Bergrún
föstudagur, nóvember 25, 2005
 
Tölvufréttir og Ráðhúsið

Meðleigjandinn hringdi í internetfyrirtækið. Þeir sögðu henni að tölvan hennar þyrfti að fá e-ð Ethernet kort!! Ekki veit ég hvað það er en þar sem módemið virkaði ekki með tölvunni hennar (sem við settum upp sem "móðurtölvu") þá virkaði það ekki heldur með minni. Ég nennti nú ekkert að vesenast í þessu öllu í gær, fór bara í Ráðhúsið að drekka kampavín! Ekki slæmt það ha. Var með boðskort og allt.

Ég er búin að ákveða að verða aldrei borgarstjóri eða prestur eða þingmaður. Ég held að það hljóti að vera hræðilega leiðinlegt að tala við svona athafnir, fólk bara stendur og gónir út í loftið og þykist hlusta (vonandi er ég ekki að alhæfa of mikið, ég held að ég sé ekki sú eina sem get ALDREI hlustað á þetta fólk). Ef ég hefði verið borgastjórinn þarna í þessari veislu í gær þá held ég að ég hefði bara sagt: Velkomin og gjörið svo vel. Auðveldara fyrir alla. Hann hefði getað lagt ræðuna bara á e-ð borð fyrir þessa fáu sem höfðu áhuga. Hmm kannski verð ég bara að fara að æfa mig í áhuga, já ætli ég fari bara ekki til þess fljótlega.
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com