Bergrún
laugardagur, desember 10, 2005
 
Jólajóla

Vitiði hvað? Ég er búin að þjást yfri jólalagaskorti fattaði loksins að hlusta á Létt á netinu og júhú þar er ekkert nema jólalög, ótrúlega gaman skal ég segja ykkur. Meðleigjandinn horfir undrandi á mig hér að hlusta á þessa "skemmtilegu" tónlist, ég er hvort sem er orðin vön því að vera álitin fremur undarlega hér. Best að standa bara undir nafni.

Já hvað hefur drifið á daga mína síðan síðast? Lítið satt best að segja. Að vísu fór ég á svona einskonar Litlu jól í skólanum eða kannsk var þetta frekar eins og jólaball eða nei æ ég veit ekki. Það var víst jólasveinn á svæðinu en ég missti af honum því ég var í kerlingaleikfiminni minni. Í henni erum við kerlurnar í Clermont og þetta minnir svolítið á Háskólaleikfimina heima nema konan sem stjórnar hér er með mjög hæga tónlist og hoppar svo algjörlega úr takti við hana. Við hoppum nú ekki mikið og eiginlega er þetta femur slöpp leikfimi en.... það versta er að ég fæ oft harðsperrur við þetta!! Jæja í gær fór ég þangað og missti þess vegna af jólasveininum í skólanum en... ég mætti í tíma til að fá að borða og spjalla svolitið við fólkið. Þarna voru öll börn starfsfólksins og vitiði hvað, miðað við hvað Frakkar virðast antíjólafólk þá kom nú jólasveinninn með frekar risastórar jólagjafir! Þarna voru heilu og hálfu flugherirnir, barnavagnar, dúkkur, legóhallir og ég bara get ekki annað en sagt að það er sko eins gott að það er bara einn jólasveinn hér!! Veit ekki hvernig jólasveinafjölskyldan færi að því að kaupa 13 svona gjafir handa öllum frönskum börnum!!!!

Jæja og svo er ég næstum búin að kaupa allar jólagjafir ársins í ár, setti í mig kraft í dag og hljóp um allt. Það var bara nokkuð gaman og nú eru bara 8 dagar þangað til að ég kem heim, hæ hæ ég hlakka til!! Sakna dimmunnar, jólaljósanna, jólatrjánna, jólajólajóla. langar svo að fara bara og taka á móti jólalest CocaCola (Létt sjáiði til, ég heyri bara ekkert nema um jólalestina hihi).

Jæja best að fara að fá sér smá apperitif
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com