Halló
Nú er komið smá plan fyrir helgina. Við förum á laugardagsmorgun af stað og munum bara keyra hér í næsta "hrepp" sem kallast Cantal eða í um einn og hálfan klukkutíma. Þar er skíðasvæði sem heitir Super Lioran og við ætlum e-ð að leika okkur þar. Kannski förum við bara í göngtúr á tennisspöðum eða snjóþrúgum, kannski förum við á skíði eða snjóbretti, kannski förum við bara í snjókast!! Sjáum bara til þegar þangað verður komið.
Það er frekar mikill snjór hér skilst mér. Skíðafólk hér er himinlifandi að geta farið á skíði í byrjun des! Vanalega komast þau ekki almennilega á skíði fyrr en í janúra-febrúar! Það er samt enginn snjór hér í borginni minni, en þar sem hún er í lægð þá þarf ég ekki að fara langt til að komast í snjóinn. Já þetta er alveg pottþétt borg, fullt af snjó allt um kring en ekkert til að ergja mann svona í hinu daglega lífi. Auðvelt að komast í vinnuna og svona og svo ekkert mál að fara í veturinn þegar þannig liggur á manni.
Farin að teikna síðustu myndina í greinina (ætli það taki ekki allan daginn úffff)