Bergrún
þriðjudagur, desember 13, 2005
 
Halló halló halló
Ég er að fara að halda Litlu jól hér fyrir fólkið, er að reyna að koma upp smá jólaanda hér hjá þeim. Það er bara tekið vel í þetta og á laugardagskvöldið ætlum við að borða hér saman um 15 manns. Það verður bara gaman held ég.
Ég er samt í smá vanda, að vanda hohoho. Þetta er nefninlega fremur flókin jafna sko, ég á tvo pappakassa inni í stofu og ég veit ekki alveg hvernig ég get komið 15 manns að kössunum til að borða! vesen að eiga ekkert borð. Held að ég verði bara að leita að fleiri kössum til að stækka "borðið".
Vandi nr. tvö er að leigusalinn okkar tók vel og vandlega fram að parketið okkar er ekki lakkað þannig að ef svo óheppilega vill til að e-r hellir jólaglögginni niður þá kemur stór og feitur blettur á gólfið!! hvað gera bændur í slíkum málum, nú ég gæti svo sem leitað að enn fleiri pappakössum til að fletja út á gólfið, þá verður kvöldið virkilega jólalegt, svona pappakassajól! Held að ég fari bara frekar í stórmarkaðinn og kaupi e-ð efni til að hreinsa strax gólfið ef svo undarlega vildi til að glöggin fari til spillis.
Vandi þrjú er skreyting kvöldsins, mig langar svo að gera smá jólalegt hér, á ekkert jólaskraut hér samt og enginn er peningurinn eftir af mínum "himinháa" styrk. Held samt að ég splæsi í eina grenigrein til að setja jólapakkana undir (því það ætla allir að koma með jólapakka). Hafið þið hugmyndir? Kannski ég prenti bara út myndir af íslensku jólasveinunum, gæti jafnvel haft einn jólasvein við hvern disk, Grýlu og Leppalúða, jólaköttinn og hmmm man ekki eftir fleirum (verð bara að koma í veg fyrir að 17 manneskjan komi í hús). Allavegana endilega hjálpið mér nú og komið með jólahugmyndir fyrir jólakvöldið mitt!
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com