Bergrún
þriðjudagur, desember 13, 2005
 
Halló halló halló
Ég er að fara að halda Litlu jól hér fyrir fólkið, er að reyna að koma upp smá jólaanda hér hjá þeim. Það er bara tekið vel í þetta og á laugardagskvöldið ætlum við að borða hér saman um 15 manns. Það verður bara gaman held ég.
Ég er samt í smá vanda, að vanda hohoho. Þetta er nefninlega fremur flókin jafna sko, ég á tvo pappakassa inni í stofu og ég veit ekki alveg hvernig ég get komið 15 manns að kössunum til að borða! vesen að eiga ekkert borð. Held að ég verði bara að leita að fleiri kössum til að stækka "borðið".
Vandi nr. tvö er að leigusalinn okkar tók vel og vandlega fram að parketið okkar er ekki lakkað þannig að ef svo óheppilega vill til að e-r hellir jólaglögginni niður þá kemur stór og feitur blettur á gólfið!! hvað gera bændur í slíkum málum, nú ég gæti svo sem leitað að enn fleiri pappakössum til að fletja út á gólfið, þá verður kvöldið virkilega jólalegt, svona pappakassajól! Held að ég fari bara frekar í stórmarkaðinn og kaupi e-ð efni til að hreinsa strax gólfið ef svo undarlega vildi til að glöggin fari til spillis.
Vandi þrjú er skreyting kvöldsins, mig langar svo að gera smá jólalegt hér, á ekkert jólaskraut hér samt og enginn er peningurinn eftir af mínum "himinháa" styrk. Held samt að ég splæsi í eina grenigrein til að setja jólapakkana undir (því það ætla allir að koma með jólapakka). Hafið þið hugmyndir? Kannski ég prenti bara út myndir af íslensku jólasveinunum, gæti jafnvel haft einn jólasvein við hvern disk, Grýlu og Leppalúða, jólaköttinn og hmmm man ekki eftir fleirum (verð bara að koma í veg fyrir að 17 manneskjan komi í hús). Allavegana endilega hjálpið mér nú og komið með jólahugmyndir fyrir jólakvöldið mitt!
 
laugardagur, desember 10, 2005
 
Jólajóla

Vitiði hvað? Ég er búin að þjást yfri jólalagaskorti fattaði loksins að hlusta á Létt á netinu og júhú þar er ekkert nema jólalög, ótrúlega gaman skal ég segja ykkur. Meðleigjandinn horfir undrandi á mig hér að hlusta á þessa "skemmtilegu" tónlist, ég er hvort sem er orðin vön því að vera álitin fremur undarlega hér. Best að standa bara undir nafni.

Já hvað hefur drifið á daga mína síðan síðast? Lítið satt best að segja. Að vísu fór ég á svona einskonar Litlu jól í skólanum eða kannsk var þetta frekar eins og jólaball eða nei æ ég veit ekki. Það var víst jólasveinn á svæðinu en ég missti af honum því ég var í kerlingaleikfiminni minni. Í henni erum við kerlurnar í Clermont og þetta minnir svolítið á Háskólaleikfimina heima nema konan sem stjórnar hér er með mjög hæga tónlist og hoppar svo algjörlega úr takti við hana. Við hoppum nú ekki mikið og eiginlega er þetta femur slöpp leikfimi en.... það versta er að ég fæ oft harðsperrur við þetta!! Jæja í gær fór ég þangað og missti þess vegna af jólasveininum í skólanum en... ég mætti í tíma til að fá að borða og spjalla svolitið við fólkið. Þarna voru öll börn starfsfólksins og vitiði hvað, miðað við hvað Frakkar virðast antíjólafólk þá kom nú jólasveinninn með frekar risastórar jólagjafir! Þarna voru heilu og hálfu flugherirnir, barnavagnar, dúkkur, legóhallir og ég bara get ekki annað en sagt að það er sko eins gott að það er bara einn jólasveinn hér!! Veit ekki hvernig jólasveinafjölskyldan færi að því að kaupa 13 svona gjafir handa öllum frönskum börnum!!!!

Jæja og svo er ég næstum búin að kaupa allar jólagjafir ársins í ár, setti í mig kraft í dag og hljóp um allt. Það var bara nokkuð gaman og nú eru bara 8 dagar þangað til að ég kem heim, hæ hæ ég hlakka til!! Sakna dimmunnar, jólaljósanna, jólatrjánna, jólajólajóla. langar svo að fara bara og taka á móti jólalest CocaCola (Létt sjáiði til, ég heyri bara ekkert nema um jólalestina hihi).

Jæja best að fara að fá sér smá apperitif
 
þriðjudagur, desember 06, 2005
 
Þvílíkt plan!!!

Plan helgarinnar fór nú fyrir lítið! Veðurspáin í Cantal var hræðileg en leit betur út með Sancy fjöllin. Við fórum því þangað og vitiði hvað??? Það er ekkert meira að marka verðurspána í Frakklandi en heima. Á kortinu var sól og hið besta veður, í raunveruleikanum var bara snjókoma, þoka og rok. Þetta reddaðist nú allt saman samt, við vorum með fullt af nesti sem við gæddum okkur á, við fórum í hörku snjókast, við gerðum snjókarl og við fengum okkur jólaglögg á kaffihúsi. Dagurinn var nú samt ekki búinn, við leigðum okkur snjóþrúgur og fórum í göngutúr um skóginn þar sem vindurinn náði ekki til okkar. Þegar við skiluðum snjóþrúgunum var okkur boðin meiri glögg sem við þáðum með þökkum og svo héldum við heim á leið. Í Clermont breyttum við íbúiðinni okkar í skála og borðuðum afganginn af nestinu. Þetta var bara hin ágætasta helgi þó öll plönin hafi farið út um þúfur. Jæja á sunnudeginum ákvaðum við að klifra upp á topp Puy de Dome (enn einu sinni) og þegar við keyrðum af stað frá íbúðinni var sól og fínasta veður (smá vindur samt sem er ekki vanalegt hér) en þegar við vorum komin upp á topp þá var komið hið versta veður, veit ekki hvort hægt sé að kalla það slagveður, held eiginlega ekki, kannski frekar mjög blautur bylur! Jæja þegar heim kom var ekki þurr þráður á mér, ég þurfti að skipta um ALLLLLLLT úfff. Þetta var samt hin ánægulegasta ganga, smá breyting.

Jamm og jæja já svoleiðis fór nú það. Annars er farið að hlýna hér aftur og allur snjór held ég að sé bara að bráðna sem hryggir skíðagarpa hér mjög. Það er búið að opna jólamarkaðinn á torginu og kveikja á jólaljósunum (loksins segi ég en fólk hér er fremur óhresst með þetta, vill engin jólaljós fyrr en 10.-15. des!! svona ykkur að segja þá held ég að skrímslið sem stal jólunum, sem ég man ekki eins og er hvað heitir, hafi verið franskt).
 
fimmtudagur, desember 01, 2005
 
Halló
Nú er komið smá plan fyrir helgina. Við förum á laugardagsmorgun af stað og munum bara keyra hér í næsta "hrepp" sem kallast Cantal eða í um einn og hálfan klukkutíma. Þar er skíðasvæði sem heitir Super Lioran og við ætlum e-ð að leika okkur þar. Kannski förum við bara í göngtúr á tennisspöðum eða snjóþrúgum, kannski förum við á skíði eða snjóbretti, kannski förum við bara í snjókast!! Sjáum bara til þegar þangað verður komið.
Það er frekar mikill snjór hér skilst mér. Skíðafólk hér er himinlifandi að geta farið á skíði í byrjun des! Vanalega komast þau ekki almennilega á skíði fyrr en í janúra-febrúar! Það er samt enginn snjór hér í borginni minni, en þar sem hún er í lægð þá þarf ég ekki að fara langt til að komast í snjóinn. Já þetta er alveg pottþétt borg, fullt af snjó allt um kring en ekkert til að ergja mann svona í hinu daglega lífi. Auðvelt að komast í vinnuna og svona og svo ekkert mál að fara í veturinn þegar þannig liggur á manni.
Farin að teikna síðustu myndina í greinina (ætli það taki ekki allan daginn úffff)
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com