég líka að það hafi "dottið " helmingi of mikill sykur í skálina (á ekki vigt og hmm þetta var ekki nógu gott). Tja meðleigjandinn þorir nú ekki annað en að borða þetta með mér og við gæðum okkur á einni sneið á hverju kvöldi. Kakan heldur kjálkunum í formi hihi. Þetta bara gengur betur næst.

Jæja já já svona er það. ég er alveg að smella í jólaskap. Hlakka svo til, en verst er að hér í Frakklandi veit fólk ekkert hvað jólaskap er, enginn syngur jólalög og þegar ég tala um jólasveina og jólaböll og jólalög þá er bara horft á mig eins og ég sé rétt rúmlega 3 ára! Skil ekkert í því hvað fólk þarf að taka sig alvarlega hér. Ef það að vera fullorðinn þýðir að maður verður að hætta að tala um allt sem er skemmtilegt og verður að taka sig ofuralvarlega þá bara nenni ég ekkert að vera fullorðin. Mér finnst gaman að aðventunni (þó jólin sjálf og helgislepjan sem fylgir sé ekki í neinu sérstöku uppáhaldi satt best að segja), mér finnst mjög gaman að syngja jólalög, mér finnst gaman að fara í svona skemmtigarða og rússibana og rúllíbana og hvað sem fólk vill kalla þetta ;-), mér finnst gaman að borða ís, mér finnst gaman að spila, og bara svo fullt af hlutum sem "fullorðnum" á ekki að líka við. Þar hafið þið það, ég er í uppreisn gagnvart alvörugefnumnýskufrökkum! úps eins gott að enginn skilur þetta!! ussss ekki segja neinum
Þori varla að birta þetta, veit ekki hvað kom yfir mig en tja látum það flakka!
Hafið það gott
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com